..Þá skiljast leiðir..

Það er komið að leiðarlokum.. Stóra kvöldið í kvöld og mjög sérstakt tímabil í lífi mínu á enda..

Árið mitt búið að vera ógleymanlegt í alla staði, gengið í gegnum djúpa dali og yfir hæstu fjöll, líkt og gengur og gerist, en fyrir vikið stend ég uppi í dag mun sterkari og heilsteyptari einstaklingur en nokkru sinni fyrr. Síðastliðinn mánuður spilaði stóra rullu í því ferli og var lokahnykkurinn sem ég þurfti..

Vinkonur mínar missa það, ef ég set þetta hérna inn, en ég get ekki annað þar sem ég tók þetta svo til mín.. Sorry stelpur..Brosandi Rak augun í stjörnuspá í lok ágústmánaðar, ætlaða tvíburanum sem ég tilheyri. Þar stóð eitthvað á þá leið..

"Þú velur þér samferðafólk þitt í lífinu en situr uppi með sjálfa þig. Ekki bíða lengur með sætta þig við hlutina, lærðu að lifa með fortíðinni og hættu í sífellu leita að hinu rétta. Vertu hin eina rétta"

Vel mælt og eitthvað sem ég ætla að tileinka mér..

Vil nota tækifærið og þakka ykkur fyrir samfylgdina.. Ykkur sem hafið fylgst með mér, glaðst með mér frá upphafi og veitt mér ómetanlega hlýju og stuðning.. Og einnig ykkur, sem komið hérna gagngert til að gagnrýna.. Þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur, er minn harðasti gagnrýnandi sjálf og þar verður engin breyting á..

Ætla hér með að kveðja ykkur, um leið og ég horfi til baka yfir árið og hugsa til manneskju sem fylgdi mér hvert fótmál og á svo stóran hluta af hjarta mínu..

 

..My Way...

..I've loved, I've laughed and cried.
I´ve had my fill.. My share of losing.
And now, as tears subside,
I find it all so amusing..


..For what is a man, what has he got?
If not himself, then he has naught.
To say the things he truly feels,

And not the words of one who kneels.
The record shows I took the blows.
And did it ..my way..

                                                                                                           -Frank Sinatra-

 

..Köttur út í mýri, setti upp á sig stýri.. Úti, er ævintýri..

Eða.. Rétt að byrja..?

-Uns


..Tikk Takk..

Aðeins of þreytt fyrir lífið ákkúrat núna..

Æfingar í allan dag, generalprufa í allt kvöld og gekk sæmilega eins og vera bar. Komst reyndar að því að ég þarf að tala á sviðinu annað kvöld, sem ég hafði ekki hugmynd um, en það reddast..

Bara pant ekki hugsa um þessar 2 milljarða sem kjósa að vera að fylgjast með..

Ég held ég viti hver vinnur.. Enginn sagt orð við mig, bara tilfinning sem ég hef. Mun koma á óvart, það er nokkuð ljóstBrosandi

Er byrjuð að tikka inn í síðasta sólarhringinn minn sem Miss World. Á þessum tíma á morgun get ég strokið um frjálst höfuð í fyrsta skipti síðan 10. des á síðasta ári. Líður skringilega.. Enn vel..

Breakfast TV í fyrramálið, alltof snemma. Rise kl. 7.15.. En það síðasta sem ég þarf að gera og geri ég það með bros á vör.. Reyni svo að leggja mig þegar ég kem til baka..Glottandi

Hugsa heim..

Ykkar,

Uns.


..Sjáið hvað ég fann..

..Síðan í kínverska sendiráðinu..

 

Það nýjasta í fréttum er að strákarnir í Westlife verða aðalskemmtiatriðið í showinu annað kvöld. Það lítur því út fyrir það að við Emý vinkona munum eiga það sameiginlegt að hafa verið á sviði með þeim félögumGlottandi

Er á leiðinni í lunch og svo beint í rennsli út í leikhúsi.. Hlakka til að sjá skvísurnar á sviðinu!

Meira í kvöld..

 -Uns


..Rauður ópal..

Umm.. Fékk sendingu frá Íslandi í kvöld.. Elín Gests. og Berglind mættar á svæðið og voru þær með pakka frá Mams í farteskinu. Rauður ópal og þristar..! Íslenskt nammi, gerist ekki betraGlottandi Reyndar búin að lofa ansi mörgum að þeir mundu fá að smakka, svo minna verður eftir handa mér, sem er þó kannski bara ágætt..

