Færsluflokkur: Kína
9.12.2005 | 18:40
..ég á mér draum..
jæja gott fólk.. Nú skulda ég ykkur nú aldeilis færslu..! ;)
Generalprufan var í kvöld og gekk bara vel.. Einstaka mistök og óhöpp en þannig á það líka bara að vera á general, það er góðs viti ;)
Þessi æfing átti reyndar upphaflega að vera í gærkvöldi en því var að sjálfsögðu breytt með engfum fyrirvari af því að við þurftum að fara að planta einhverjum trjám.. Ótrúlegt hvað þau finna upp á að láta okkur gera og í þetta skiptið vorum við að gróðursetja tré sem höfðu verið rifin upp með rótum bara svo við gætum gróðursett þau aftur.. "MERKILEGT" alveg hreint..
Síðustu daga erum við annars bara búnar að vera á rosalegum æfingum og ég held að sú lengsta hafi verið hátt í 18 tíma!
Þess á milli hef ég örlítið fengið að hitta mömmu og Ásgeir og svo er Margrét "make up artist" líka mætt svæðið en hún málaði mig fyrir generalprufuna í kvöld og ætlar að mála mig og farða fyrir annað kvöld líka. Enginn smá munur að fá svona alvöru sérfræðing í svona málum þó að ég sé nú orðin ansi góð í þessu eftir 5 vikna törn þar sem hár og make up hefur þurft að vera tipp topp dag eftir dag :)
En núna er loksins komið að þessu og skiljanlega mikið rætt um keppnina og komandi úrslit hérna úti meðal stelpnanna eins og líklega um allan heim og þar er Ísland ekkert undanskilið frétti ég..
Það nýjasta er að miss russia verði næsta miss world því að halda eigi keppnina í Rússlandi á næsta ári og því einstaklega hentugt að velja hana. Og ef ekki miss world þá allavega miss northern Europe.
Þetta þykir okkur reyndar öllum mjög líklegt þar sem hún vann beach beauty keppnina og er því þegar komin í topp 15.
Önnur sem er búið að spá titilinum frá fyrsta degi er miss philippens og á á hún GÓÐAN möguleika á að hreppa hann þar sem talað er um að komin sé tími á að kórónan fari til Asíu.
Mitt uppáhald og sú sem ég vona að vinni er miss Mexico.. Hún er algjört æði. Falleg að innan sem utan og mundi bera þennan titil einstaklega vel.
Nú er þetta litla ævintýri mitt að nálgast endastöðina, ný miss world valin á morgun og ég legg af stað heim til Íslands eldsnemma á sunnudagsmorgun :)
Loksins loksins segi ég nú bara.. Þetta eru búnar að vera langar en magnaðar vikur og reynsla sem ég mun búa að alla ævi.
Það sem ég hef lært hérna er ómetanlegt og ég hef þroskast mikið sem manneskja. Komist betur að því hvað ég vil í lífinu og hvað ekki og lært að kunna betur að meta hluti sem ég taldi kannski of sjálfsagða..
Held að þessi keppni og vera mín hérna úti hafi gert mér ofsalega gott og ég get ekki beðið eftir því að komast aftur heim til þess að takast á við raunveruleikan.
Það sem er mér efst í huga að gera þegar ég kem heim er að eyða tíma með þeim sem eru mér næst, borða góðan og eðlilegan mat og gera venjulega hluti og vera frjáls. Sakna ekkert smá allra litlu hlutanna eins og að leika við hundana eða kveikja á kertum útí herbergi og hlusta á góða tónlist..
Er búin að lifa eins og drottning í 5 vikur, algjöru stórstjörnulífi með öllu sem því fylgir. Ekkert nema rauðir dreglar og þjónar alls staðar, búið um rúmið manns, allt þrifið, ný handklæði þrisvar, lífverðir, æstir aðdáendur, blaðamenn og ljósmyndarar við hvert fótmál..
Voðalega spennandi og allt það og gaman að upplifa í nokkrar vikur en þá er það líka komið gott.. Og hægt að snúa sér að einhverju öðru.. ;)
Að lokum.. Lítil fugl hvíslaði því að mér að litla Ísland væri að gera sér einhverjar vonir og væntingar varðandi þessa keppni og fólk væri eiginlega að farast af æsingi útaf einhverjum veðbönkum og góðum spám..
Gott fólk ég bið ykkur um að draga andann rólega og koma niður úr skýjunum. Langar bara að minna ykkur á eitt í þessu tilefni..
..EUROVISION..
Það er EKKERT að marka svona spár og veðbanka og ég get lofað ykkur því eins og ég hef gert áður að kórónan verður ekki í ferðatöskunni þegar ég kem heim á mánudag. OG 16 sætið eurovision sætið er vel inní myndinni enda lenda allar þær sem eru ekki í topp 15 í 16 sæti, hehe.. ;)
EN ég geri að sjálfsögðu mitt besta og hef alltaf gert og mun fara heim ánægð með það sem ég hef uppskorið hérna úti.
Það skiptir ekki máli hvernig þetta fer annað kvöld og við erum allar sammála um það stelpurnar. Öllum er nokk sama hver vinnur og hver tapar. Þetta er skrítinn heimur þessi beauty pagent heimur og maður veit aldrei hverju fólk er að leita að..
En ég veit það fyrir víst að ég hef verið ansi góð landkynning hérna úti og það er það sem skiptir mestu máli.. Að vera landi og þjóð til sóma ;)
Og já.. ég á mér draum í sambandi við þessa keppni eins og flest annað..
OG hann er ekki SÁ sem þið flest öll haldið. Segi ekki meir í bili..
Verð að fara að sofa.. alveg að sofna.. Sendið mér strauma! ;)
knús!!
-Uns
Generalprufan var í kvöld og gekk bara vel.. Einstaka mistök og óhöpp en þannig á það líka bara að vera á general, það er góðs viti ;)
Þessi æfing átti reyndar upphaflega að vera í gærkvöldi en því var að sjálfsögðu breytt með engfum fyrirvari af því að við þurftum að fara að planta einhverjum trjám.. Ótrúlegt hvað þau finna upp á að láta okkur gera og í þetta skiptið vorum við að gróðursetja tré sem höfðu verið rifin upp með rótum bara svo við gætum gróðursett þau aftur.. "MERKILEGT" alveg hreint..
Síðustu daga erum við annars bara búnar að vera á rosalegum æfingum og ég held að sú lengsta hafi verið hátt í 18 tíma!
Þess á milli hef ég örlítið fengið að hitta mömmu og Ásgeir og svo er Margrét "make up artist" líka mætt svæðið en hún málaði mig fyrir generalprufuna í kvöld og ætlar að mála mig og farða fyrir annað kvöld líka. Enginn smá munur að fá svona alvöru sérfræðing í svona málum þó að ég sé nú orðin ansi góð í þessu eftir 5 vikna törn þar sem hár og make up hefur þurft að vera tipp topp dag eftir dag :)
En núna er loksins komið að þessu og skiljanlega mikið rætt um keppnina og komandi úrslit hérna úti meðal stelpnanna eins og líklega um allan heim og þar er Ísland ekkert undanskilið frétti ég..
