11.8.2006 | 16:34
..Afsakið Hlé..
Takk fyrir þolinmæðina elzkurnar, en vegna óviðráðanlegra ástæðna varð ég að loka blogginu í þessa tvo daga.. Allar færslurnar mínar fóru í rugl og það tók svolitla vinnu að koma þeim í fyrra horf á ný
Annars er ég búin að hafa það gott heima síðastliðna viku en verslunarmannahelgin mín fór fram á tveimur stöðum..
Innipúkanum í Reykjavík á föstudagskvöldið og ég get ekki annað en viðurkennt að ég er opinberlega orðin ...
Jeff Who FAN!!
Mikið ofsalega voru þeir þéttir á þessum, því miður stuttu tónleikum á Nasa.
Seint á laugardagskvöldinu tóku örlögin svo völdin þegar mér áskotnaðist flugfar til Eyjunnar góðu sem ég hafði ekki ætlað mér að heimsækja í ár. Fékk korter til að henda einhverju í bakpoka en það er nú það góða við þema þjóðhátíðar að þú þarft ekki neitt neitt. Hlý föt og stað til að sofa á. Annað kemur með kalda vatninu
Þjóðhátíð stóð fyrir sínu eins og ávallt..
Dálítinn tíma tók að sofa úr sér þreytuna sem safnaðist upp þessa helgi en ég er strax komin hálfa leið úr landi aftur og í þetta skiptið er ferðinni er heitið NY í nokkurskonar vinnuferð með Mams. Nokkrir fundir verða setnir á komandi dögum en til tilbreytingar ætla ég að reyna að versla mér eins og eina flík og er búin að fá góð ráð frá NY drottningum sem þekkja borgina eins og lófann á sér
Get ekki sagt annað en að ég sé farin að hlakka til þó að það að fljúga til USA sé ekki barnaleikur eftir hryðjuverka uppákomur síðustu daga. Enginn handfarangur leyfður sem þýðir engin fartölva, Ipod eða nokkuð til að stytta sér stundir á leiðinni..
-Yfir og út-
UB
11.8.2006 | 16:18
..Ungfrú Brasilía..
Fékk að sofa út í morgun eða alveg til 9 sem er draumur í dós í svona vinnuferðum..
Eftir morgunmat upp á herbergi fórum við í smá útsýnistúr um Curitiba en þetta er mjög falleg borg og mun meira heillandi en Sao Paulo. Þess má geta ég var að frjósa úr kulda allan tímann þar sem það er að sjálfsögðu VETUR í Brasilíu og hann er barasta skítkaldur, allavega hérna í Suður-Brasilíu.. 5 gráður á celsíus og minnti nett á Ísland, þó ég voni nú að það sé aðeins hlýrra þar núna.
Eftir túrinn hófst svo undirbúningur fyrir aðalmálið, Miss Barzil Mundo keppnina en hún fór fram um miðjan daginn fyrir framan 1200 áhorfendur og í beinni útsendingu um alla Suður-Ameríku!! Rosalega flott keppni og eiginlega bara "mini" útgáfa af Miss World keppninni sjálfri. Greinilegt að skipuleggjendurnir vita hvað þeir eru að gera. Stelpan sem vann var voða sæt og fín eins og reyndar margar þarna, en hún talar litla ensku og verður gaman að sjá hvernig henni gengur í Miss World.
-Baksviðs tilbúin með borðann fyrir verðandi Miss Brazil-
Nýkrýnd Miss Brazil
Þegar keppnin var búin og ljósmyndarar höfðu lokið sér af var það dinner til heiðurs Miss World og nýkrýndri Miss Brazil Mundo hjá pólska ræðismanninum í Brasilíu. Hann bauð okkur til sín þar sem eins og flestir vita fer Miss World 2006 fram í Póllandi.
Yfir þessum dinner var mér boðið af lækninum sem við höfðum kynnst, eins ekkert væri sjálfsagðara frítt í hvaða lýtaaðgerð sem ég vildi, sem ég afþakkaði pent..
Ótrúlegt hvað það að fara í lýtaaðgerð hérna úti er eins og að drekka vatn. Sat meðal annars með konu á borði sem sagði mér að hún hefði lagst sextíu sinnum undir hnífinn á ævinni!! Enda leit hún ekki mjög eðlilega út..
Í fyrramálið flýg ég svo aftur til Sao Paulo. Erum að fara í smá dekur sem verður æðislegt en það er japanski læknirinn enn og aftur sem býður okkur í heilsulind sem hann rekur þar.
Þangað til næst..
-UB
Ps. Enn fleiri nýjar myndir komnar í albúm -Brazil-
11.8.2006 | 16:17
..Use your seat cushion for flotation..
