27.9.2006 | 21:45
..Íslendingar á förnum vegi..
Síðast þegar þið heyrðuð frá mér, hrjáði mig svokallað Cabin Fever sem ég náði að lækna með ágætis hætti. Tölti einfaldlega niður stigana á hótelinu í stað þess að nota lyfturnar, þóttist svo vera að tala í símann, setti hárið ofan í augu og tók strunsið út í gegnum lobbyið Vissi reyndar ekkert hvert ég átti að fara og rölti því um stefnulaus, dró djúpt andann og naut ferska loftsins. Vildi samt ekki tilla mér neinsstaðar, því þrátt fyrir að það væru fáir á ferli voru nokkrir skuggalegir..
Hérna í Póllandi er alveg harðbannað að hlaupa yfir stórar umferðargötur ofanjarðar. Hér eru heilu samfélögin neðanjarðar í allskonar göngum sem hjálpa fólki að komast "yfir" götur. Þarna niðri finnurðu svo allt mögulegt og ómögulegt, skyndibitastaði, verslanir, hárgreiðslustofur og ég veit ekki hvað og hvað.. En ástæðan fyrir því að ég er að segja ykkur þetta er sú að þetta kvöld er ég var á leiðinni heim úr þessum litla göngutúr mínum, þurfti ég að nota ein svona göng..
Í miðjum göngunum er kallað á eftir mér mjög skýrt og greinlega, "Unnur" !?! Mér snarbregður og fyrsta hugsunin er, "vá hvað ég er búin að koma mér í mikil vandræði núna". En svo áttaði ég mig á því að enginn hér kallar mig Unni og þegar ég snéri mér við stóðu þar tveir blásaklausir íslenskir ungir menn sem sáu mig á strunsinu og ákváðu að "heilsa upp á mig". Mjög nettir báðir tveir og ég sé eiginlega eftir því að hafa ekki sest niður með þeim einhverstaðar og spjallað betur við þá. Alltaf gaman að hitta íslendinga á förnum vegi
Morguninn eftir svaf ég út en reyndi svo að ná hausnum á mér niðrí bækur það sem eftir lifði dags.. Framundan var síðasti opinberi viðburður minn sem Miss World, fyrir utan lokakvöldið, og var það skrýtin tilfinning, en á góðan hátt..
-Uns