Það nýjasta er að miss russia verði næsta miss world því að halda eigi keppnina í Rússlandi á næsta ári og því einstaklega hentugt að velja hana. Og ef ekki miss world þá allavega miss northern Europe.
Þetta þykir okkur reyndar öllum mjög líklegt þar sem hún vann beach beauty keppnina og er því þegar komin í topp 15.
Önnur sem er búið að spá titilinum frá fyrsta degi er miss philippens og á á hún GÓÐAN möguleika á að hreppa hann þar sem talað er um að komin sé tími á að kórónan fari til Asíu.
Mitt uppáhald og sú sem ég vona að vinni er miss Mexico.. Hún er algjört æði. Falleg að innan sem utan og mundi bera þennan titil einstaklega vel.
Nú er þetta litla ævintýri mitt að nálgast endastöðina, ný miss world valin á morgun og ég legg af stað heim til Íslands eldsnemma á sunnudagsmorgun :)
Loksins loksins segi ég nú bara.. Þetta eru búnar að vera langar en magnaðar vikur og reynsla sem ég mun búa að alla ævi.
Það sem ég hef lært hérna er ómetanlegt og ég hef þroskast mikið sem manneskja. Komist betur að því hvað ég vil í lífinu og hvað ekki og lært að kunna betur að meta hluti sem ég taldi kannski of sjálfsagða..
Held að þessi keppni og vera mín hérna úti hafi gert mér ofsalega gott og ég get ekki beðið eftir því að komast aftur heim til þess að takast á við raunveruleikan.
Það sem er mér efst í huga að gera þegar ég kem heim er að eyða tíma með þeim sem eru mér næst, borða góðan og eðlilegan mat og gera venjulega hluti og vera frjáls. Sakna ekkert smá allra litlu hlutanna eins og að leika við hundana eða kveikja á kertum útí herbergi og hlusta á góða tónlist..
Er búin að lifa eins og drottning í 5 vikur, algjöru stórstjörnulífi með öllu sem því fylgir. Ekkert nema rauðir dreglar og þjónar alls staðar, búið um rúmið manns, allt þrifið, ný handklæði þrisvar, lífverðir, æstir aðdáendur, blaðamenn og ljósmyndarar við hvert fótmál..
Voðalega spennandi og allt það og gaman að upplifa í nokkrar vikur en þá er það líka komið gott.. Og hægt að snúa sér að einhverju öðru.. ;)
Að lokum.. Lítil fugl hvíslaði því að mér að litla Ísland væri að gera sér einhverjar vonir og væntingar varðandi þessa keppni og fólk væri eiginlega að farast af æsingi útaf einhverjum veðbönkum og góðum spám..
Gott fólk ég bið ykkur um að draga andann rólega og koma niður úr skýjunum. Langar bara að minna ykkur á eitt í þessu tilefni..
..EUROVISION..
Það er EKKERT að marka svona spár og veðbanka og ég get lofað ykkur því eins og ég hef gert áður að kórónan verður ekki í ferðatöskunni þegar ég kem heim á mánudag. OG 16 sætið eurovision sætið er vel inní myndinni enda lenda allar þær sem eru ekki í topp 15 í 16 sæti, hehe.. ;)
EN ég geri að sjálfsögðu mitt besta og hef alltaf gert og mun fara heim ánægð með það sem ég hef uppskorið hérna úti.
Það skiptir ekki máli hvernig þetta fer annað kvöld og við erum allar sammála um það stelpurnar. Öllum er nokk sama hver vinnur og hver tapar. Þetta er skrítinn heimur þessi beauty pagent heimur og maður veit aldrei hverju fólk er að leita að..
En ég veit það fyrir víst að ég hef verið ansi góð landkynning hérna úti og það er það sem skiptir mestu máli.. Að vera landi og þjóð til sóma ;)
Og já.. ég á mér draum í sambandi við þessa keppni eins og flest annað..
OG hann er ekki SÁ sem þið flest öll haldið. Segi ekki meir í bili..
Verð að fara að sofa.. alveg að sofna.. Sendið mér strauma! ;)
knús!!
-Uns
7.12.2005 | 17:39
..kosning..
Ekkert nýtt að frétta héðan fyrir utan þreytu.. Og ég ætla ekki að íþyngja ykkur meira með henni ;)
Var að kom af 17 tíma æfingu en við vorum að æfa á sviðinu í allan heila dag.. Þetta lítur allt saman mjög vel út og verður ábyggilega bara skemmtilegt á laugardaginn frekar en stressandi..
Morgundagurinn verður ekkert skárri æfingalega séð og svo er generalprufan annað kvöld og allt sem henni fylgir. Hár, förðun, brúnka og svo framvegis ;)
Minni svo einu sinni enn á netkosninguna á www.missworld.tv
og svo að sjálfsögðu á SIMA-kosninguna heima :)
Númerið mitt er:
900-3007
Takk fyrir stuðninginn elzkurnar! Á aldrei eftir að getað þakkað ykkur fyllilega.. :)
Reyni að setja inn færslu annað kvöld eftir generalinn. Er enn og aftur einfaldlega of þreytt til að skrifa meira núna..
-Uns
Var að kom af 17 tíma æfingu en við vorum að æfa á sviðinu í allan heila dag.. Þetta lítur allt saman mjög vel út og verður ábyggilega bara skemmtilegt á laugardaginn frekar en stressandi..
Morgundagurinn verður ekkert skárri æfingalega séð og svo er generalprufan annað kvöld og allt sem henni fylgir. Hár, förðun, brúnka og svo framvegis ;)
Minni svo einu sinni enn á netkosninguna á www.missworld.tv
og svo að sjálfsögðu á SIMA-kosninguna heima :)
Númerið mitt er:
900-3007
Takk fyrir stuðninginn elzkurnar! Á aldrei eftir að getað þakkað ykkur fyllilega.. :)
Reyni að setja inn færslu annað kvöld eftir generalinn. Er enn og aftur einfaldlega of þreytt til að skrifa meira núna..
-Uns
6.12.2005 | 17:04
Topp 5 í beach beauty..!
jah.. Er eiginlega bara orðlaus.. Þau vildu sem sagt ekki sílíkon bomburnar og grevihárið! Mins komst bara í topp 5 af 102 stelpum í beach beautykeppninni =)
Er vægast sagt í skýjunum og eiginlega ekki búin að átta mig á þessu.. Kom mér mikið MIKIÐ á óvart!
Miss Russia kom sá og sigraði með sinn killer body.. 1.80 á hæð og fullkomnar línur en barbiedúkkurnar sem ég talaði um í gær komust aðeins niðrí topp 15 ;)
Kl. er núna að verða eitt um nótt hjá mér og ég á að vakna 6 þannig að ég verð að fara að loka augunum. Skrifa meira á morgun eftir æfingu, en við verðum að æfa allan daginn!
Set bara nokkrar myndir með frá kvöldinu, lýsa alveg stemmningunni ;)
Bestu kveðjur,
Unsi.
Er vægast sagt í skýjunum og eiginlega ekki búin að átta mig á þessu.. Kom mér mikið MIKIÐ á óvart!
Miss Russia kom sá og sigraði með sinn killer body.. 1.80 á hæð og fullkomnar línur en barbiedúkkurnar sem ég talaði um í gær komust aðeins niðrí topp 15 ;)
Kl. er núna að verða eitt um nótt hjá mér og ég á að vakna 6 þannig að ég verð að fara að loka augunum. Skrifa meira á morgun eftir æfingu, en við verðum að æfa allan daginn!
Set bara nokkrar myndir með frá kvöldinu, lýsa alveg stemmningunni ;)
Bestu kveðjur,
Unsi.




5.12.2005 | 16:01
..litli aulinn ég..
Ahh.. Þetta var nú GÓÐUR dagur :) Mamma og Ásgeir komin og ég búin að fá eitt stykki langt knús frá mams ( gat ekki sleppt henni ;)
Var nú reyndar algjör auli þegar ég hitti þau, fór strax að tárast og var með kökk í hálsinum fyrstu 5 mínúturnar af geðshræringu. Var búin að bíða allan daginn eftir þeim og síðasta klukkutíman áður en ég fékk að hitta þau gekk ég um gólf í herberginu mínu þar sem ég beið vægast sagt óþreyjufull eftir því að shapperoninn minn færi með mig niður í lobby þar sem þau biðu eftir mér. Var eins og lítill krakki á jólunum sem bíður eftir því að fá að opna alla pakkana! Og ég held að ég og Steinar bróðir höfum slegið öll met í svoleiðis málum þegar við vorum yngri og vöskuðum upp eins og við ættum lífið að leysa til að flýta fyrir jólamatnum svo við kæmumst í pakkaflóðið ;)
Annars gerðum við nú ekki mikið í dag miðað við undanfarna daga. Vöknuðum snemma og fórum á langa æfingu fyrir hádegi en eftir hádegi vorum við bara inn á herbergjunum. Flestar sofandi en sumar stelpurnar þurftu að fara í viðtöl og myndatökur fyrir blaðamenn frá þeirra heimalöndunum en nú er allt að fyllast af erlendum blaðamönnum og ljósmyndurum sem verða hér síðustu vikuna.
Fórum á fund áðan í sambandi við næstu daga og það er ekkert smáræði sem dagskráin er þétt. Eins gott að sofa vel á nóttunni til að vera vel upplagðar í verkefni dagsins..
Í fyrramálið förum við í fyrsta skipti á æfingu á stóra sviðinu þar sem keppnin verður haldin á laugardag. Við verðum þar til 3 en þá komum við aftur á hótelið og tökum generalprufu fyrir beach beauty keppnina sem er annað kvöld. Þar komum við fram fyrir dómara á bikíníum og fyrst eru valdar 15 í úrslit og svo fer það niðrí 3 stelpur, en sigurvegarinn verður ekki tilkynntur fyrr en á laugardaginn, en sú sem vinnur kemst sjálfkrafa í úrslit eins og með hæfileikakeppnina..
Ég giska á að einhverjar af þessum barbie dúkkum sem eru hérna hirði þessi 3 sæti á morgun. Costa Rica og Puerto Rico eru þær sem ég spái pottþétt í topp 3!
Veit ekki alveg með minn séns í þessu.. Ekki beint með kroppinn í bikínímódel en við sjáum til hvort að silkon verður málið eður ei! ;)
Beach beautykeppnin verður haldin inni á hótelinu á sviði sem er verið að byggja " as we speak" eins mikil þversögn og það er. Venjan er að hafa þessa keppni á ströndinni í eðlilegu umhverfi en þetta árið verða seldir miðar á uppákomuna og dinner í boði fyrir gestina. Þetta verður heljarinnar sýning því að topp 10 í hæfileikakeppninni voru beðnar um að sýna atriðin sín aftur og verð ég því að draga fram dansbúninginn og dansskónna sem ég var búin að pakka lengst ofan í tösku :) Það verður reyndar bara gaman að dansa í þetta skiptið, enda sýning en ekki keppni þannig að ekkert stress..
Mamma og Ásgeir ætla líka að koma og horfa á þetta allt saman þannig að það verður æðislegt að vita af einhverjum í salnum sem er að styðja mann og svo fæ ég nú vonandi að sitja með þeim á borði eftir að öll atriðin eru búin.
Erum ekki ennþá búnar að fá að vita dresscode-ið fyrir annað kvöld.. En ef það verður "evening gown" þá er ég ekki í góðum málum enda löngu orðin uppiskroppa með síðkjóla og búin að nota þá flesta tvisvar :/ En svindla ábyggilega bara og fer í Karen Millen kokteil kjólinn hennar Signýjar minnar sem ég er búin að vera að spara alla ferðina og get ekki beðið eftir að nota! ;)
En ég verð eiginlega að drífa mig í háttinn.. :/ Gæti haft þennan pistil mun lengri en bullið í mér verdur bara að bíða betri tíma :)
Knús og kossar!
Ykkar
Uns.
Var nú reyndar algjör auli þegar ég hitti þau, fór strax að tárast og var með kökk í hálsinum fyrstu 5 mínúturnar af geðshræringu. Var búin að bíða allan daginn eftir þeim og síðasta klukkutíman áður en ég fékk að hitta þau gekk ég um gólf í herberginu mínu þar sem ég beið vægast sagt óþreyjufull eftir því að shapperoninn minn færi með mig niður í lobby þar sem þau biðu eftir mér. Var eins og lítill krakki á jólunum sem bíður eftir því að fá að opna alla pakkana! Og ég held að ég og Steinar bróðir höfum slegið öll met í svoleiðis málum þegar við vorum yngri og vöskuðum upp eins og við ættum lífið að leysa til að flýta fyrir jólamatnum svo við kæmumst í pakkaflóðið ;)
Annars gerðum við nú ekki mikið í dag miðað við undanfarna daga. Vöknuðum snemma og fórum á langa æfingu fyrir hádegi en eftir hádegi vorum við bara inn á herbergjunum. Flestar sofandi en sumar stelpurnar þurftu að fara í viðtöl og myndatökur fyrir blaðamenn frá þeirra heimalöndunum en nú er allt að fyllast af erlendum blaðamönnum og ljósmyndurum sem verða hér síðustu vikuna.
Fórum á fund áðan í sambandi við næstu daga og það er ekkert smáræði sem dagskráin er þétt. Eins gott að sofa vel á nóttunni til að vera vel upplagðar í verkefni dagsins..
Í fyrramálið förum við í fyrsta skipti á æfingu á stóra sviðinu þar sem keppnin verður haldin á laugardag. Við verðum þar til 3 en þá komum við aftur á hótelið og tökum generalprufu fyrir beach beauty keppnina sem er annað kvöld. Þar komum við fram fyrir dómara á bikíníum og fyrst eru valdar 15 í úrslit og svo fer það niðrí 3 stelpur, en sigurvegarinn verður ekki tilkynntur fyrr en á laugardaginn, en sú sem vinnur kemst sjálfkrafa í úrslit eins og með hæfileikakeppnina..