Lofaði víst aðeins upp í ermina á mér í síðustu færslu en ég bara gat ekki bloggað síðustu daga vegna augnloka sem kusu að lokast í hvert skipti sem ég reyndi..
En áfram með ferðasöguna..
Daginn eftir komuna til Sao Paulo flugum við til annarrar borgar, Curitiba sem er enn sunnar í Brasilíu. Sú flugferð gekk ágætlega farangurslega séð þar sem við vorum aðeins með handfarangur en að minnsta kosti þrisvar hélt ég að vélin væri að fara að nauðlenda og ég er ekki flughrædd! Áletrunin á sætisbakinu fyrir framan mig var heldur ekkert sérlega hressandi, en þar stóð ekki hið venjulega, "lifevests under your seat" heldur..
USE YOUR SEAT CUSSION FOR FLOTATION !!!!
Með okkur flugu samstarfsaðilar Miss World í Brasilíu og japanskur læknir sem stendur fyrir herferð gegn leghálskrabbameini hér í landi. Við komuna til Curitiba héldum við blaðamannafund til að styðja þessa herferð og kynntum boli sem verða seldir til styrktar byggingu spítala sem mun veita konum með leghálskrabba bestu mögulegu meðhöndlun sem til er.
Eftir fundinn var það svo lunch með borgarstjóranum þar sem framreiddur var "traditional" suður-brasilískur matur. Veit ekki alveg með þann mat, en þetta voru aðallega svínsfætur og svínshausar í einhverskonar baunasósu.. Matnum voru allir voða stoltir af og fræddu mig aftur og bak og áfram um sögu hans. Ætli þetta sé ekki eins og þorramaturinn heima. Okkur finnst voða gaman að leyfa erlendum gestum að smakka þó að við borðum þetta flest aðeins einu sinni á ári
Það sem eftir var dagsins fór svo að mestu í blaðaviðtöl og myndatökur og eitt sjónvarpsviðtal í stúdíói. Þar sem við vorum farangurslausar þurfti svo að fara með okkur að versla þessar helstu nauðsynjar og þar var ekkert til sparað að hálfu heimamanna. Hefði getað valið mér hvað sem ég vildi.. Fatnað, skartgripi, skó, snyrtivörur.. Bara nefndu það og allt borgað fyrir mann! En kunni að sjálfsögðu ekki alveg við það..
Um kvöldið áttum við svo að mæta í dinner til heiðurs "Beauty with a purpose" prógramminu sem Miss World stendur fyrir. Keppendurnir í Miss Brazil Mundo voru margar búnar að láta gott af sér leiða og tilkynnti ég nafn stúlkunnar sem hafði náð bestum árangri og verðlaunin voru öruggt sæti í topp 5. Á sviðinu var mér svo einnig afhentur forláta verðlaunagripur fyrir vel unnin störf sem verður gaman að koma með heim.
Þetta kvöld hitti ég einnig aftur Miss Brazil 2005 sem var með mér í Kína, en ég verð nú að segja alveg eins og er að ég kynntist henni eiginlega ekki neitt þar, enda enskan hennar eins og hún segir sjálf ekki alveg upp á 10..
-Ásamt Miss Barzil tourism og Miss Brazil 2005-
Ágætis dagur þegar upp var staðið allavega miðað við aðstæður en á morgun fer svo fram aðal showið, krýning Miss Brazil Mundo. Ég er víst stór partur af showinu og er með þrjár frekar stórar innkomur. Hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera en það er víst bara seinnitíma vandamál og kemur vonandi í ljós með smá fyrirvara á morgun..
-UB
Fleiri myndir í albúmi: -Brazil-
9.8.2006 | 20:08
..Flughremmingar..
Fyrirgefiði elzkurnar mínar að ég er ekki búin að láta vita af mér..!! En ég hef ansi góða afsökun því síðustu dagar hafa verið í ruglinu..!
Þetta byrjaði allt snemma morguns í síðustu viku þegar ég flaug til London sem var fyrsti áfangi mun lengra ferðalags til Brasilíu. Þegar ég lenti þar upp úr hádegi tók á móti mér 6 tíma bið í næsta flug. En ég tæklaði þann tíma vel og skellti mér aðeins í bæinn í London, enda búin að tékka farangurinn alla leið og sallaróleg yfir þessu öllu saman..
Þegar ég skilaði mér aftur á Heathrow var hins vegar komið annað hljóð í skrokkinn á systeminu þar. Rafmagnsleysi í central London setti úr skorðum mikið af flugum þennan dag og við lentum í 3 tíma seinkun á flugið okkar til Parísar, bæði vegna rafmagnleysisins og svo brjálæðislegs þrumuveðurs sem herjaði á himininn fyrir ofan Heathrow. Þessi seinkun varð til þess að við misstum af fluginu okkar til Sao Paulo sem fór frá París þetta sama kvöld..
