Færsluflokkur: Kína
25.11.2005 | 00:47
..Smá break down..
Ahh.. Hlaut að koma að því. Er búin að vera í huggunarstarfinu síðan ég kom hingað, langflestar stelpurnar búnar að þjást af heimþrá og vera veikar. Ungfrú Holland lenti meira að segja inn á spítala. En nú var röðin komin að mér..
Fengum að fara í ræktina seinnipartinn í gær. Allt gott og blessað með það en þegar ég kom upp á herbergi aftur gat ég ekki hætt að titra og skalf öll hristist með þvílíkan hjartslátt og svima. Þetta varð til þess að ég brotnaði niður og gat ekki hætt að gráta fyrr en ég hringdi í mams..
Það er búið að taka mikið á að vera hérna og ég hef greinilega byrgt það allt inni.. En það er gott að gráta smá líka, eiginlega bara nauðsynlegt.
Reyndi að fara í kvöldmat, en stelpurnar sáu hvað mér leið illa og fóru með mig aftur inn á herbergi þar sem ég lagðist bara niður og reyndi að koma reglu á andardráttinn. Þær komu svo með mat upp til mín og voru yndislegar eins og venjulega :)
Í gær fórum við líka í smá túristaleik. Fórum að skoða skeljasafn sem er hérna á eyjunni og í "the Butterfly valley" sem er svæði girt með neti á alla kanta og þúsundir fiðrilda fyrir innan. Þetta voru báðir athuglisverðir staðir og fiðrildin mjög flott. En þetta skeljasafn hefði alveg mátt liggja á milli hluta ;)
Í gærkvöldi hópaðist svo allur vinkonu hópurinn sem er ansi stór, eiginlega of stór, 13 stelpur, inn í herbergið mitt þar sem það átti að sýna þáttinn "okkar" sem heitir Vote for me, Northern Europe. Það voru teknir upp svona þættir með öllum 6 heimsálfunum sem verða sýndir um heim allan og eiga að hjálpa fólki að velja sér Miss World.
Veit ekki hvort skjár einn ætlar að sýna þá líka en þið eruð ekkert að missa af einhverju svakalegu ef ekki..
Við vorum skiljanlega að drepast úr stressi yfir þessari frumsýninhgu en vorum allar nokkuð sáttar með útkomuna á endanum. Held að maður geti nú samt aldrei orðið 100% sáttur með sjálfan sig í svona og fannst mér til dæmis fullt að því sem ég var að gera þarna. EN það þýðir ekki að svekkja sig á því, búið að taka þetta upp og byrjað að sýna þetta og ekkert sem við getum gert í því.
Sólin er byrjuð að skína aftur eftir nokkra skýjaða daga. Efast ekki um að mamma verður sátt að heyra það þar sem styttist í komu hennar og Ásgeirs.. :)
En í dag er ekki mikið sem við þurfum að bardúsa. Fáum mjög líklega að fara í sundlaugina og kannnski í ræktina, en ég ætla nú að fara varlega í það þar sem ég æfði ábyggilega aðeins of harkalega í gær, plús það að ég hef ekki verið að borða neitt sérstaklega orkumikla fæðu hérna úti.. :/
Í kvöld er það svo svaka fínn dinner hérna á hótelinu með eiganda hótelsins og Juliu Morley og fleiri merkismönnum þannig að það er eins gott að vera í sínu fínasta pússi :)
Lag dagsins: Songbird (Oasis)
Bestu kveðjur,
Unnur Birna.
Fengum að fara í ræktina seinnipartinn í gær. Allt gott og blessað með það en þegar ég kom upp á herbergi aftur gat ég ekki hætt að titra og skalf öll hristist með þvílíkan hjartslátt og svima. Þetta varð til þess að ég brotnaði niður og gat ekki hætt að gráta fyrr en ég hringdi í mams..
Það er búið að taka mikið á að vera hérna og ég hef greinilega byrgt það allt inni.. En það er gott að gráta smá líka, eiginlega bara nauðsynlegt.
Reyndi að fara í kvöldmat, en stelpurnar sáu hvað mér leið illa og fóru með mig aftur inn á herbergi þar sem ég lagðist bara niður og reyndi að koma reglu á andardráttinn. Þær komu svo með mat upp til mín og voru yndislegar eins og venjulega :)
Í gær fórum við líka í smá túristaleik. Fórum að skoða skeljasafn sem er hérna á eyjunni og í "the Butterfly valley" sem er svæði girt með neti á alla kanta og þúsundir fiðrilda fyrir innan. Þetta voru báðir athuglisverðir staðir og fiðrildin mjög flott. En þetta skeljasafn hefði alveg mátt liggja á milli hluta ;)
Í gærkvöldi hópaðist svo allur vinkonu hópurinn sem er ansi stór, eiginlega of stór, 13 stelpur, inn í herbergið mitt þar sem það átti að sýna þáttinn "okkar" sem heitir Vote for me, Northern Europe. Það voru teknir upp svona þættir með öllum 6 heimsálfunum sem verða sýndir um heim allan og eiga að hjálpa fólki að velja sér Miss World.
Veit ekki hvort skjár einn ætlar að sýna þá líka en þið eruð ekkert að missa af einhverju svakalegu ef ekki..
Við vorum skiljanlega að drepast úr stressi yfir þessari frumsýninhgu en vorum allar nokkuð sáttar með útkomuna á endanum. Held að maður geti nú samt aldrei orðið 100% sáttur með sjálfan sig í svona og fannst mér til dæmis fullt að því sem ég var að gera þarna. EN það þýðir ekki að svekkja sig á því, búið að taka þetta upp og byrjað að sýna þetta og ekkert sem við getum gert í því.
Sólin er byrjuð að skína aftur eftir nokkra skýjaða daga. Efast ekki um að mamma verður sátt að heyra það þar sem styttist í komu hennar og Ásgeirs.. :)
En í dag er ekki mikið sem við þurfum að bardúsa. Fáum mjög líklega að fara í sundlaugina og kannnski í ræktina, en ég ætla nú að fara varlega í það þar sem ég æfði ábyggilega aðeins of harkalega í gær, plús það að ég hef ekki verið að borða neitt sérstaklega orkumikla fæðu hérna úti.. :/
Í kvöld er það svo svaka fínn dinner hérna á hótelinu með eiganda hótelsins og Juliu Morley og fleiri merkismönnum þannig að það er eins gott að vera í sínu fínasta pússi :)
Lag dagsins: Songbird (Oasis)
Bestu kveðjur,
Unnur Birna.



23.11.2005 | 10:21
KEPPNIN VERÐUR SÝND!!
Jæja nú er það orðið opinbert að Miss World 2005 verður sýnd heima á Íslandi!! =) Er vægast sagt í skýjunum því það er svo gott að vita af öllum heima að fylgjast með manni og hvetja mann áfram! :)
Það er Skjár einn sem ætlar að sýna keppnina og ég veit ekki sjálf hvort það er í hádeginu þann 10 des. í beinni útsendingu eða um kvöldið. Vonandi í beinni segi ég nú bara ;)
Og vegna þessa er um að gera að kjósa litla Ísland í netkosningunni því það er það eina sem gildir til að komast í undanúrslitin!!
Það kostar aðeins einn dal að kjósa og dalurinn er í sögulegu lágmarki um þessar mundir ;)
Muna bara að nota þetta "free vote" sem þið fáið EKKI til að kjósa aðra stelpu í N-Evrópu hópnum því þá eruð þið að kjósa samkeppnis aðilann, hehe.. Waste (fyrir þig erna) of money! ;)
Knús og kossar til allra!
Ykkar,
Uns
Það er Skjár einn sem ætlar að sýna keppnina og ég veit ekki sjálf hvort það er í hádeginu þann 10 des. í beinni útsendingu eða um kvöldið. Vonandi í beinni segi ég nú bara ;)
Og vegna þessa er um að gera að kjósa litla Ísland í netkosningunni því það er það eina sem gildir til að komast í undanúrslitin!!
Það kostar aðeins einn dal að kjósa og dalurinn er í sögulegu lágmarki um þessar mundir ;)
Muna bara að nota þetta "free vote" sem þið fáið EKKI til að kjósa aðra stelpu í N-Evrópu hópnum því þá eruð þið að kjósa samkeppnis aðilann, hehe.. Waste (fyrir þig erna) of money! ;)
Knús og kossar til allra!
Ykkar,
Uns
23.11.2005 | 06:56
..Daglegt líf á Sheraton Hótelinu..
Jei..! :) Einhver sniðugur kínverji kom og lagaði tölvuna mína þannig að nú get ég skrifað aftur að vild!
Setti af því tilefni inn myndir í síðustu tvær færslur.. ;)
Nú erum við búnar að koma okkur aftur fyrir hérna í Sanya. Fórum samt varlega í það að taka allt upp úr töskunum aftur því maður veit aldrei hvað kemur upp næst og við gætum þess vegna þurft að pakka i snarhasti og fljúga til Shanghai eða Peking..
Í gærdag fengum við í N-Evrópu hópnum að sofa út.. Langþráður svefn og nauðsynlegur til að vinna upp þreytu síðustu daga.
Það var búið að segja að við værum með frí næstu tvo daga og við því farnar að gera okkur vonir um að komast í ræktina eða sundlaugina en það voru hrienir draumórar.. Æfing með danshöfundum fyrir lokakvöldið allan daginn!
Mér fannst það reyndar bara gaman enda danskennari sjálf og vön að dansa og æfa svona. Við æfðum síðkjólaatriðið sem er loka atriði kvöldsins. Frekar auðvelt, bara ganga um og myndar munstur á sviðinu og svo framvegis. Og svo byrjuðum við aðeins að æfa bikíní atriðið.. OG JÁ! Það er bikíníatriði!! Við höfðum ekki hugmynd um það, enda hafði okkur verið sagt áður en við komum hingað að það yrðu bara innkomur í síðkjólum og þjóðbúningum. EN nei, þá er búið að breyta því og það verða engir þjóðbúningar.. Bara bikíni og síðkjóll..
Var frekar heppin með staðsetningu á sviðinu. Geng fram í miðjunni í mínum hóp og svo var ég sett fremst í dansinum, sem er líklega bara af því að ég var fljót að ná því sem hún var að kenna.. :)
Mörgum af stelpunum fannst sporin rosa erfið og eru búnar að biðja mig um hjálp við að ná þeim. Þannig að það lítur út fyrir það að ég verði með danstíma hérna á göngunum næstu 3 vikurnar ;)
Annars finnur maður að andrúmsloftið hjá stelpunum öllum hefur aðeins breyst eftir að við komum aftur enda styttist í stóra kvöldið. Tvær og hálf vika..
Og JÁ "the bitching has started". Sem allir voru ábyggilega að bíða eftir að heyra um. Það hafa orðið nokkrir árekstar og sumar af stelpunum sem eru herbergisfélagar kemur bara alls ekki saman. Ég var rosalega heppin með herbergisfélaga og við Trine erum mjög samheldnar og pössum upp á hvor aðra. Erum búnar að ákveða að reyna að standa fyrir utan öll rifrildi og skipta okkur ekki af. Við höfum okkar skoðanir á stelpunum en höldum þeim útaf fyrir okkur og ræðum þær í mesta lagi okkar á milli. Hef enga nennu í að eyða tíma mínum og orku hér í einhver leiðindi.
Það er líka mikið byrjað að ræða úrslitin og Miss Philippines er algjörlega að fara að taka þessa keppni að flestra mati. Hún á það líka alveg skilið. OFSALEGA falleg, og næs við held ég alla. Hún veit nú samt alveg af sér en það er líka bara allt í lagi.. :)
Ég persónulega vona allavega að hún eða Miss Costa Rica vinni. Fleiri sem eiga séns í kórónuna eru Miss Italy, Miss Namibia og Miss Puerto Rico og verð ég að segja í hreinskilni að mér finnst þær ekki eiga það skilið. Alltof mikið "show-off" í gangi hjá þeim.
Annars er aðal internetsíðan í þessum fegurðarsamkeppnaheimi www.globalbeauties.com og þar er fylgst rosa náið með öllu sem við gerum og slúðrað og pælt í úrslitunum.
Eins og er sit ég út á svölum á herberginu mínu. Var að koma úr sjónvarpsviðatli við kínverska sjónvarpsstöð sem var SPES því þulurinn talaði varla ensku, hehe.. En framundan í dag er önnur æfing fyrir lokakvöldið.
Vona svo innilega að við fáum frí í kvöld því ég þarf að fara að spasla aðeins upp á útlitið. Húðin mín farin að mótmæla öllum þessum farða þannig að ég helda að maski sem málið og svo eru neglurnar farnar að vera sjúskaðar og augabrúnirnar upplitaðar. Tala nú ekki um hvad húðin á mér er orðin ljós!! Held ég hafi aldrei verið svona hvít enda fáum við sama og ekkert að fara út og sólinn aðeins á svölunum okkur bara snemma á morgnanna þegar við erum í fasta svefni. Þarf að kíkja aðeins á hvernig brúnkukremin sem ég er með virka sem verður athyglisvert þar sem ég held að ég hafi sirka einu sinni á ævinni prófað svoleiðis..! Þannig að eins og þið heyrið stefnir allt í allsherjar lagfæringu í kvöld! ;)
Þanngað til næst.. Hafið það sem best og allir sem eru að lesa undir próf.. GANGI YKKUR VEL! :)
Lag dagsins: Cannonball (Damien Rice)
-UB
Setti af því tilefni inn myndir í síðustu tvær færslur.. ;)
Nú erum við búnar að koma okkur aftur fyrir hérna í Sanya. Fórum samt varlega í það að taka allt upp úr töskunum aftur því maður veit aldrei hvað kemur upp næst og við gætum þess vegna þurft að pakka i snarhasti og fljúga til Shanghai eða Peking..
Í gærdag fengum við í N-Evrópu hópnum að sofa út.. Langþráður svefn og nauðsynlegur til að vinna upp þreytu síðustu daga.
Það var búið að segja að við værum með frí næstu tvo daga og við því farnar að gera okkur vonir um að komast í ræktina eða sundlaugina en það voru hrienir draumórar.. Æfing með danshöfundum fyrir lokakvöldið allan daginn!
Mér fannst það reyndar bara gaman enda danskennari sjálf og vön að dansa og æfa svona. Við æfðum síðkjólaatriðið sem er loka atriði kvöldsins. Frekar auðvelt, bara ganga um og myndar munstur á sviðinu og svo framvegis. Og svo byrjuðum við aðeins að æfa bikíní atriðið.. OG JÁ! Það er bikíníatriði!! Við höfðum ekki hugmynd um það, enda hafði okkur verið sagt áður en við komum hingað að það yrðu bara innkomur í síðkjólum og þjóðbúningum. EN nei, þá er búið að breyta því og það verða engir þjóðbúningar.. Bara bikíni og síðkjóll..
Var frekar heppin með staðsetningu á sviðinu. Geng fram í miðjunni í mínum hóp og svo var ég sett fremst í dansinum, sem er líklega bara af því að ég var fljót að ná því sem hún var að kenna.. :)
Mörgum af stelpunum fannst sporin rosa erfið og eru búnar að biðja mig um hjálp við að ná þeim. Þannig að það lítur út fyrir það að ég verði með danstíma hérna á göngunum næstu 3 vikurnar ;)
Annars finnur maður að andrúmsloftið hjá stelpunum öllum hefur aðeins breyst eftir að við komum aftur enda styttist í stóra kvöldið. Tvær og hálf vika..
Og JÁ "the bitching has started". Sem allir voru ábyggilega að bíða eftir að heyra um. Það hafa orðið nokkrir árekstar og sumar af stelpunum sem eru herbergisfélagar kemur bara alls ekki saman. Ég var rosalega heppin með herbergisfélaga og við Trine erum mjög samheldnar og pössum upp á hvor aðra. Erum búnar að ákveða að reyna að standa fyrir utan öll rifrildi og skipta okkur ekki af. Við höfum okkar skoðanir á stelpunum en höldum þeim útaf fyrir okkur og ræðum þær í mesta lagi okkar á milli. Hef enga nennu í að eyða tíma mínum og orku hér í einhver leiðindi.
Það er líka mikið byrjað að ræða úrslitin og Miss Philippines er algjörlega að fara að taka þessa keppni að flestra mati. Hún á það líka alveg skilið. OFSALEGA falleg, og næs við held ég alla. Hún veit nú samt alveg af sér en það er líka bara allt í lagi.. :)
Ég persónulega vona allavega að hún eða Miss Costa Rica vinni. Fleiri sem eiga séns í kórónuna eru Miss Italy, Miss Namibia og Miss Puerto Rico og verð ég að segja í hreinskilni að mér finnst þær ekki eiga það skilið. Alltof mikið "show-off" í gangi hjá þeim.
Annars er aðal internetsíðan í þessum fegurðarsamkeppnaheimi www.globalbeauties.com og þar er fylgst rosa náið með öllu sem við gerum og slúðrað og pælt í úrslitunum.
Eins og er sit ég út á svölum á herberginu mínu. Var að koma úr sjónvarpsviðatli við kínverska sjónvarpsstöð sem var SPES því þulurinn talaði varla ensku, hehe.. En framundan í dag er önnur æfing fyrir lokakvöldið.
Vona svo innilega að við fáum frí í kvöld því ég þarf að fara að spasla aðeins upp á útlitið. Húðin mín farin að mótmæla öllum þessum farða þannig að ég helda að maski sem málið og svo eru neglurnar farnar að vera sjúskaðar og augabrúnirnar upplitaðar. Tala nú ekki um hvad húðin á mér er orðin ljós!! Held ég hafi aldrei verið svona hvít enda fáum við sama og ekkert að fara út og sólinn aðeins á svölunum okkur bara snemma á morgnanna þegar við erum í fasta svefni. Þarf að kíkja aðeins á hvernig brúnkukremin sem ég er með virka sem verður athyglisvert þar sem ég held að ég hafi sirka einu sinni á ævinni prófað svoleiðis..! Þannig að eins og þið heyrið stefnir allt í allsherjar lagfæringu í kvöld! ;)
Þanngað til næst.. Hafið það sem best og allir sem eru að lesa undir próf.. GANGI YKKUR VEL! :)
Lag dagsins: Cannonball (Damien Rice)
-UB


22.11.2005 | 01:58
Whenzou -Verslunarferd og franskar i kvoldmat
Fjorda og sidasta daginn okkar i Wenzhou var svo buid ad lofa okkur verslunarferd. En thad er vist ædislegt ad versla herna i Kina, odyrt og mikid og skemmtilegt urval af vorum.
En thessi verslunarferd okkar, ef hægt er ad kalla, var eiginlega bara half hlægileg..
Vid keyrdum endalaust lengi, stoppudum svo bara i tveimur verksmidjum, halftima i senn og a badum stodum bidu okkar hundrudir manna, raudur dregill, ljosmyndarar og svo frv. og svo frv.. Og i fyrsta stoppi var thad sko og toskubud sem vid mattum versla i og i thvi seinna bud sem seldi KVEIKJARA! Hafidi heyrt thad kjanalegra. Miss World og keppendur sem eiga ad vera fyrirmyndir i heilbrigdu liferni sendir i kveikjarabud thar sem var ekki talad um annad en vindla og sigarettur og hvernig ætti ad kveikja i theim med thessum og hinum kveikjurunum. Stod svolitid a gati verd eg ad vidurkenna..
Thessi litla verslunarferd okkar tok allan daginn vegna keyrslu og svo var thad svo kvoldmatur a hotelinu u leiå og vid komum heim. Thar vard uppi fotur og fit af kæti thvi vid fengum franskar i kvoldmat!! ;)
Eftir mat brunudum vid svo upp a flugvoll og flugum aftur til Sanya og vorum komin hingad um midnætti i gærkvoldi. Herna beid okkar snarl, samlokur og avextir og mikil gledi rikti i loftinu hja okkur stelpnum enda gædamunurinn gifulegur a hotelunum sem vid erum bunar ad dvelja a og yndislegt ad komast hingad aftur og i goda sturtu med godum sturtuhaus en ekki dropateljara (veist hvad eg meina pabbi! ;)
Eg og trine kikyum sidan adiens a sukkuladid i minibarnum, em vid erum nybunar ad uppgotva (sem er SLÆMT) og horfdum einn OC thatt eda svo adur en vid lognudumst ut af ;)
I dag thridjudag, er ekki mikid um plon hja okkur i Nordur-Evropu hopnum enda var sidasta vika halfgerd gedveiki. Vid erum bunar med flestar myndatokur og vonumt thvi til ad geta farid i søolbad, sundlaugina eda ef til vill i ræktina eitthvad i thessari viku. Getum allavega latid okkur dreyma og haldid i VONINA, skadar ekki :)
En talandi um ræktina tha hef eg ekki getad hreyft mig nokkurn skapadan hlut sidan eg kom. Slappleiki i vodvunum adeins farinn ad segja til sin en eg thakka honum Sigurthori einkathjalfara nidri Laugum fyrir ad thad er ekki meira en thad. Hann sa svo sannarlega um ad koma mer i formid fyrir thessa ferd hingad, thannig ad ef ykkur vantar ad komast i kjolinn fyrir jolin eda bara lida betur almennt tha mæli eg eindregid med thessum unga manni. Hann er med thetta allt a hreinu, einstaklega metnadarfullur og hjalpadi mer mikid. Ef thid hafid ahuga tha veit eg ad thad voru ad losna orair timar hja honum. Sigurthor: 6624615
Bjallid i hann! Ekki seinna vænna, manudur til jola! ;)
En jæja, ætla ad reyna ad fara ad laga tolvuna mina :/ Ansans vandrædi..
Lag dagsins: Vonin Blid (Bubbi)
Saknadarkvedjur,
Uns.
En thessi verslunarferd okkar, ef hægt er ad kalla, var eiginlega bara half hlægileg..
Vid keyrdum endalaust lengi, stoppudum svo bara i tveimur verksmidjum, halftima i senn og a badum stodum bidu okkar hundrudir manna, raudur dregill, ljosmyndarar og svo frv. og svo frv.. Og i fyrsta stoppi var thad sko og toskubud sem vid mattum versla i og i thvi seinna bud sem seldi KVEIKJARA! Hafidi heyrt thad kjanalegra. Miss World og keppendur sem eiga ad vera fyrirmyndir i heilbrigdu liferni sendir i kveikjarabud thar sem var ekki talad um annad en vindla og sigarettur og hvernig ætti ad kveikja i theim med thessum og hinum kveikjurunum. Stod svolitid a gati verd eg ad vidurkenna..
Thessi litla verslunarferd okkar tok allan daginn vegna keyrslu og svo var thad svo kvoldmatur a hotelinu u leiå og vid komum heim. Thar vard uppi fotur og fit af kæti thvi vid fengum franskar i kvoldmat!! ;)
Eftir mat brunudum vid svo upp a flugvoll og flugum aftur til Sanya og vorum komin hingad um midnætti i gærkvoldi. Herna beid okkar snarl, samlokur og avextir og mikil gledi rikti i loftinu hja okkur stelpnum enda gædamunurinn gifulegur a hotelunum sem vid erum bunar ad dvelja a og yndislegt ad komast hingad aftur og i goda sturtu med godum sturtuhaus en ekki dropateljara (veist hvad eg meina pabbi! ;)
Eg og trine kikyum sidan adiens a sukkuladid i minibarnum, em vid erum nybunar ad uppgotva (sem er SLÆMT) og horfdum einn OC thatt eda svo adur en vid lognudumst ut af ;)
I dag thridjudag, er ekki mikid um plon hja okkur i Nordur-Evropu hopnum enda var sidasta vika halfgerd gedveiki. Vid erum bunar med flestar myndatokur og vonumt thvi til ad geta farid i søolbad, sundlaugina eda ef til vill i ræktina eitthvad i thessari viku. Getum allavega latid okkur dreyma og haldid i VONINA, skadar ekki :)
En talandi um ræktina tha hef eg ekki getad hreyft mig nokkurn skapadan hlut sidan eg kom. Slappleiki i vodvunum adeins farinn ad segja til sin en eg thakka honum Sigurthori einkathjalfara nidri Laugum fyrir ad thad er ekki meira en thad. Hann sa svo sannarlega um ad koma mer i formid fyrir thessa ferd hingad, thannig ad ef ykkur vantar ad komast i kjolinn fyrir jolin eda bara lida betur almennt tha mæli eg eindregid med thessum unga manni. Hann er med thetta allt a hreinu, einstaklega metnadarfullur og hjalpadi mer mikid. Ef thid hafid ahuga tha veit eg ad thad voru ad losna orair timar hja honum. Sigurthor: 6624615
Bjallid i hann! Ekki seinna vænna, manudur til jola! ;)
En jæja, ætla ad reyna ad fara ad laga tolvuna mina :/ Ansans vandrædi..
Lag dagsins: Vonin Blid (Bubbi)
Saknadarkvedjur,
Uns.


22.11.2005 | 01:21
Whenzhou -Hæfileikakeppnin
Eg vil byrja a thvi ad bidjast afsokunnar a stofunum sem eg tharf liklega ad nota hedan i fra. Tolvunni minni slo ut og hun kveikir ekki a ser aftur og thvi neydist eg til ad skrifa i tolvunni hennar Trine. Thad thydir thvi midur færri færslur thvi hun er alltaf ad nota tolvuna syna :(
En aftur ad Wenzhou.
Kvoldid adur en vid forum ad sofa fyrir thridja daginn okkar thar, grunadi okkur ekki hvad koma skyldi.
Okkur hafdi verid sagt ad morgunmaturinn yrdi milli 9-10, æfing fyrir hæfileikakeppnina kl.11, hæfileikakeppnin sjalf kl. 3 og svo gala kvoldverdur eftir thad.
Vid vitum ekki betur fyrr en vid erum vaktar med latum kl. 6 og sagt ad vera tilbunar med fot, buning fyrir hæfileikakeppnina, sidkjol, snyrtidot, skart, sko og allt sem vid thurftum fyirr ALLAN daginn, thvi vid kæmum ekkert aftur inn a hotel fyrr en seint um kvoldid! Vid fengum halftima til ad pakka ollu nidur og gera okkur tilbunar fyrir morgunmat (sem thydir full fordun og har midad vid thessar piur sem eru herna )
Okkur Trine tokst thetta med naumindum og vorum mættar med allt okkar hafurtask i morgunmat a rettum tima. Eftir thad satum vid svo undir 3 tima æfingu og eftir thad tveggja tima rutuferd thangad sem keppnin var haldin.
Thad komu um 3000 manns ad horfa a okkur og i domnefnd voru m.a. bæjartjori Wenchou, Julia Morley eigandi keppninnar og ungfru heimur 2004.
65 stelpur af 103 toku thatt og thar af leidandi tok keppnin hatt i 4 tima. Eg endadi i thridja sæti i minum flokki og i topp 10 i heildina og var kollud upp a svid og allt til ad hneigja mig aftur :) Get ekki annad en verid anægd med thad enda songfuglar og hljodfæraleikarar i fyrstu sætunum.
Atridid mitt var hins vegar adeins of roff fyrir thessa keppni ad minu mati. Notadi nefnilega m.a Prodigy og funk lag i atridinu og tho svo ad eg hafi fengid mikid hros fyrir dansinn og fyrir ad vera odruvisi tha hefdi liklega verid meira vid hæfi ad klædast hvitum kjol og dansa ballett vid Titanic lagid. Gerist ekki meiri klisja, enda Miss World hehe.. ;)
Svo var thad bara einn tveir og tiu i sidkjolana og gera sig til a 10 minotum og beint i matarbod a hoteli tharna rett hja. Thad versta vid thessi matarbod er ad vid verdum alltaf ad sitja inn a milli kinverjanna sem eru ad sjalfsogdu einstaklega uppathrengjandi og lata mann ekki i fridi allan timann me dsynar myndatokur og spurningar :/ Thetta kvold satum vid tvær saman a bordi, eg og Helene Miss Norway,med 7 kinverjum sem voru ad gera okkur gedveikar..! Og svo er maturinn her adeins til ad bæta grau ofan a svart. Endalausir fiskrettir sem lyktudu af tafylu og brogdudust eins uldinn sokkur. Og thad eru ekki bara vid sem erum einhverjir matargikkir (veit hvad thu ert ad hugs mamma ;) Engar af stelpunum hafa getad bordad almennilega og var afleiding thess ad thad leid yfir eina okkar i midju matarbodinu.. Thad er nu reyndar eitthvad sem vid ættum ad venjast thvi thad gerist vist æ oftar fyrir stelpurnar sem nær dregur lokakvoldinu.
Eftir matinn var thad sidan tveggja tima rutuferd til baka og get eg sagt thad ad eg hef fengid mig fullsadda af RUTUM enda buin ad lifa i theim sidan eg kom hingad.
Vid rotudumst sidan um leid og vid komumst inn a herbergi og fengum ad sofa til 9 daginn eftir :)
Lag dagsins: "Only The best I ever had"
Bestu kvedjur,
UB.
En aftur ad Wenzhou.
Kvoldid adur en vid forum ad sofa fyrir thridja daginn okkar thar, grunadi okkur ekki hvad koma skyldi.
Okkur hafdi verid sagt ad morgunmaturinn yrdi milli 9-10, æfing fyrir hæfileikakeppnina kl.11, hæfileikakeppnin sjalf kl. 3 og svo gala kvoldverdur eftir thad.
Vid vitum ekki betur fyrr en vid erum vaktar med latum kl. 6 og sagt ad vera tilbunar med fot, buning fyrir hæfileikakeppnina, sidkjol, snyrtidot, skart, sko og allt sem vid thurftum fyirr ALLAN daginn, thvi vid kæmum ekkert aftur inn a hotel fyrr en seint um kvoldid! Vid fengum halftima til ad pakka ollu nidur og gera okkur tilbunar fyrir morgunmat (sem thydir full fordun og har midad vid thessar piur sem eru herna )
Okkur Trine tokst thetta med naumindum og vorum mættar med allt okkar hafurtask i morgunmat a rettum tima. Eftir thad satum vid svo undir 3 tima æfingu og eftir thad tveggja tima rutuferd thangad sem keppnin var haldin.
Thad komu um 3000 manns ad horfa a okkur og i domnefnd voru m.a. bæjartjori Wenchou, Julia Morley eigandi keppninnar og ungfru heimur 2004.
65 stelpur af 103 toku thatt og thar af leidandi tok keppnin hatt i 4 tima. Eg endadi i thridja sæti i minum flokki og i topp 10 i heildina og var kollud upp a svid og allt til ad hneigja mig aftur :) Get ekki annad en verid anægd med thad enda songfuglar og hljodfæraleikarar i fyrstu sætunum.
Atridid mitt var hins vegar adeins of roff fyrir thessa keppni ad minu mati. Notadi nefnilega m.a Prodigy og funk lag i atridinu og tho svo ad eg hafi fengid mikid hros fyrir dansinn og fyrir ad vera odruvisi tha hefdi liklega verid meira vid hæfi ad klædast hvitum kjol og dansa ballett vid Titanic lagid. Gerist ekki meiri klisja, enda Miss World hehe.. ;)
Svo var thad bara einn tveir og tiu i sidkjolana og gera sig til a 10 minotum og beint i matarbod a hoteli tharna rett hja. Thad versta vid thessi matarbod er ad vid verdum alltaf ad sitja inn a milli kinverjanna sem eru ad sjalfsogdu einstaklega uppathrengjandi og lata mann ekki i fridi allan timann me dsynar myndatokur og spurningar :/ Thetta kvold satum vid tvær saman a bordi, eg og Helene Miss Norway,med 7 kinverjum sem voru ad gera okkur gedveikar..! Og svo er maturinn her adeins til ad bæta grau ofan a svart. Endalausir fiskrettir sem lyktudu af tafylu og brogdudust eins uldinn sokkur. Og thad eru ekki bara vid sem erum einhverjir matargikkir (veit hvad thu ert ad hugs mamma ;) Engar af stelpunum hafa getad bordad almennilega og var afleiding thess ad thad leid yfir eina okkar i midju matarbodinu.. Thad er nu reyndar eitthvad sem vid ættum ad venjast thvi thad gerist vist æ oftar fyrir stelpurnar sem nær dregur lokakvoldinu.
Eftir matinn var thad sidan tveggja tima rutuferd til baka og get eg sagt thad ad eg hef fengid mig fullsadda af RUTUM enda buin ad lifa i theim sidan eg kom hingad.
Vid rotudumst sidan um leid og vid komumst inn a herbergi og fengum ad sofa til 9 daginn eftir :)
Lag dagsins: "Only The best I ever had"
Bestu kvedjur,
UB.




19.11.2005 | 13:54
Wenzhou -Framhald
Í morgun vöknuðum við svo eldsnemma og ennþá dauðþreyttar. Fannst eins og ég hefði ekki sofið nema í tvær mínútur þegar vekjaraklukkan hringdi kl.6.30 en það var svengdin sem dreif mig á fætur! Maturinn kvöldinu áður hafði eiginlega bara verið algjör brandari og ég held að það eina sem ég hafi getað borðað voru nokkrir melónubitar og sömu sögu var að segja með hinar stelpurnar. Stórfurðulegur matur vægast sagt.
Við áttum að vera tilbúnar í kokteilkjólum með hár og make up kl 7.45 en beint eftir morgunmat vorum við að fara að vera brúðarmeyjar í mörgum, mörgum brúðkaupum hér í Wenzhou.. Ég fór í uppáhaldskjólinn minn ? Gamlan bleikan kjól af ömmu Gull sem við mamma fundum þegar við vorum að gramsa í fataskápum fyrir ferðina. Hann var mjög vel við hæfi og þetta var virkilega falleg athöfn. Öll brúðhjónin voru gift á sama stað og vorum við þeim til halds og trausts og gáfum þeim blóm og gjafir í tilefni dagsins. Það eina sem var hægt að finna að var kuldinn. Þetta var allt haldið utandyra og við á pinnahælunum og stuttum kjólum. Ekki alveg að gera sig, enda allar orðnar kvefaðar og komnar undir teppi með heitt te :)
Eftir brúðkaupsathöfnina fórum við upp á hótel í hádegismat og svo að skipta um föt enn einu sinni. Í þetta skiptið var það reyndar bara þægilegt. LÁGBOTNA skór, gallabuxur og peysa því við vorum að fara í skoðunarferð og smá fjallgöngu seinnipartinn. Hins vegar kom á daginn að þangað sem við vorum að fara var tveggja tíma keyrsla! Stopp í ekki nema tæpan hálftíma, skrifaðar nokkrar eiginhandaráritanir á vegg, nokkrar myndir teknar og svo skoðuðum við klettabjörg sem minntu reyndar ansi mikið á Ísland. Síðan bara aftur upp í rútu og tveggja tima keyrsla tilbaka. Veit ekki alveg með tilganginn en þetta var smá tímaeyðsla mundi ég segja og maður verður heldur betur þreyttur á að sitja í rútu í 4 tíma :/ En það þýðir víst ekkert að kvarta, hefur ekkert upp á sig.. Það skoplega við þessa rútuferð var samt sem áður það að við keyrðum í forgangsakstri og með lögreglufylgd allan tímann. Lengsti "forgangur" eins það er kallað í löggunni heima (hehe) allra tíma tíma ;)
Enn.. Kominn tími til að henda sér í bælið, langur dagur á morgun eins og vanalega, æfingar, hæfileikakeppnin sjálf og galadinner..
Get svo eiginlega ekki beðið þangað til Mamma kemur út en það eru núna um jah..17 dagar :)
Lag dagsins: Sometimes u cant make it on your own (U2)
-Uns :)
Við áttum að vera tilbúnar í kokteilkjólum með hár og make up kl 7.45 en beint eftir morgunmat vorum við að fara að vera brúðarmeyjar í mörgum, mörgum brúðkaupum hér í Wenzhou.. Ég fór í uppáhaldskjólinn minn ? Gamlan bleikan kjól af ömmu Gull sem við mamma fundum þegar við vorum að gramsa í fataskápum fyrir ferðina. Hann var mjög vel við hæfi og þetta var virkilega falleg athöfn. Öll brúðhjónin voru gift á sama stað og vorum við þeim til halds og trausts og gáfum þeim blóm og gjafir í tilefni dagsins. Það eina sem var hægt að finna að var kuldinn. Þetta var allt haldið utandyra og við á pinnahælunum og stuttum kjólum. Ekki alveg að gera sig, enda allar orðnar kvefaðar og komnar undir teppi með heitt te :)
Eftir brúðkaupsathöfnina fórum við upp á hótel í hádegismat og svo að skipta um föt enn einu sinni. Í þetta skiptið var það reyndar bara þægilegt. LÁGBOTNA skór, gallabuxur og peysa því við vorum að fara í skoðunarferð og smá fjallgöngu seinnipartinn. Hins vegar kom á daginn að þangað sem við vorum að fara var tveggja tíma keyrsla! Stopp í ekki nema tæpan hálftíma, skrifaðar nokkrar eiginhandaráritanir á vegg, nokkrar myndir teknar og svo skoðuðum við klettabjörg sem minntu reyndar ansi mikið á Ísland. Síðan bara aftur upp í rútu og tveggja tima keyrsla tilbaka. Veit ekki alveg með tilganginn en þetta var smá tímaeyðsla mundi ég segja og maður verður heldur betur þreyttur á að sitja í rútu í 4 tíma :/ En það þýðir víst ekkert að kvarta, hefur ekkert upp á sig.. Það skoplega við þessa rútuferð var samt sem áður það að við keyrðum í forgangsakstri og með lögreglufylgd allan tímann. Lengsti "forgangur" eins það er kallað í löggunni heima (hehe) allra tíma tíma ;)
Enn.. Kominn tími til að henda sér í bælið, langur dagur á morgun eins og vanalega, æfingar, hæfileikakeppnin sjálf og galadinner..
Get svo eiginlega ekki beðið þangað til Mamma kemur út en það eru núna um jah..17 dagar :)
Lag dagsins: Sometimes u cant make it on your own (U2)
-Uns :)





19.11.2005 | 13:34
Wenzhou -Ferðasaga
Var að koma inn á hótelherbergi hérna á ágætis hóteli (að mínu mati) í borginni Wenzhou í Kína og get ég loksins lagst upp í rúm og slappað aðeins af eftir tvo langa daga.
Vöknuðum 6 í gærmorgun til að klára að pakka og gera okkur til fyrir flugið. Það var leigð flugvél undir hópinn og flugið sjálft tók 3 tíma. Ég sat við hliðina á Miss Costa Rica á leiðinni sem er virkilega fín stelpa og margir halda fram að muni verða næsta Miss World, en ég er fyllilega sammála. Hún er rosa sæt og flott stelpa og laus við alla divu stæla og mundi eiga það innilega skilið. En það er kannski of snemmt að fara að spá í úrslitin núna, ennþá þrjár vikur í stóra kvöldið..
Aftur að ferðasögunni. Við lentum hérna í Wenzhou um 2 leytið og heljarinnar móttökunefnd tók á móti okkur enda sjálf Miss World 2004 með í flugvélinni. Okkur var ýtt beint upp í rútur sem fóru með okkur niðrí miðbæ þar sem beið okkar mikill fólksfjöldi. Þar skiptum við um farartæki og fórum upp í fullt af bílum sem voru allir með topplúgu. Við áttum svo að standa hálfar upp úr lúgunni og keyrt var með okkur um borgina í skrúðgöngu þar sem þúsundir manna biðu okkar.
Eftir skrúðgönguna fengum við að fara hérna upp á hótelherbergi og skipta um föt fyrir svaka flottan gala dinner sem var um kvöldið. Við áttum að fara í okkar fínasta púss og valdi ég Spaks manns spjara dressið hennar mömmu og var, að ég held allavega, voða fín ;)
Í matnum var svo uppboð til góðgerðarmála þar sem boðnar voru upp gjafir sem við stelpurnar komum með, hver frá sýnu heimalandi. Ég kom með listaverk eftir íslensku listakonuna Koggu. Egg snjófuglsins heitir það og er virkilega fallegt.
Við sátum svo þarna yfir matnum og uppboðinu eitthvað fram eftir en ég viðurkenni það fúslega að ég var að hníga niður af þreytu eftir daginn. Höfðum vaknað eldsnemma, farið í langt flug, skrúðgöngu og ég veit ekki hvað og hvað.. Þannig að það var erfitt að halda brosinu, enda sofnaði ég um leið og ég lagðist á koddann með Ipodinn minn.
Hótelið sem við erum á er ágætt. Ekkert flott miðað við hitt hótelið en samt í góðu lagi og þakka ég bara fyrir á meðan við erum með venjuleg salerni en ekki bara skálina sjálfa á gólfinu eins og á svo mörgum stöðum sem við höfum heimsótt hérna úti. Mörgum af stelpunum finnst reyndar allt ómögulegt hérna. Hótlið hræðilegt og eru svo að drepast úr kulda allan daginn því að hitastigið hérna er allt annað en í Sanya. Hérna eru svona 10-15 gráður, bara eins og heima á góðum degi og því líður mér bara vel hér. Gott að geta andað að sér örlítið kaldara og ferskara lofti.
Þessi borg ern samt mjög sorgleg á að líta. Það er held ég eina orðið sem lýsir henni. Hérna er mikil, mikil fátækt og fólkið býr hrörlega. Erum að sjá alveg allt aðra hlið á Kína en á hinum staðnum en þar er allt í fullum blóma. Það er líka held ég tilgangurinn hjá Juliu Morley sem er eigandi keppninnar, að sýna okkur allar hliðar :)
Segjum þetta gott í bili.
Bestu kveðjur,
Unnur Birna.
Vöknuðum 6 í gærmorgun til að klára að pakka og gera okkur til fyrir flugið. Það var leigð flugvél undir hópinn og flugið sjálft tók 3 tíma. Ég sat við hliðina á Miss Costa Rica á leiðinni sem er virkilega fín stelpa og margir halda fram að muni verða næsta Miss World, en ég er fyllilega sammála. Hún er rosa sæt og flott stelpa og laus við alla divu stæla og mundi eiga það innilega skilið. En það er kannski of snemmt að fara að spá í úrslitin núna, ennþá þrjár vikur í stóra kvöldið..
Aftur að ferðasögunni. Við lentum hérna í Wenzhou um 2 leytið og heljarinnar móttökunefnd tók á móti okkur enda sjálf Miss World 2004 með í flugvélinni. Okkur var ýtt beint upp í rútur sem fóru með okkur niðrí miðbæ þar sem beið okkar mikill fólksfjöldi. Þar skiptum við um farartæki og fórum upp í fullt af bílum sem voru allir með topplúgu. Við áttum svo að standa hálfar upp úr lúgunni og keyrt var með okkur um borgina í skrúðgöngu þar sem þúsundir manna biðu okkar.
Eftir skrúðgönguna fengum við að fara hérna upp á hótelherbergi og skipta um föt fyrir svaka flottan gala dinner sem var um kvöldið. Við áttum að fara í okkar fínasta púss og valdi ég Spaks manns spjara dressið hennar mömmu og var, að ég held allavega, voða fín ;)
Í matnum var svo uppboð til góðgerðarmála þar sem boðnar voru upp gjafir sem við stelpurnar komum með, hver frá sýnu heimalandi. Ég kom með listaverk eftir íslensku listakonuna Koggu. Egg snjófuglsins heitir það og er virkilega fallegt.
Við sátum svo þarna yfir matnum og uppboðinu eitthvað fram eftir en ég viðurkenni það fúslega að ég var að hníga niður af þreytu eftir daginn. Höfðum vaknað eldsnemma, farið í langt flug, skrúðgöngu og ég veit ekki hvað og hvað.. Þannig að það var erfitt að halda brosinu, enda sofnaði ég um leið og ég lagðist á koddann með Ipodinn minn.
Hótelið sem við erum á er ágætt. Ekkert flott miðað við hitt hótelið en samt í góðu lagi og þakka ég bara fyrir á meðan við erum með venjuleg salerni en ekki bara skálina sjálfa á gólfinu eins og á svo mörgum stöðum sem við höfum heimsótt hérna úti. Mörgum af stelpunum finnst reyndar allt ómögulegt hérna. Hótlið hræðilegt og eru svo að drepast úr kulda allan daginn því að hitastigið hérna er allt annað en í Sanya. Hérna eru svona 10-15 gráður, bara eins og heima á góðum degi og því líður mér bara vel hér. Gott að geta andað að sér örlítið kaldara og ferskara lofti.
Þessi borg ern samt mjög sorgleg á að líta. Það er held ég eina orðið sem lýsir henni. Hérna er mikil, mikil fátækt og fólkið býr hrörlega. Erum að sjá alveg allt aðra hlið á Kína en á hinum staðnum en þar er allt í fullum blóma. Það er líka held ég tilgangurinn hjá Juliu Morley sem er eigandi keppninnar, að sýna okkur allar hliðar :)
Segjum þetta gott í bili.
Bestu kveðjur,
Unnur Birna.





17.11.2005 | 22:55
..Á leið í ferðalag..
Sit hérna út á svölum á herberginu mínu að hlusta á U2. Klukkan er 6 að morgni og ég er að bíða eftir morgunmat sem byrjar 7. Vorum vaktar klukkan 6 því við erum að fara út á flugvöll innan skamms á smá ferðalag hérna innanlands í Kína.
Síðustu dagar eru búinir að vera erfiðir. Það er verið að reyna á þolinmæðina í okkur alveg til hins ýtrasta með að því virðist skipulagsleysi og tímaskorti. En ég held að það sé bara verið að prófa okkur. Hvernig við bregðumst við undir pressu og það eru ansi margar sem hafa brotnað saman og meðal annars er ungfrú Finnland farin heim, litla greyið :/
En ég held að ég hafi alveg náð að standast prófið hingað til. Viðurkenni samt fúslega að ég var alveg búin á því í fyrrinótt þegar við fengum 3 tima svefn vitandi það að við yrðum í myndatökum ALLAN daginn eftir. En svona er þetta bara..!
Ástæðan fyrir því að ég sit hérna út á svölum er sú að mér datt í hug að reyna að sjá sólarupprásina svona einu sinni í rólegheitum. Sé glitta í hana við sjóndeildarhringinn og efast ekki um að sólarupprás í svona paradís sé heldur betur tilkomu mikil :)
En eins og áður sagði vorum við í myndatökum í allan gærdag bæði video upptökum og venjulegum myndatökum. Allar myndatökurnar fara fram á bikíní og eru flestar fyrir kynningarþætti hverrar heimsálfu verða seldir til sjónvarpstöðvanna með keppninni sjálfri. Þeir heita "Vote for me Miss Northern Europe"/ Miss Southern Europe o.s.frv.
Mjög skemmtileg útfærsla á þessu öllu saman og ég hvet ykkur til að þrýsta á Skjá Einn að sýna keppnina og allavega einn kynningarþátt heima á fróni. Keppnin sjálf er í hádeginu laugardaginn 10.des. Hvað er betra en að sofa út á laugardagsmorgni og leggjast upp í sófa og horfa á Ungfrú Heim..! :)
En ég ætla að fara að hafa mig til.. Er bara í hótelsloppnum og hótelinniskónnum hérna, nývöknuð. Ekkert rosalega smart! ;)
Veit ekki hvernig verður með netsamband á þessu litla ferðalagi okkar, en ég skrifa að sjálfsögðu ef ég get. Annars bara góða helgi, farið vel með ykkur og ég bið að heilsa heim til gamla góða Íslands! :)
Minni á Kosningu á:
Ungfrú Heimur
Farið inn í "Finals" og svo kostar bara einn dal að kjósa stelpuna ykkar ;)
Bestu kveðjur,
Unnur Birna.
Síðustu dagar eru búinir að vera erfiðir. Það er verið að reyna á þolinmæðina í okkur alveg til hins ýtrasta með að því virðist skipulagsleysi og tímaskorti. En ég held að það sé bara verið að prófa okkur. Hvernig við bregðumst við undir pressu og það eru ansi margar sem hafa brotnað saman og meðal annars er ungfrú Finnland farin heim, litla greyið :/
En ég held að ég hafi alveg náð að standast prófið hingað til. Viðurkenni samt fúslega að ég var alveg búin á því í fyrrinótt þegar við fengum 3 tima svefn vitandi það að við yrðum í myndatökum ALLAN daginn eftir. En svona er þetta bara..!
Ástæðan fyrir því að ég sit hérna út á svölum er sú að mér datt í hug að reyna að sjá sólarupprásina svona einu sinni í rólegheitum. Sé glitta í hana við sjóndeildarhringinn og efast ekki um að sólarupprás í svona paradís sé heldur betur tilkomu mikil :)
En eins og áður sagði vorum við í myndatökum í allan gærdag bæði video upptökum og venjulegum myndatökum. Allar myndatökurnar fara fram á bikíní og eru flestar fyrir kynningarþætti hverrar heimsálfu verða seldir til sjónvarpstöðvanna með keppninni sjálfri. Þeir heita "Vote for me Miss Northern Europe"/ Miss Southern Europe o.s.frv.
Mjög skemmtileg útfærsla á þessu öllu saman og ég hvet ykkur til að þrýsta á Skjá Einn að sýna keppnina og allavega einn kynningarþátt heima á fróni. Keppnin sjálf er í hádeginu laugardaginn 10.des. Hvað er betra en að sofa út á laugardagsmorgni og leggjast upp í sófa og horfa á Ungfrú Heim..! :)
En ég ætla að fara að hafa mig til.. Er bara í hótelsloppnum og hótelinniskónnum hérna, nývöknuð. Ekkert rosalega smart! ;)
Veit ekki hvernig verður með netsamband á þessu litla ferðalagi okkar, en ég skrifa að sjálfsögðu ef ég get. Annars bara góða helgi, farið vel með ykkur og ég bið að heilsa heim til gamla góða Íslands! :)
Minni á Kosningu á:
Ungfrú Heimur
Farið inn í "Finals" og svo kostar bara einn dal að kjósa stelpuna ykkar ;)
Bestu kveðjur,
Unnur Birna.
16.11.2005 | 10:12
..Ja hérna hér..
Það er aldeilis :) Ég fékk furðulega upphringingu frá "lífverðinum" mínum í gærkvöldi þar sem hún sagði mér að það biði mín gestur í lobbyinu.. Mér fannst þetta mjög undarlegt þar sem ég þekki skiljanlega engann hérna í Kína og svo er það ekki venjan að við fáum að fara út af herbergjunum okkar af persónulegum ástæðum nema það útaf einhverju nauðsynlegu. Til dæmis tók það mig þrjá daga að fá það í gegn að fara niður í lobby einmitt að kaupa batterí. Það var alveg STÓRmál ;)
En aftur að sögunni minni ;) Ég sem sagt tók mig til og fór niður með lífverðinum og hver haldiði að hafa beðið mín þar!! Enginn annar en íslenski sendiherrann hérna í Kína, Eiður Guðnason ásamt fríðu föruneyti bæði íslendingum og kínverjum.. Ég átti ekki til orð! Þvílíkur heiður og virkilega gaman að þeir skildu hafa gert sér ferð hérna niðreftir til að hitta mig :) Þeir voru reyndar í viðskiptaferð hérna á eyjunni en þegar þeir fréttu af mér ákváðu þeir að gera krók á leið sína og heilsa upp á mig. Þeir sögðu mér reyndar að það hefði tekið nokkur símtöl við Miss World keppnina að fá leyfi til þessa að hitta mig, en þeir fengu það loksins í gegn, sem betur fer því ég fékk að sitja með þeim á kaffihúsi hótelsins í heilan hálftíma, en ég hafði aldrei komið þangað áður né fengið að njóta útsýnisins sem er þaðan út á sjó. Ég er því eins og þið heyrið alveg í skýjunum með þessa stuttu en skemmtilegu heimsókn þar sem ég fékk að tala íslensku við áhugaverða og hressa menn.
Þeir voru aðallega í viðskiptaferð hérna í tengslum við sölu og kaup á fiski og fiskafurðum ef ég skildi þá rétt og í hópnum voru meðal annars þeir Eyþór Ólafsson og Vilhjálmur Guðmundsson (trade council of Iceland) ásamt fleirum.
Annars er ekki mikið meira að frétta héðan. Myndatökur og aftur myndatökur það eina sem við gerum og erum í rauninni alltaf í viðbragðsstöðu uppstrílaðar inn á herbergi ef það skildi vera kallað í okkur.
Svo er á leiðinni stormur hingað til Hainan, eða einhver smá fellibylur þannig að veðrið var gjörbreytt þegar við vöknuð í morgun. Drungalegur himinn og sviptivindar í trjánum. Svoldið ógnvekjandi en samt einhvernegin spennandi og maður finnur svo sannarlega að það liggur eitthvað í loftinu.
Aftur að keppninni.. ;)
Keppnin í ár fer öðruvísi fram en síðastliðin ár, en nú er það netkosning og símakosning sem ræður úrslitum og tekið er mið af fólksfjölda hvers lands fyrir sig. Þannig að nú er um að gera að sýna stuðning í verki og koma ÍSLANDI aftur á kortið aftur í þessari keppni.
Þannig að "koma svo, allir saman nú" ;)
Kjósið Unnsuna ykkar inn á:
Heimasíða Miss World
Kosninganúmerið mitt/MISS ICELAND er: 208
Takk innilega fyrir mig,
Bestu kveðjur heim til Íslands!
Ykkar,
Unnur birna.
En aftur að sögunni minni ;) Ég sem sagt tók mig til og fór niður með lífverðinum og hver haldiði að hafa beðið mín þar!! Enginn annar en íslenski sendiherrann hérna í Kína, Eiður Guðnason ásamt fríðu föruneyti bæði íslendingum og kínverjum.. Ég átti ekki til orð! Þvílíkur heiður og virkilega gaman að þeir skildu hafa gert sér ferð hérna niðreftir til að hitta mig :) Þeir voru reyndar í viðskiptaferð hérna á eyjunni en þegar þeir fréttu af mér ákváðu þeir að gera krók á leið sína og heilsa upp á mig. Þeir sögðu mér reyndar að það hefði tekið nokkur símtöl við Miss World keppnina að fá leyfi til þessa að hitta mig, en þeir fengu það loksins í gegn, sem betur fer því ég fékk að sitja með þeim á kaffihúsi hótelsins í heilan hálftíma, en ég hafði aldrei komið þangað áður né fengið að njóta útsýnisins sem er þaðan út á sjó. Ég er því eins og þið heyrið alveg í skýjunum með þessa stuttu en skemmtilegu heimsókn þar sem ég fékk að tala íslensku við áhugaverða og hressa menn.
Þeir voru aðallega í viðskiptaferð hérna í tengslum við sölu og kaup á fiski og fiskafurðum ef ég skildi þá rétt og í hópnum voru meðal annars þeir Eyþór Ólafsson og Vilhjálmur Guðmundsson (trade council of Iceland) ásamt fleirum.
Annars er ekki mikið meira að frétta héðan. Myndatökur og aftur myndatökur það eina sem við gerum og erum í rauninni alltaf í viðbragðsstöðu uppstrílaðar inn á herbergi ef það skildi vera kallað í okkur.
Svo er á leiðinni stormur hingað til Hainan, eða einhver smá fellibylur þannig að veðrið var gjörbreytt þegar við vöknuð í morgun. Drungalegur himinn og sviptivindar í trjánum. Svoldið ógnvekjandi en samt einhvernegin spennandi og maður finnur svo sannarlega að það liggur eitthvað í loftinu.
Aftur að keppninni.. ;)
Keppnin í ár fer öðruvísi fram en síðastliðin ár, en nú er það netkosning og símakosning sem ræður úrslitum og tekið er mið af fólksfjölda hvers lands fyrir sig. Þannig að nú er um að gera að sýna stuðning í verki og koma ÍSLANDI aftur á kortið aftur í þessari keppni.
Þannig að "koma svo, allir saman nú" ;)
Kjósið Unnsuna ykkar inn á:
Heimasíða Miss World
Kosninganúmerið mitt/MISS ICELAND er: 208
Takk innilega fyrir mig,
Bestu kveðjur heim til Íslands!
Ykkar,
Unnur birna.
15.11.2005 | 14:24
Fleiri fréttir frá Kína...!
Það er alveg ótrulega mikið búið að gerast þessa 6 daga sem ég hef dvalið í Kínalandinu. Finnst eins og ég sé búin að vera hérna í heilan mánuð..!
En við erum m.a búnar að fara í þó nokkra gala kvöldverði með hinum og þessum þjóðþekktum einstaklingum hérna í Kína. Fórum í skrúðgöngu um helgina þar sem við vorum skrúðgangan! Stóðum á flottum skreyttum pallbílum sem voru keyrðir um miðborg Sanya og hálf milljón manna kom að fylgjast með, öskrandi og veifandi eins og við værum hollywood stjörnur! ;) Held að ég hafi veifað fyrir lífstíð enda með svaka harðsperrur í hægri hendinni daginn eftir. Svo fórum við líka sem heiðursgestir á "kínverska óskarinn" og gengum rauða dregilinn en það og skrúgangan voru ábyggilega þær súrrealískustu upplifanir sem ég hef átt.