Ég giska á að einhverjar af þessum barbie dúkkum sem eru hérna hirði þessi 3 sæti á morgun. Costa Rica og Puerto Rico eru þær sem ég spái pottþétt í topp 3!
Veit ekki alveg með minn séns í þessu.. Ekki beint með kroppinn í bikínímódel en við sjáum til hvort að silkon verður málið eður ei! ;)
Beach beautykeppnin verður haldin inni á hótelinu á sviði sem er verið að byggja " as we speak" eins mikil þversögn og það er. Venjan er að hafa þessa keppni á ströndinni í eðlilegu umhverfi en þetta árið verða seldir miðar á uppákomuna og dinner í boði fyrir gestina. Þetta verður heljarinnar sýning því að topp 10 í hæfileikakeppninni voru beðnar um að sýna atriðin sín aftur og verð ég því að draga fram dansbúninginn og dansskónna sem ég var búin að pakka lengst ofan í tösku :) Það verður reyndar bara gaman að dansa í þetta skiptið, enda sýning en ekki keppni þannig að ekkert stress..
Mamma og Ásgeir ætla líka að koma og horfa á þetta allt saman þannig að það verður æðislegt að vita af einhverjum í salnum sem er að styðja mann og svo fæ ég nú vonandi að sitja með þeim á borði eftir að öll atriðin eru búin.
Erum ekki ennþá búnar að fá að vita dresscode-ið fyrir annað kvöld.. En ef það verður "evening gown" þá er ég ekki í góðum málum enda löngu orðin uppiskroppa með síðkjóla og búin að nota þá flesta tvisvar :/ En svindla ábyggilega bara og fer í Karen Millen kokteil kjólinn hennar Signýjar minnar sem ég er búin að vera að spara alla ferðina og get ekki beðið eftir að nota! ;)
En ég verð eiginlega að drífa mig í háttinn.. :/ Gæti haft þennan pistil mun lengri en bullið í mér verdur bara að bíða betri tíma :)
Knús og kossar!
Ykkar
Uns.

5.12.2005 | 14:35
.. Þetta finnst ykkur skemmtilegt..!
MYNDIR!!! ;)
Veit ekkert í hvaða röð þær koma en það sem er á myndunum er..
Kínverskt McDonalds ;)
Verðandi Miss World (miss philippens)
Miss England og Miss Swiss (helsta samkeppnin okkar)
Ég og Maju, núverandi Miss World í bátsiglingunni í Shanghai.
Veit ekkert í hvaða röð þær koma en það sem er á myndunum er..
Kínverskt McDonalds ;)
Verðandi Miss World (miss philippens)
Miss England og Miss Swiss (helsta samkeppnin okkar)
Ég og Maju, núverandi Miss World í bátsiglingunni í Shanghai.




4.12.2005 | 14:43
.. Íþróttakeppni, Shanghai, McDonalds..
jah.. nú skulda ég ykkur nú aldeilis færslu.. ;)
Komin "heim" frá Shanghai en við vorum þar örlítið lengur en ætlað var vegna 8 tima seinkunar á fluginu okkar til baka :/ "dásamlegt" alveg hreint!
En ég ætla að byrja á því að segja ykkur frá fimmtudeginum 1. des, deginum áður en við fórum til Shanghai.
Þá var haldin íþróttakeppni milli heimsálfa hérna í hótelgarðinum og var mín að sjálfsögðu í liði Norður-Evrópu ;)
Héldum úrtöku um hvaða fjórar ættu að vera í liðinu kvöldið áður og ég náði barasta besta tímanum í bæði spretthlaupinu og sundinu og var þar af leiðandi fyrst inn í mitt lið! MJÖG sátt með minn snúð! ;)
Okkur gekk svo bara ágætlega í keppninni sjálfri. Komumst reyndar ekki á verðlaunapall enda var þetta liðakeppni og við með einn ansi veikan hlekk í okkar liði.. Segi ekki meir! ;)
Þetta var hins vegar einn lengsti og erfiðasti dagurinn sem við höfum átt hérna úti. Mótið byrjaði 7 um morguninn þannig að það var bara "rise and shine" kl. 6. Byrjuðum á að keppa í allskonar þrekæfingum sem gerðu eiginlega alveg útaf við okkur og svo kepptum við í langstökki, spretthlaupi og sundi. Hafði areyndar ldrei á ævinni tekið svona langstökk áður svo ég skellti mér bara í eitt stykki splittstökk og náði næstlengsta stökkinu, nokkuð gott! ;)
Ég notaði svo gamalt og gott trix í spretthlaupinu og sundinu en það var að ímynda mér að draumaprinsinn biði í mín á hinum endanum og það var nóg til þess að ég náði geysi góðum tímum ;)
Eftir íþróttakeppnina voru svo æfingar það sem eftir var dags og svo þurfti að pakka og gera allt tilbúið fyrir ferðalagið sem hófst morguninn eftir.. Reyndar fullsnemma fyrir minn smekk en við þurftum að vakna 4.30 um nóttina til þess að fara í morgunmat!
Flugið tók svo um 4-5 tima og þegar við komum til Shanghai fórum við beint upp á hótel að slipta um föt og svo í þennan dinner sem ferðin snérist um..
Þar fór fram uppboð á gjöfum sem við komum með að heiman og við söfnuðum alveg helling af peningum sem renna allir til góðgerðamála. Þegar við komum aftur heim á hótel voru við skiljanlega örmagna af þreytu enda búnar að vera vakandi í yfir 20 tima..
Á laugardeginum var það svo bátsigling og smá skoðunarferð um Shanghai og svo beint upp á flugvöll þar sem við komumst að því að fluginu hafði seinkað um 8 tima!
Í sárabætur fyrir þessa leiðindabið sem við þurftum að ganga í gegnum fengum við að fara á McDonalds og kíkja í búðir á flugvellinum. Það stytti okkur stundir í svona tvo tima en svo var biðin ansi löng og strembin. Þegar við loksins komumst svo út í vél hallaði ég mér upp að glugganum og steinsvaf alveg þar til við lentum í Sanya.
Ennþá hálfsofandi og myglaðar drösluðum við okkur út úr vélinni og upp í rútur og viti menn, fullt af kínverjum mættir til að taka á móti okkur með myndavélar og allan pakkan. Klukkan 4 um nótt!! Hversu mikil geðveiki er þetta, ég bara spyr..??
Í morgun fengum við svo sem betur fer að sofa þar til við fórum í hádegismat en svo beint á æfingu sem stóð í allan dag..
Maður finnur að það er komið smá stress í mannskapinn og viðmót stelpnanna aðeins farið að breytast enda bara 6 dagar til stefnu. Verður skondið að fylgjast með hvernig þetta þróast þegar líða tekur á vikuna! ;)
En að öðrum og skemmtilegri málum..
Frétti að skár einn ætlaði að sýna "Vote for me, Northern Europe" í kvöld.. Ekkert nema jákvætt við það því þá getur fólk kosið litla Ísland því það er kosningin það sem skiptir ÖLLU máli eins og ég hef sagt ykkur mulljón sinnum áður! ;) En kosningin gildir ekki bara 30% eða 50 % eins og margir halda, heldur 100% til þess að eiga möguleika á að komast í topp 15. Eftir það tekur dómnefnin við..
Neita því samt ekki að mér finnst oggulítið óþægilegt að vita af ykkur öllum á Íslandi að horfa á þennan þátt í kvöld. Hélt að þetta mundi aldrei verða sýnt heima. Ég eitthvað bablandi á ensku og að reyna að vera sæt.. Veit ekki alveg með það..!
Hef reyndar bara séð þetta einu sinni sjálf og fannst þetta bara svona lala.. Man að ég var ekki ánægð með hvernig þetta var tekið og svo að sjálfsögðu ekki sátt með hvernig ég kom út en það er önnur saga..!Það óþægilegasta við þetta var að við fengum bara eitt tækifæri til að fara með textann okkar og þá var það komið..
En nú fáið þið hinsvegar loksins að sjá hvað samkeppnin er virkilega sterk hérna og hættið kannski að gera ykkur grillur um að kórónan komi heim til Íslands því ég get lofað ykkur, að það er ekki að fara að gerast..
Ekki í þetta skiptið allavega..
Skoðið vel í þættinum í kvöld.. England, Noreg og Sviss. Þær eru mínir helstu samkeppnis aðilar og ef ég væri að dæma þessa keppni þá færu Noregur og Sviss áfram í topp 15 fyrir hönd N-Evrópu enda báðar gull, GULL fallegar.
Að lokum langar mig svo til að senda Heiðu frænku og Magga hamingjuóskir með hana Jórunni Ósk sem kom í heiminn á dögunum :)
Samgleðst ykkur innilega og veit að amma Gull gæti ekki verið stoltari af því að vera komin með aðra nöfnu í fjölskylduna ;)
Farin í rúmmið..
Ykkar,
Unnur Birna.
Komin "heim" frá Shanghai en við vorum þar örlítið lengur en ætlað var vegna 8 tima seinkunar á fluginu okkar til baka :/ "dásamlegt" alveg hreint!
En ég ætla að byrja á því að segja ykkur frá fimmtudeginum 1. des, deginum áður en við fórum til Shanghai.
Þá var haldin íþróttakeppni milli heimsálfa hérna í hótelgarðinum og var mín að sjálfsögðu í liði Norður-Evrópu ;)
Héldum úrtöku um hvaða fjórar ættu að vera í liðinu kvöldið áður og ég náði barasta besta tímanum í bæði spretthlaupinu og sundinu og var þar af leiðandi fyrst inn í mitt lið! MJÖG sátt með minn snúð! ;)
Okkur gekk svo bara ágætlega í keppninni sjálfri. Komumst reyndar ekki á verðlaunapall enda var þetta liðakeppni og við með einn ansi veikan hlekk í okkar liði.. Segi ekki meir! ;)
Þetta var hins vegar einn lengsti og erfiðasti dagurinn sem við höfum átt hérna úti. Mótið byrjaði 7 um morguninn þannig að það var bara "rise and shine" kl. 6. Byrjuðum á að keppa í allskonar þrekæfingum sem gerðu eiginlega alveg útaf við okkur og svo kepptum við í langstökki, spretthlaupi og sundi. Hafði areyndar ldrei á ævinni tekið svona langstökk áður svo ég skellti mér bara í eitt stykki splittstökk og náði næstlengsta stökkinu, nokkuð gott! ;)
Ég notaði svo gamalt og gott trix í spretthlaupinu og sundinu en það var að ímynda mér að draumaprinsinn biði í mín á hinum endanum og það var nóg til þess að ég náði geysi góðum tímum ;)
Eftir íþróttakeppnina voru svo æfingar það sem eftir var dags og svo þurfti að pakka og gera allt tilbúið fyrir ferðalagið sem hófst morguninn eftir.. Reyndar fullsnemma fyrir minn smekk en við þurftum að vakna 4.30 um nóttina til þess að fara í morgunmat!
Flugið tók svo um 4-5 tima og þegar við komum til Shanghai fórum við beint upp á hótel að slipta um föt og svo í þennan dinner sem ferðin snérist um..
Þar fór fram uppboð á gjöfum sem við komum með að heiman og við söfnuðum alveg helling af peningum sem renna allir til góðgerðamála. Þegar við komum aftur heim á hótel voru við skiljanlega örmagna af þreytu enda búnar að vera vakandi í yfir 20 tima..
Á laugardeginum var það svo bátsigling og smá skoðunarferð um Shanghai og svo beint upp á flugvöll þar sem við komumst að því að fluginu hafði seinkað um 8 tima!
Í sárabætur fyrir þessa leiðindabið sem við þurftum að ganga í gegnum fengum við að fara á McDonalds og kíkja í búðir á flugvellinum. Það stytti okkur stundir í svona tvo tima en svo var biðin ansi löng og strembin. Þegar við loksins komumst svo út í vél hallaði ég mér upp að glugganum og steinsvaf alveg þar til við lentum í Sanya.
Ennþá hálfsofandi og myglaðar drösluðum við okkur út úr vélinni og upp í rútur og viti menn, fullt af kínverjum mættir til að taka á móti okkur með myndavélar og allan pakkan. Klukkan 4 um nótt!! Hversu mikil geðveiki er þetta, ég bara spyr..??
Í morgun fengum við svo sem betur fer að sofa þar til við fórum í hádegismat en svo beint á æfingu sem stóð í allan dag..
Maður finnur að það er komið smá stress í mannskapinn og viðmót stelpnanna aðeins farið að breytast enda bara 6 dagar til stefnu. Verður skondið að fylgjast með hvernig þetta þróast þegar líða tekur á vikuna! ;)
En að öðrum og skemmtilegri málum..
Frétti að skár einn ætlaði að sýna "Vote for me, Northern Europe" í kvöld.. Ekkert nema jákvætt við það því þá getur fólk kosið litla Ísland því það er kosningin það sem skiptir ÖLLU máli eins og ég hef sagt ykkur mulljón sinnum áður! ;) En kosningin gildir ekki bara 30% eða 50 % eins og margir halda, heldur 100% til þess að eiga möguleika á að komast í topp 15. Eftir það tekur dómnefnin við..
Neita því samt ekki að mér finnst oggulítið óþægilegt að vita af ykkur öllum á Íslandi að horfa á þennan þátt í kvöld. Hélt að þetta mundi aldrei verða sýnt heima. Ég eitthvað bablandi á ensku og að reyna að vera sæt.. Veit ekki alveg með það..!
Hef reyndar bara séð þetta einu sinni sjálf og fannst þetta bara svona lala.. Man að ég var ekki ánægð með hvernig þetta var tekið og svo að sjálfsögðu ekki sátt með hvernig ég kom út en það er önnur saga..!Það óþægilegasta við þetta var að við fengum bara eitt tækifæri til að fara með textann okkar og þá var það komið..
En nú fáið þið hinsvegar loksins að sjá hvað samkeppnin er virkilega sterk hérna og hættið kannski að gera ykkur grillur um að kórónan komi heim til Íslands því ég get lofað ykkur, að það er ekki að fara að gerast..
Ekki í þetta skiptið allavega..
Skoðið vel í þættinum í kvöld.. England, Noreg og Sviss. Þær eru mínir helstu samkeppnis aðilar og ef ég væri að dæma þessa keppni þá færu Noregur og Sviss áfram í topp 15 fyrir hönd N-Evrópu enda báðar gull, GULL fallegar.
Að lokum langar mig svo til að senda Heiðu frænku og Magga hamingjuóskir með hana Jórunni Ósk sem kom í heiminn á dögunum :)
Samgleðst ykkur innilega og veit að amma Gull gæti ekki verið stoltari af því að vera komin með aðra nöfnu í fjölskylduna ;)
Farin í rúmmið..
Ykkar,
Unnur Birna.




1.12.2005 | 21:12
..Búin á því..
Ég er algjörlega gjörsamlega úrvinda af þreytu núna.. En þar sem ég var of þreytt til að skrifa líka í gær fannst mér ég verða að setja inn nokkrar línur núna ;)
Í gær vorum við á æfingum ALLAN daginn og er þetta loksins allt saman að smella. Ekkert lítið mál að gera dansatriði með 102 stelpum sem sumar hafa aldrei á ævinni dillað mjöðm fyrr..! ;) Og ég held að þetta verði svakalega flott "show".. Enda verður það líka að vera það með 2 milljarða áhorfenda..!!! Og nei, ég er ekki að grínast. 2 milljarðar horfðu á keppnina í fyrra og þeir spá því að enn fleiri horfi núna útaf þessu nýja fyrirkomulagi með netkosninguna og 6 drottningar..
Enn.. Ætla nú ekki að vera að velta mér upp úr þessu og gera bara mitt besta þarna á sviðinu :)
Í gærkvöldi var okkur svo tilkynnt að við værum að fara til Shanghai á morgun, við (Norður-Evrópa), Asia og Amerikustelpurnar. Ferðalagið þangað tekur um 6 tima. Við verðum viðstaddar einn kvöldverð og fljúgum svo strax aftur hingað á laugardagsmorgun..
Verð að fara að hvíla mig, vaknaði eldsnemma í morgun til að taka thátt í íþróttamóti.. ;)
Segi ykkur betur frá því og fleiru þegar ég kem heim frá Shanghai á laugard.
Bestu kveðjur í jólastemmninguna heima!
Ykkar,
Unnur Birna :)
Ps. biðst afsökunar á myndaskorti.. Skal einnig bæta úr því í næstu færslu.
Í gær vorum við á æfingum ALLAN daginn og er þetta loksins allt saman að smella. Ekkert lítið mál að gera dansatriði með 102 stelpum sem sumar hafa aldrei á ævinni dillað mjöðm fyrr..! ;) Og ég held að þetta verði svakalega flott "show".. Enda verður það líka að vera það með 2 milljarða áhorfenda..!!! Og nei, ég er ekki að grínast. 2 milljarðar horfðu á keppnina í fyrra og þeir spá því að enn fleiri horfi núna útaf þessu nýja fyrirkomulagi með netkosninguna og 6 drottningar..
Enn.. Ætla nú ekki að vera að velta mér upp úr þessu og gera bara mitt besta þarna á sviðinu :)
Í gærkvöldi var okkur svo tilkynnt að við værum að fara til Shanghai á morgun, við (Norður-Evrópa), Asia og Amerikustelpurnar. Ferðalagið þangað tekur um 6 tima. Við verðum viðstaddar einn kvöldverð og fljúgum svo strax aftur hingað á laugardagsmorgun..
Verð að fara að hvíla mig, vaknaði eldsnemma í morgun til að taka thátt í íþróttamóti.. ;)
Segi ykkur betur frá því og fleiru þegar ég kem heim frá Shanghai á laugard.
Bestu kveðjur í jólastemmninguna heima!
Ykkar,
Unnur Birna :)
Ps. biðst afsökunar á myndaskorti.. Skal einnig bæta úr því í næstu færslu.
29.11.2005 | 15:17
..Allt og ekkert að gerast..
Jæja.. Enn og aftur komin á svalirnar, heit golan í hárinu og útsýnið.. jahh.. ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa því.. ;)
Er að hlusta á nokkur vel valin lög í tölvunni minni sem ég er búin að hlusta á allan tímann sem ég hef verið hérna. Skondið hvernig maður fær æði fyrir vissum lögum og getur hlustað á þau aftur og aftur, og svo eiga þessi lög ávallt eftir að minna mig á þetta ævintýri mitt hér :)
Ég vona að ég sé ekki búin að vera að gefa ykkur of harða mynd af þessari keppni.. Er bara að reyna að vera hreinskilin.. Þetta er vissulega erfitt og mikil vinna en ofsalega skemmtilegt líka og ég er búin að kynnast fullt af æðislegum stelpum sem eiga eftir að verða vinkonur mínar líka eftir að ég fer héðan..
En það er eitt með mig og þannig er ég bara gerð.. Að ég er með fjölskylduna mína og vini svo nálægt mér í hjartanu að þegar ég er að upplifa eitthvað svona stórfenglegt eins og það að vera hérna í þessari keppni, stödd í þessari paradís, finnst mér einhvern veginn eins og þetta allt sé mér miklu minna virði því það er engin af þeim er hér til að njóta þess með mér.. En það er kannski líka bara það sem er svona sérstakt við þetta allt saman. Er hérna, alein..á vissan hátt.. En á hinn bóginn umkringd fullt af nýjum vinkonum sem eru jú allar í sömu stöðu og ég..
En nóg um það..! ;)
Í dag gerðum við nú ekki mikið, og finnst mér það mun verra heldur en að hafa nóg fyrir stafni því þá er tíminn að sjálfsögðu fljótari að líða. Ekki það að ég sé farin að telja niður, bara farið að hlakka til að fá mams hingað út á mánudag því þá get ég farið að njóta þessa með fleirum.. ;)
Við vorum á æfingum í sal hérna á hótelinu til 14 í dag en svo bara fastar inn á herbergi alveg til 18. Þá fórum við á fund með Juliu Morley eiganda keppninnar, í kvöldmat og svo aftur upp á herbergi.
Máttum ekki fara neitt í sund, sólbað eða ræktina, hvorki í dag né kvöld. Frekar fúlt :/
En það varð líka til þess að ég kíkti aðeins á Kröfuréttinn sem var ansi fróðlegt eins og vanalega..
Á fundinum með Juliu kom nú samt ýmislegt nýtt í ljós og keppnin í ár verður svo sannarlega með allt örðu móti en hún hefur verið undanfarin ár og eiginlega bara allt öðruvísi en við stelpurnar héldum..!
Það sem kom fram var eftirfarandi:
Í fyrsta lagi er það netkosningin sem gildir um fyrstu 12 stelpurnar sem eru valdar inn í topp 15. Þessum stelpum verður þannig skipt niður að það koma tvær frá hverri heimsálfu.
Það verður engin símakosning eða sms kosning á kvöldinu sjálfu og netkosningunni líkur 12 klstþ fyrir lokakvöldið þann 10 des.
Svo eru það þrjár stelpur sem komast inn í topp 15 úr svona "fast track" keppnum, sem eru hæfileikakeppnin, keppni í góðgerðarmálum yfir síðastliðið ár og bikíníkeppni.
Þá eru komnar 15 stúlkur í úrslit.
Eftir að þær hafa verið tilkynntar velja dómarar eða aðallega Julia sjálf 6 drottningar sem bera allar titilinn Miss world e-ð.. (miss world northern europe, miss world southern europe miss world africa, miss world acian pacific, miss world carribean og miss world americas)
Af þessum sex verður svo valin ein aðal Miss World sem ber kórónuna en allar 6 stelpurnar muna starfa næsta árið sem miss world fyrir sína heimsálfu og vinna í góðgerðarmálum sem og öðru sem kemur til.
Og þannig er nú það.. Ekkert smá stórt batterí sem þetta er orðið.!
Og að gefnu tilefni.. hehe.. :)
Langar mig að minna ykkur á netkosninguna inn á www. missworld.tv.
Kjósa Iceland að sjálfsögðu ;) og passa svo að nota svo bónus atkvæðið sem þið fáið til að kjósa stelpu úr einhverri annarri heimsálfu.
Það kostar einn dal að kjósa og það má kjósa eins oft og maður vill.
Kosningin er svo virk þangað til 12 tímum fyrir lokakvöldið.
Og þá hafið þið það..! ;)
Ætla að fara að lúlla mér.. Vona að mig dreymi eitthvað skemmtilegt eins og síðustu nótt.
Get ekki að því gert að þó ég sé hérna á þessum truflaða stað þá dvelur hugurinn heima í sveitinni.. Hjá gobbunum mínum.. ;) Hlakka of mikið til að fá að knúsa þá og komast á bak aftur =)
Hlusta...
Þau sátu saman í túninu,
sunnangolan var þurr og hlý,
og húmið kældi heita vanga,
á himni sáust blóðrauð ský..
Einn dag í einu..
Vonin blíð..
Nighty night..
Er að hlusta á nokkur vel valin lög í tölvunni minni sem ég er búin að hlusta á allan tímann sem ég hef verið hérna. Skondið hvernig maður fær æði fyrir vissum lögum og getur hlustað á þau aftur og aftur, og svo eiga þessi lög ávallt eftir að minna mig á þetta ævintýri mitt hér :)
Ég vona að ég sé ekki búin að vera að gefa ykkur of harða mynd af þessari keppni.. Er bara að reyna að vera hreinskilin.. Þetta er vissulega erfitt og mikil vinna en ofsalega skemmtilegt líka og ég er búin að kynnast fullt af æðislegum stelpum sem eiga eftir að verða vinkonur mínar líka eftir að ég fer héðan..
En það er eitt með mig og þannig er ég bara gerð.. Að ég er með fjölskylduna mína og vini svo nálægt mér í hjartanu að þegar ég er að upplifa eitthvað svona stórfenglegt eins og það að vera hérna í þessari keppni, stödd í þessari paradís, finnst mér einhvern veginn eins og þetta allt sé mér miklu minna virði því það er engin af þeim er hér til að njóta þess með mér.. En það er kannski líka bara það sem er svona sérstakt við þetta allt saman. Er hérna, alein..á vissan hátt.. En á hinn bóginn umkringd fullt af nýjum vinkonum sem eru jú allar í sömu stöðu og ég..
En nóg um það..! ;)
Í dag gerðum við nú ekki mikið, og finnst mér það mun verra heldur en að hafa nóg fyrir stafni því þá er tíminn að sjálfsögðu fljótari að líða. Ekki það að ég sé farin að telja niður, bara farið að hlakka til að fá mams hingað út á mánudag því þá get ég farið að njóta þessa með fleirum.. ;)
Við vorum á æfingum í sal hérna á hótelinu til 14 í dag en svo bara fastar inn á herbergi alveg til 18. Þá fórum við á fund með Juliu Morley eiganda keppninnar, í kvöldmat og svo aftur upp á herbergi.
Máttum ekki fara neitt í sund, sólbað eða ræktina, hvorki í dag né kvöld. Frekar fúlt :/
En það varð líka til þess að ég kíkti aðeins á Kröfuréttinn sem var ansi fróðlegt eins og vanalega..
Á fundinum með Juliu kom nú samt ýmislegt nýtt í ljós og keppnin í ár verður svo sannarlega með allt örðu móti en hún hefur verið undanfarin ár og eiginlega bara allt öðruvísi en við stelpurnar héldum..!
Það sem kom fram var eftirfarandi:
Í fyrsta lagi er það netkosningin sem gildir um fyrstu 12 stelpurnar sem eru valdar inn í topp 15. Þessum stelpum verður þannig skipt niður að það koma tvær frá hverri heimsálfu.
Það verður engin símakosning eða sms kosning á kvöldinu sjálfu og netkosningunni líkur 12 klstþ fyrir lokakvöldið þann 10 des.
Svo eru það þrjár stelpur sem komast inn í topp 15 úr svona "fast track" keppnum, sem eru hæfileikakeppnin, keppni í góðgerðarmálum yfir síðastliðið ár og bikíníkeppni.
Þá eru komnar 15 stúlkur í úrslit.
Eftir að þær hafa verið tilkynntar velja dómarar eða aðallega Julia sjálf 6 drottningar sem bera allar titilinn Miss world e-ð.. (miss world northern europe, miss world southern europe miss world africa, miss world acian pacific, miss world carribean og miss world americas)
Af þessum sex verður svo valin ein aðal Miss World sem ber kórónuna en allar 6 stelpurnar muna starfa næsta árið sem miss world fyrir sína heimsálfu og vinna í góðgerðarmálum sem og öðru sem kemur til.
Og þannig er nú það.. Ekkert smá stórt batterí sem þetta er orðið.!
Og að gefnu tilefni.. hehe.. :)
Langar mig að minna ykkur á netkosninguna inn á www. missworld.tv.
Kjósa Iceland að sjálfsögðu ;) og passa svo að nota svo bónus atkvæðið sem þið fáið til að kjósa stelpu úr einhverri annarri heimsálfu.
Það kostar einn dal að kjósa og það má kjósa eins oft og maður vill.
Kosningin er svo virk þangað til 12 tímum fyrir lokakvöldið.
Og þá hafið þið það..! ;)
Ætla að fara að lúlla mér.. Vona að mig dreymi eitthvað skemmtilegt eins og síðustu nótt.
Get ekki að því gert að þó ég sé hérna á þessum truflaða stað þá dvelur hugurinn heima í sveitinni.. Hjá gobbunum mínum.. ;) Hlakka of mikið til að fá að knúsa þá og komast á bak aftur =)
Hlusta...