Enn það var sko gott að hitta þær.. Fá smá knús og setjast niður og spjalla í rólegheitunum. Fengum reyndar lítinn frið fyrir ljósmyndurum og þá sérstaklega þegar Ásdís settist hjá okkur, klædd í sitt fínasta, með Iceland borðann um hálsinn, nýkomin úr dómaraviðtalinu. Held að henni hafi bara gengið vel, enda búin að gera allt óaðfinnanlega hingað til. Algjör pró!Brosandi

Mamma hennar og pabbi komu svo stuttu seinna og sást langar leiðir hvað hún var ánægð að sjá þau. Dáðist reyndar að henni hvað hún var sterk, því þegar ég hitti mömmu í Kína eftir mánaðardvöl gat ég ekki annað en tárast enda asni "intense" tími sem maður gekk í gegnum þar. Fannst ég reyndar vera svo miklu miklu lengra í burtu þar en nokkur tímann hér (sem er að sjálfsögðu raunin landafræðilega séð) en fann meira fyrir einhverskonar varnarleysi..

Annars flýgur tíminn þessa dagana.. Eyddi nokkrum klukkutímum í viðtöl í dag, reyndi að klára eins mikið og ég gat í einu svo ég þyrfti ekki að vera að þessu á morgun líka. Rennsli á showinu seinnipartinn á morgun og svo generalprufa annað kvöld, fyrir fullum sal að mér skilst. Svo rennur laugardagurinn upp með öllu sínu.. Magnað..

Er svo bókuð í flug heim á sunnudagskvöld samferða Ásdísi. Getur reyndar að það breytist og við fáum að fljóta með í beinu flugi héðan, til Íslands sem fer fyrr á sunnudeginum og vona ég það svo innilega. Vantar mest að komast heim að læra.. Meira að segja búin að pakka helmingnum af dótinu mínu og í raun tilbúin að kveðja með bros á vörBrosandi

Hlakka reyndar til ballsins sem verður eftir finalið á laugardagskvöld. Þá er ég endanlega laus við það að vera með kórónu á höfðinu og borða um hálsinn get andað rólega í góðra vina hópi. Hins vegar hefur líf annarar stúlku tekið óvænta stefnu..

Þykir leitt eiga engar myndir handa ykkur elzkurnar..

Þær verða þó pottþétt hér á morgun..

Hljómsveit dagsins: The Verve..

..I know I´ll see your face again..

-Uns


..Back to China..

Í gærkvöldi fór fram síðasti viðburður sem ég er viðstödd sem Miss World.. Og hvar annars staðar hefði verið betur við hæfi að hann færi fram... En í kínverska sendiráðinu hér í Póllandi..!! GlottandiÞetta var stór og flottur viðburður, um 500 gestir viðstaddir (meirihlutinn kínverjar) auk allra keppandanna. Sérstakir heiðursgestir voru æðstu menn úr ríkisstjórn Sanya, sem er borgin sem ég var krýnd í, í Kína í fyrraBrosandi

Heill her ljósmyndara og blaðamanna var mættur á staðinn og stóð ég í ár og aldir upp á sviði í fullum skrúða með bæjarstjóra Sanya og Varsjá sitt hvorum megin við mig. Eftir mjög grand móttökur var það svo kvöldverður, en hann var að sjálfsögðu kínverskur matur sem minnti mig ítarlega á dvöl mína í Kína og því borðaði ég lítið. Sem betur fer, segi ég í dag, því 22 keppendur vöknuðu upp með magakveisu í morgun vegna matarins..

Þetta var samt sem áður ofsalega gott kvöld og ég naut þess virkilega vel. Fann mér gott horn útaf fyrir mig þar sem ég spjallaði og gantaðist með samstarfsfólki mínu hérna hjá MW, sem ég á án efa eftir að sakna gríðarlega.. Mikill vinskapur myndast eftir náið samstarf og sameiginlega mjög einstaka lífsreynslu..

Ég var í gamla góða Ungfrú Reykjavík kjólnum mínum, sem vekur alltaf lukku og mér líður alltaf vel í.. Fannst við hæfi að klæðast honum þar sem þetta byrjaði allt saman með þessum blessaða kjól og gat því endað að vissu leyti með hann "inn í myndinni".. Framundan eru æfingar og dómaraviðtöl hjá stelpunum en ég mun á einhverjum tímapunkti vera kölluð út, til að kynnast mínu hlutverki á sviðinu þetta lokakvöld. Númer eitt, tvö og þrjú hjá mér, er þó að "standa í lappirnar" á sviðinu..!Glottandi

..Ég og góðvinkona mín, Ungfrú Holland..

Þangað til á morgun..

..Góða nótt..

-Uns


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband