8.6.2006 | 22:54
..Wales..
Þá er ég stödd í landi Prince Charles, Tom Jones, Stereophonics,Charlotte church og Goldie lookin' chain..
Ekkert smá fallegt hérna..Nákvæmlega það sem allir voru búnir að segja um þennan stað og hann stóð svo sannarlega undir væntingum.. Ég var nú reyndar frekar heppin með veður þegar ég kom í dag. 27 stiga hiti og glampandi sól, get ekki kvartað En dagskráin þétt eins og venjulega og ég var að koma úr ansi löngum dinner þar sem fram fór uppboð til styrktar Save the children samtökunum hérna í Wales. Keppendur í Miss Wales 2006 voru allar mættar þarna en ég er víst að fara að dæma þá keppni annað kvöld..
Þetta var samt nú frekar boring uppboð og því nennti ég ekki að taka myndir, en ég lofa myndum eftir annað kvöld. Þá mun ég líka hitta Claire, núverandi Miss Wales sem var með mér í Kína og var ein af mínum nánustu þar úti. Frábær stelpa..
En svo var ég að átta mig á einu allsvakalegu, þessu alveg óviðkomandi.. Ég verð heima í alls tvær og hálfa helgi í allt sumar.. Hálfa helgin er fyrsta helgin í júlí og þá er náttla landsmót, næsta er 15-16 júlí (en það er samt mjög líklegt að ég verði að dæma Miss England í London) og þriðja helgin er verslunarmannahelgi, allavega eins og staðan er í dag.. Össössöss.. Þannig að það verður lítið um aðrar útilegur og roadtrip sem búið var að plana En flottar helgar til að detta niðrá samt sem áður.. Lukkunnar pamfíll (hvernig sem það er nú skrifað
)..
Sú sem sér um dagbókin mína hefur ekki hugmynd um að þetta séu skemmtilegar helgar heima á fróni en þetta getur líka allt breyst og mun 100% breytast ef ég þekki þetta lið rétt!
En hvað um það.. Ég þarf víst að fara að sigla í draumaheiminn.. Verð vakin 6 til fara að heimsækja ellimannaheimili.. Sem verður gaman því gamalt fólk er einum of mikið krútt!!
Náttý!
-UB
8.6.2006 | 17:06
..Kóngurinn..
Helgin leið alltof alltof fljótt..
Pabbinn kom heim frá Kínalandinu á föstudag og mættum við systkinin að sjálfsögðu út á völl að sækja gamla. En þá hafði ég eytt nokkrum tíma í að snurfusa íbúðina hans, sem var búin að standa auð í næstum þrjá mánuði.
Það er snilldin ein að vera búin að fá pabba heim og hann er eins og ég, fór beint í sveitina þar sem við gríslingarnir kíktum á hann kvöldið eftir og áttum frábæra kvöldstund í faðmi fjölskyldunnar, en amma og afi voru að sjálfsögðu á staðnum. Hef sjaldan hlegið jafn mikið og brandararnir fengu svo sannarlega að fjúka þetta kvöld, í bongó blíðu í Fljótshlíðinni!
Sunnudagurinn fór í hestamót og pælingar og urðu úrslit dagsins þau að einn fjölskyldumeðlimur hefur komið sér inn á landsmót og annar fer sem varahestur! Ekki slæmt það En sama kvöld var það svo matarboð hjá Brósa og Beggu í fínu fínu íbúðinni þeirra í Breiðholtinu.
Á mánudag tók ég svo þátt í aldeilis skemmtilegri uppákomu, en það var fjölskylduhátíð fyrir langveik börn sem var haldin niðrí Rjóðri. Þarna voru í boði grillaðar pulsur, söng- og skemmtiatriði, en börnunum til skemmtunar voru m.a mættir landsliðsmennirnir Grétar, Hemmi og Haukur Ingi sem og Idol stjarnan Ingó og Rotweiler hundurinn Þorsteinn Lár. Þetta heppnaðist einstaklega vel og ég get ekki sagt annað en að ég hlakki til að koma aftur á næsta ári!
Enn svo var komið að því! Kóngurinn fimmtugur og ég bara gat ekki látið tónleikana framhjá mér fara! Ólst upp við þessa tónlist og búin að hlusta á hana daginn út og daginn inn í áraraðir.
VÁÁÁÁÁ!!!! HVAÐ VAR GAMAN!!!! ARGASTA SNILLD! (eins og myndirnar bera kannski með sér.. ;)
Annars hafa síðustu dagar aðallega farið í pökkun og vesen við undirbúning þessa brjálæðislega langa túr sem ég er að fara út í.. Ég er heldur ekki frá því að litli stressboltinn hafi aðeins látið á sér kræla í mallanum á mér en ég er að fara út í svipað langan tíma og ég var í Kína í desember. OG það það var heil eilífð fyrir mér..
Farin að rýna í skipulagsbókina..
-Uns.
2.6.2006 | 13:18
..Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins..
Ræsti heilsuhlaup krabbameinsfélagsins í gærkvöldi en óvenju margir mættu miðað við veður. Held það sé nokkuð ljóst að við eigum alveg hörkuhlaupara hér á landi og þá sérstaklega marga unga og upprennandi og það var virkilega gaman að vera þarna og fylgjast með þessu.
Ég ræsti hlaupið með því að skjóta úr byssu og ég veit eiginlega ekki við hverju ég bjóst en mér sýndist þetta var nú bara vera venjuleg dótabyssa með hvellettu. Held ég hafi leikið mér með svona byssur í hundraðatali þegar ég var barn en báðir bræður mínir lifðu fyrir leikinn "löggur og bófar" á sínum tima
Ég tók svo líka á móti hlaupurunum með verðlaunapeningum og hjálpaði til við að veita verðlaun sem veitt voru eftir aldursflokkum.
Annars fór gærdagurinn hjá mér í allt og ekkert. Ótrúlegt hvernig tíminn flýgur stundum frá manni og maður kemur engu í verk. Hefði þurft að fara að pæla í yfirvofandi ferðalagi, skoða stöðuna á Miss World fötum og redda mér nýjum kjólum, komin með pínu leið á gömlu kjólunum mínum. En ég reyni að koma því inn í verkefni dagsins sem þó eru allnokkur.
Helgin enn óráðin. Stepurnar á leið upp á Arnarstapa í útileigu, en ég verð að öllum líkindum að fylgast með hestamóti upp í Mósó og svo gæti verið að maður kíki austur í sveitina.
Annars er ég dottin í tónlist sem ég var hætt að hlusta á.. Stundum hættulegt..
-Vonin blíð -Bubbi
-Einn dag í einu -Bubbi
..Best I ever had..
1.6.2006 | 09:14
..Sumarið er tíminn..
Er að hlusta á gamalt og gott lag með Amos Lee. Datt inná það í útvarpinu á leiðinni heim í gærkvöldi en ég var búin að gleyma því hvað hann getur verið góður..
En sumarið er svo sannarlega komið, þó að veðrið sýni það ekki alveg þessa dagana.. Fór í snilldar ísbíltúr með Sigríði, Sonju og Signý vinkonu í gær og ég get svarið það, ég hef ekki hlegið svona mikið lengi..! Við kusum að gera prakkarastrik aldarinnar og nánast migum í okkur, bókstaflega, af hlátri
Maður lifir víst bara einu sinni og ég mæli með því að grípa þau augnablik sem verða á vegi ykkar til að framkvæma smá kjánaskap! Það er SVO þess virði eftir á
Annars fékk ég email að utan í morgun og finnst ekkert jafnóþægilegt og svona email.. Minnir mig á það að ég á mig engan vegin sjálf þetta árið. Í því kom fram að ég verð í burtu nánast allan júní.. Og öll plön sem ég vissi af hafa breyst og komin ný í staðin. Grunaði nú samt að ég yrði mikið úti í sumar þar sem ég er búin að fá svo gott frí hérna heima í maí.. En júní verður killer og ég verð svo sannarlega látin vinna fyrir laununum mínum.
Dagskráin er ekkert smá þétt og ég stoppa varla lengur á hverjum stað en tvo daga í senn. Löndin sem ég fer til eru m.a: Wales, England, Skotland, Pólland, Kína (Hong Kong, Shanghai, Sanya), Sviss og Þýskaland.
Planið er svo að ég komi heim þann 29. júni og taki flugið beint til Akureyrar til að mæta galvösk á Landsmót hestamanna sem verður reyndar löngu byrjað þarna Eg verð líka án efa óendanlega þreytt eftir þessa törn úti þannig að ætli ég eyði ekki mestum tíma sofandi inní tjaldvagni..
Annars var ég að koma úr Ísland í bítið þar sem við vorum að ræða Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins sem fer fram í kvöld. Ég mun ræsa hlaupið sem hefst kl. 19 við hús Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíðinni og einnig taka á móti hlaupurunum og veita verðlaun þar sem við á.
Hvet alla til að mæta og taka smá göngu/hlaupatúr, hafið gott af því og styrkið um leið virkilega gott málefni..!
En jæja.. Ætla að fara að gera eitthvað af viti..
-UB
31.5.2006 | 12:41
..Trampólín..