Kínverjarnir eru gjörsamlega að tapa sér yfir þessu Miss World dæmi og hvar sem við komum eru þeir að taka myndir, reyna að snerta okkur og eiginlega bara að fara yfir um á æsingi yfir þessu öllu saman. Enda er öryggisgæslan í kringum okkur rosaleg. Megum ekki gera neitt eða fara neitt án þess að hafa lífverði með okkur. Bara vera inn á herbergi og horfa út um gluggann á þessa paradís sem umhverfið hérna er. Erum reyndar búnar að vera það uppteknar að ég get ekki sagt að ég hafi haft tíma til að láta mér leiðast. En þetta er sko hörkuvinna!! Erum á fullu allan daginn að gera hitt og þetta og sofum í mesta lagi 5-6 tima á nóttunni, endurtek, mesta lagi.. Og svo þarf maður líka alltaf að vera að hugsa um útlitið, förðun, hár, klæðaburð, þannig að þetta tekur á. Grunar að ég eigi ekki eftir að nenna að greiða mér né mála mig vikum saman eftir að ég kem ;)
Annars eru stelpurnar sem ég er búin að kynnast hérna alveg ofsalega fínar. Þær eru allar frá Norður Evrópu enda er okkur skipt niðrí hópa eftir heimsálfum þetta árið.
En það er hins vegar ótrúlegt hvað sumar af hinum stelpunum hérna eru miklar dívur! Algjörar prímadonnur sem eru hérna af aðeins einni ástæðu og engri annarri og það er að hirða dolluna. Alveg magnað að fylgjast með t.d Ameríkustelpunum sem komu með 7-8 ferðatöskur fullar af dressum og kjólum og mæta í sínu fínasta pússi og stífmálaðar og greiddar í venjulegan dinner hérna á hótelinu. Örlítið "to much" ;)
En ef ég á að vera alveg hreinskilin við ykkur þarna heima á fróni, því ég veit að þið eruð mörg að spá í þessu.. Þá held ég að ég eigi ekki break í þessar drottningar :/ Margar hverjar búnar að leggjast undir hnífinn oftar en einu sinni, með hárlengingar og gerviaugnahár og tilbúnar ræður og svör við öllu.. Ekki alveg samkeppnishæft.. ENN ég geri mitt besta við að kynna land og þjóð og í leiðinnu njóta þess að vera þátttakandi í þessu ævintýri ;)
Í dag vorum við svo í bikíní myndatöku og sjónvarpsupptöku sem gekk bara ágætlega. Held ég.. Var kannski oggulítið stressuð að fara að tala í myndavélina en ég vona að ég hafi náð að fela það..
Svo fengum við að fara í fyrsta skipti í sundlaugina sem ég er búin að horfa á út um gluggann síðan ég kom!! Virkilega ánægjulegt að fá að njóta sólarinnar þó það væri ekki nema í 2 tima :)Framundan í kvöld er svo dinner og æfingar fyrir hæfileikakeppnina sem er næstu helgi. Erum um 60 stúlkur sem vilja taka þátt en þau ætla að velja úr 25 stelpur í kvöld sem fá að fara á sviðið um helgina. Og fyrir þá sem ekki vita þá undirbjó ég lítið dansatriði sem ég ætla að reyna að komast í gegn á ;)
Þannig að það er allt gott að frétta héðan frá Kína.. Þarf kannski reyndar að viðurkenna smá heimþrá síðastliðna nótt, í fyrsta skiptið hér úti sem betur fer.. En það var líka mjög sérstök ástæða fyrir því og tengist manneskju sem er mér mjög kær. En þá kom líka litli bangsinn sem Birna danskennari gaf mér að góðum notum og opinbera ég það hér með á veraldarvefnum að ég sofnaði með bangsa í fanginu í fyrsta skipti síðan ég veit ekki hvenær, hehe.. :)
En jæja.. Komið gott í bili.
Bið að heilsa heim!
Ykkar,
UB.
En við erum m.a búnar að fara í þó nokkra gala kvöldverði með hinum og þessum þjóðþekktum einstaklingum hérna í Kína. Fórum í skrúðgöngu um helgina þar sem við vorum skrúðgangan! Stóðum á flottum skreyttum pallbílum sem voru keyrðir um miðborg Sanya og hálf milljón manna kom að fylgjast með, öskrandi og veifandi eins og við værum hollywood stjörnur! ;) Held að ég hafi veifað fyrir lífstíð enda með svaka harðsperrur í hægri hendinni daginn eftir. Svo fórum við líka sem heiðursgestir á "kínverska óskarinn" og gengum rauða dregilinn en það og skrúgangan voru ábyggilega þær súrrealískustu upplifanir sem ég hef átt.
Kínverjarnir eru gjörsamlega að tapa sér yfir þessu Miss World dæmi og hvar sem við komum eru þeir að taka myndir, reyna að snerta okkur og eiginlega bara að fara yfir um á æsingi yfir þessu öllu saman. Enda er öryggisgæslan í kringum okkur rosaleg. Megum ekki gera neitt eða fara neitt án þess að hafa lífverði með okkur. Bara vera inn á herbergi og horfa út um gluggann á þessa paradís sem umhverfið hérna er. Erum reyndar búnar að vera það uppteknar að ég get ekki sagt að ég hafi haft tíma til að láta mér leiðast. En þetta er sko hörkuvinna!! Erum á fullu allan daginn að gera hitt og þetta og sofum í mesta lagi 5-6 tima á nóttunni, endurtek, mesta lagi.. Og svo þarf maður líka alltaf að vera að hugsa um útlitið, förðun, hár, klæðaburð, þannig að þetta tekur á. Grunar að ég eigi ekki eftir að nenna að greiða mér né mála mig vikum saman eftir að ég kem ;)
Annars eru stelpurnar sem ég er búin að kynnast hérna alveg ofsalega fínar. Þær eru allar frá Norður Evrópu enda er okkur skipt niðrí hópa eftir heimsálfum þetta árið.
En það er hins vegar ótrúlegt hvað sumar af hinum stelpunum hérna eru miklar dívur! Algjörar prímadonnur sem eru hérna af aðeins einni ástæðu og engri annarri og það er að hirða dolluna. Alveg magnað að fylgjast með t.d Ameríkustelpunum sem komu með 7-8 ferðatöskur fullar af dressum og kjólum og mæta í sínu fínasta pússi og stífmálaðar og greiddar í venjulegan dinner hérna á hótelinu. Örlítið "to much" ;)
En ef ég á að vera alveg hreinskilin við ykkur þarna heima á fróni, því ég veit að þið eruð mörg að spá í þessu.. Þá held ég að ég eigi ekki break í þessar drottningar :/ Margar hverjar búnar að leggjast undir hnífinn oftar en einu sinni, með hárlengingar og gerviaugnahár og tilbúnar ræður og svör við öllu.. Ekki alveg samkeppnishæft.. ENN ég geri mitt besta við að kynna land og þjóð og í leiðinnu njóta þess að vera þátttakandi í þessu ævintýri ;)
Í dag vorum við svo í bikíní myndatöku og sjónvarpsupptöku sem gekk bara ágætlega. Held ég.. Var kannski oggulítið stressuð að fara að tala í myndavélina en ég vona að ég hafi náð að fela það..
Svo fengum við að fara í fyrsta skipti í sundlaugina sem ég er búin að horfa á út um gluggann síðan ég kom!! Virkilega ánægjulegt að fá að njóta sólarinnar þó það væri ekki nema í 2 tima :)Framundan í kvöld er svo dinner og æfingar fyrir hæfileikakeppnina sem er næstu helgi. Erum um 60 stúlkur sem vilja taka þátt en þau ætla að velja úr 25 stelpur í kvöld sem fá að fara á sviðið um helgina. Og fyrir þá sem ekki vita þá undirbjó ég lítið dansatriði sem ég ætla að reyna að komast í gegn á ;)
Þannig að það er allt gott að frétta héðan frá Kína.. Þarf kannski reyndar að viðurkenna smá heimþrá síðastliðna nótt, í fyrsta skiptið hér úti sem betur fer.. En það var líka mjög sérstök ástæða fyrir því og tengist manneskju sem er mér mjög kær. En þá kom líka litli bangsinn sem Birna danskennari gaf mér að góðum notum og opinbera ég það hér með á veraldarvefnum að ég sofnaði með bangsa í fanginu í fyrsta skipti síðan ég veit ekki hvenær, hehe.. :)
En jæja.. Komið gott í bili.
Bið að heilsa heim!
Ykkar,
UB.