Fyrir okkur þýddi þetta nótt í París, sem var í góðu lagi mín vegna. Dauðþreytt eftir langan dag og mun betra að leggjast í almennilegt rúm heldur en að reyna að sofa úr sér þreytuna í "flugvélarúmi". Við vorum samt heppnar að fá flug strax morguninn eftir svo að þéttskipulögð dagskráin í Brasilíu raskaðist ekki of mikið.
Flugið suðreftir var svo ágætt bara.. Svaf slatta, las, horfði á video og talaði hrognamál við krúttilega afann með jólasveinaskeggið sem sat við hliðiná mér, en hann talaði bara portúgölsku og frönsku og ég spænsku og ensku. Frekar fyndin útkoma á samræðum Hann hafði miklar áhyggjur af því að ég væri að frjósa úr kulda (sem ég var) og reddaði mér aukateppi OG lét mig hafa sitt eigið, algjör mús..
Þegar við loksins komum til Sao Paulo var kl. um 19 sem er um 22 heima. Auðvitað, auðvitað komu töskurnar okkar EKKI og ég ætla ekki einu sinni að fara út það mál, nenni ekki að ræða það enn einu sinni, en get sagt ykkur það að nú er ég hálfnuð með dagskránna mína hérna niðurfrá og er enn töskulaus! (arrrg..)
Og hrakfallasagan er ekki búin.. Þar sem við komum 12 tímum seinna en áætlað var höfðum við misst af ansi mörgu sem búið var að bóka þennan dag. Þar á meðal milljón og sjötíu viðtölum en eins og ég sagði ykkur er áhuginn fyrir fegurðarsamkeppnum og fegurðardrottningum einna mestur í þessum hluta heimsins. Niðurstaðan varð, beint af flugvellinum í heimsókn á barnaspítala þar sem öll börnin og öll pressan beið spennt eftir okkur.
Og bíðiði bara.. Á leiðinni þangað sprakk á bílnum..!!
Leið eins og ég væri komin inn í einhverja lélega bíómynd, svona mikið af hrakningum á svo stuttum tíma er ekki hægt að skrifa undir sem tilviljanir!
Alveg magnað.. En á endanum komumst við þó á þennan blessaða spítala, kláruðum eitthvað af viðtölum og myndatökum og ég tek það fram, í mínus ferskleikastigum og þegar klukkan var orðin 12 á miðnætti vorum við loksins settar aftur út í bíl og héldum auðvitað að við værum að fara upp á hótel, tékka okkur inn.. OG SOFA!
En neibb.. Dinner var það og stóð hann í næstum þrjá tíma og þar hélt ég virkilega að ég yrði ekki eldri..! Komin upp í rúm kl. 6 á líkamsklukkunni minni en þá fengum við nokkurra tíma svefn áður en ævintýrið hélt áfram..
-Framhald á morgun-
-UB
9.8.2006 | 20:08
..30 klst. ferðalag framundan..!
Veit ekki alveg með þessa skipulagningu á ferðinni minni til Brasilíu á morgun. Virkar voðalega flókið
Legg af stað heiman frá mér, 5 í fyrramálið. Flug til London upp úr 7 og komin þangað á hádegi. Á Heathrow þarf ég að bíða til 19 en þá flýg ég til Parísar sem tekur um klukkustund. Á MIÐNÆTTI flýg ég svo loksins af stað til Brasilíu, en einhverra hluta vegna tekur það flug heila 13 tíma..
Samanlagt: 30 tíma ferðalag framundan
Og "note bene" ég er að fara til þess hluta heimsins þar sem fegurðardrottningar eru í hávegum hafðar sem aldrei fyrr..! Það verður móttökuhátíð þegar ég lendi á flugvellinum sem þýðir kjóll og kóróna þegar ég stíg út úr vélinni eftir þetta svakalega ferðalag. Hversu ferskur verður maður?!? Þar get ég engu lofað!!
Annars komst að því í dag að það verður engin Verslunarmannahelgi hjá mér í ár þar sem ég kem heim úr þessari ferð að kvöldi 6. ágúst.. Kannski maður plati bara flugmanninn til að henda mér út í yfir Vestmanneyjum þar sem við eigum hvort eð er leið þar um! Verður allavega tilfinningarík stund að fljúga þarna yfir í miðjum brekkusöngnum vitandi af fólki sem manni þykir vænt um þarna niðri í dalnum..
Skrifa næst frá BRAZIL
-UB