Ja hérna hér.. Þessi litla óvissuferð sem ég skipulagði hefði bara ekki getað heppnast betur, allir í skýjunum með hana og hún verður svo sannarlega einn af viðburðum ársins sem verður rifjaður upp aftur og aftur!
Enn hér kemur ferðasagan..
Laugardagurinn var tekinn snemma, fór á fætur fyrir allar aldir til að allt yrði nú örugglega á hreinu þegar ég mundi sækja skvísurnar. En ég verð að viðurkenna það að skipulagspúkinn í mér tók öll völd þennan dag..!
Ég var búin að fá lánaðann hinn fínasta 7 manna bíl hjá B&L, en fólkið þar er alveg meiriháttar yndislegt og reddaði mér þessum svaka kagga, þar sem við vinkonurnar vorum svo óheppilega margar að við komumst ekki fyrir í 5 manna bílnum mínum.
Um 11 leytið sæki ég þær eina af annarri og þær hafa ekki hugmynd um hvað við erum að fara að gera.. Og að sjálfsögðu gera þær í því að reyna að veiða það upp úr mér! Fyrsta stopp var í Grafarvoginum þar sem ég hafði grafið upp þessa fínustu Jetski leigu sem engin okkar hafði ekki hugmynd um að væri þarna. Við skelltum okkur allar út á sjóinn á þessum tryllitækjum og brostum út að eyrum! Einum of mikið adrenalínkikk þar á bæ
Þaðan lá leiðin beina veginn upp í hesthús í Mosó þar sem við byrjuðum á því að snæða pizzur af bestu list frá besta pizzastað í heimi, Pizzabæ.
Eftir mat var svo allri hersingunni skellt á hestbak á góða og ljúfa hesta sem við Straum vorum búin að smala héðan og þaðan en þægilega og rólega hesta, fyrir óvana, er ekki að finna á hverju strái. Stelpurnar stóðu sig svo eins og hetjur! Riðum alla leið upp í Laxnes og til baka, yfir ár, upp og niður brekkur, alveg stórslysalaust Þær eru nú meiri snillingarnir!!
Eftir reiðtúrinn skutumst við heim í Brúarásinn þar sem skipt var um föt í snarhasti og raðað sér aftur í bílinn. Þá keyrði ég með þær austur á Stokkseyri þar sem við gæddum okkur á dýrindis humarveislu. Þetta var eiginlega OF góður kvöldverður til að reyna að lýsa því hér, en hann var alveg SÚÚPER
Þaðan var svo haldið áfram í austurátt þar sem við eyddum kvöldinu í heitum potti í sveitakyrrðinni og skemmtum okkur stórkostlega vel. Mikið hlegið og mikið trallað, en Olga vinkona vinnur þessa dagana á leikskóla í borginni og hún sá um að kenna okkur þessa helstu söngva sem nauðsynlegt er að kunna Við áttum það reyndar til að breyta textanum nákvæmlega eins og okkur hentaði og voru margir hlutirnir sem við tökum uppá í þessum galsa alveg PRICELESS!!
Stelpurnar spiluðu svo sama leik og ég og komu mér alveg á óvart með svölustu afmælisgjöf allra tíma! Signý og Magga vinkona höfðu þurft að koma á auka bílum þar sem gjöfin var falin og grunaði mig því ekki nokkurn skapaðann hlut.
Afmælisgjöfin í tilefni 22 ára afmælis míns var risa TRAMPÓLÍN og ég táraðist af hlátri þegar þær afhentu mér hana! Hversu svöl gjöf er það!!
Daginn eftir vöknuðum við svo óhemju snemma og tókum til, misduglegar, en á endanum brunuðum við inn á Selfoss í "leftovers" lunch á KFC. Magga hafði skilið bílinn sinn eftir á Selfossi yfir nóttina og að sjálfsögðu var búið að skella á hann spoiler og öllum þessu helstu græjum þegar við komum og náðum í hann
Restinni af deginum eyddum við svo vægast sagt í leftovers stemmningu, enda að kálast úr harðsperrum eftir Jetskiið og hestaferðina.
En eins og ég sagði áður þá hefði ferðin ekki getað verið betur heppnuð og þakka ég það frábærum félagskap!! Vantaði samt þrjár skvísur og var þeirra sárt saknað!
Framundan hjá mér er svo ýmislegt eins og fyrri daginn en ég fer samt ekki aftur út fyrr en eftir viku og þá er ferðinni heitið til Wales..
Annars er ég mest í því að taka á móti bröndurum um hið fræga fall mitt í síðustu viku, en ég held að það sé nokkuð ljóst að ég sé búin að búa til grunninn að einu góðu atriði í áramótaskaupinu
Farið vel með ykkur!
-UB