Þau sátu saman í túninu,
sunnangolan var þurr og hlý,
og húmið kældi heita vanga,
á himni sáust blóðrauð ský..
Einn dag í einu..
Vonin blíð..
Nighty night..
28.11.2005 | 01:31
..Staður og stund..
Ahh.. Uppáhaldsstaður og stund dagsins.. :)
Sit hérna úti á svölum í hvíta hótelsloppnum og inniskónum, með tölvuna í kjöltunni, tónlist í eyrunum og horfi á stjörnubjartan himininn og tunglið í fullum skrúða. Himininn og allt sem hann hefur að geyma hefur alltaf vakið sérstakar tilfinningar hjá mér.. Get ekki útskýrt það nánar en segi fyrir víst að norðurljósin eru eitt af því sem ég sakna mest þessa stundina..
Var að tala heim til Íslands í "Vesturfoldina" áðan.. Heyrði í ömmu og afa, pabba og Steinari bróður. Æðislega gaman að heyra í þeim hljóðið og get ekki annað sagt en að ég sé farin að sakna þeirra ansi mikið.. Var einmitt að plata pabba "gamla" til koma og sækja mig á flugvöllinn þann 11.des :) Ekkert betra en að fá þéttingsfast knús frá pabba um leið og maður sleppur í gegnum tollinn ;) Og bræður mínir eru vinsamlegast beðnir um að mæta á staðinn líka, tek ekkert annað í mál! ;)
Enn ætla að hætta að tala um heimförina, er komin hálfa leið heim í huganum og enn tvær vikur eftir.. humm.. ekki alveg málið.. :)
Þetta á samt ábyggilega eftir að vera skotfljótt að líða. Dagskráin þétt og svo koma mamma og Ásgeir á mánudag eftir viku og Margrét "make up artist" á þriðjudag. En hún ætlar að vera svo yndisleg að mála mig fyrir lokakvöldið :)
Dagurinn í dag var annars bara ansi þægilegur. Fórum nokkrar saman í ræktina snemma í morgun og svo voru bara æfingar alveg til 4. Finnst alltaf jafn gaman þegar við erum að æfa og reyni að gefa allt í botn í hvert einasta skipti. Stelpurnar eru einmitt búnar að vera að hlæja að því hvað ég er með rosalegt sviðs "attitude". Verð víst bara önnur manneskja þegar ég er á sviði og er sýna, hvort sem það er svona "kjöt" sýning eða danssýning :) Þetta er reyndar held ég alveg rétt hjá þeim því að ég lít bara á þetta sem visst hlutverk sem ég þarf að leika og set því upp einskonar leikrit! ;)
Efast reyndar ekki um að margar af hinum stelpunum sem þekkja mig ekki haldi að ég sé algjör .... eftir að hafa verið með mér á æfingum.. hehe.. Enn þetta hefur virkað hingað til þannig ég held bara áfram á þessari braut ;)
Eftir æfingarnar fengum við svo að slappa aðeins af upp á herbergi og svo fórum við í verslunarferð!! :) Þau létu loka einni verslunarmiðstöðinni hérna í bænum og slepptu okkur lausum þar í tvo tíma. Mjög gaman og skemmtileg tilbreyting þó svo að ég hafi nú ekki verslað mikið. Fór í súpermarkað sem var þarna á neðstu hæðinni og keypti mér það sem mig var farið að vanta. Og svo keypti ég bara minjagripi og fleira í þeim dúr. Geggjaðan blævæng, frekar stóran til að hengja upp á vegg heima í herbergi. Búið að langa í svona endalaust lengi og svo keypti ég líka annað kínverskt veggskraut gert úr tréplötum. Þannig að bílskúrinn fær smá kínverskt yfirbragð þegar ég kem til baka ;)
Svo var það bara dinner hérna á hótelinu þar sem við fengum að vita að morgundagurinn verður svipaður og í dag. Bara æfingar og aftur æfingar og ef tími gefst fáum við að kíkja út í garð, jibbí!! ;)
Finnum reyndar á öllu starfsfólkinu að eitthvað stórt liggur í loftinu.. Erum líklega að fara að ferðast eitthvað í vikunni, annaðhvort til Peking eða Shanghai, en vitum ekkert hvenær eða hversu lengi.
Get ekki sagt að við séum neitt sérstaklega spenntar fyrir öðru ferðalagi þar sem Wenzhou var eins og það var.. En okkur finnst verst af öllu að þurfa að pakka öllu heila klabbinu niður og setja í geymslu á meðan við förum. Það er stærsta vandamálið sérstaklega þar sem það fer svo illa með kjólana okkar.. :/
En sjáum til, hlýtur að skýrast á næstu tvem dögum.. Og ef við förum þá verður það gaman um leið og við erum komnar af stað. Vona þá allavega að við förum til Peking og fáum að ganga á Kínamúrnum, það væri æði! :)
Enn.. Ætla að fara að henda mér í háttinn.. Trine farin að sofa og búin að slökkva allt inni ;)
Farið vel með ykkur þarna heima og ég sendi sérstakar kveðjur til allra skvísanna í Tékk Kristal í Kringlunni en nú fara líklega að æsast leikar hjá þeim í jólaösinni :)
Lag dagsins:
Orange sky (OC mix)
Ykkar,
Uns.
Ps. Setti inn myndir frá gala kvöldverðinum sem var hérna á hótelinu í fyrrakvöld og eina góða úr verslunarferðinni ;)
Sit hérna úti á svölum í hvíta hótelsloppnum og inniskónum, með tölvuna í kjöltunni, tónlist í eyrunum og horfi á stjörnubjartan himininn og tunglið í fullum skrúða. Himininn og allt sem hann hefur að geyma hefur alltaf vakið sérstakar tilfinningar hjá mér.. Get ekki útskýrt það nánar en segi fyrir víst að norðurljósin eru eitt af því sem ég sakna mest þessa stundina..
Var að tala heim til Íslands í "Vesturfoldina" áðan.. Heyrði í ömmu og afa, pabba og Steinari bróður. Æðislega gaman að heyra í þeim hljóðið og get ekki annað sagt en að ég sé farin að sakna þeirra ansi mikið.. Var einmitt að plata pabba "gamla" til koma og sækja mig á flugvöllinn þann 11.des :) Ekkert betra en að fá þéttingsfast knús frá pabba um leið og maður sleppur í gegnum tollinn ;) Og bræður mínir eru vinsamlegast beðnir um að mæta á staðinn líka, tek ekkert annað í mál! ;)
Enn ætla að hætta að tala um heimförina, er komin hálfa leið heim í huganum og enn tvær vikur eftir.. humm.. ekki alveg málið.. :)
Þetta á samt ábyggilega eftir að vera skotfljótt að líða. Dagskráin þétt og svo koma mamma og Ásgeir á mánudag eftir viku og Margrét "make up artist" á þriðjudag. En hún ætlar að vera svo yndisleg að mála mig fyrir lokakvöldið :)
Dagurinn í dag var annars bara ansi þægilegur. Fórum nokkrar saman í ræktina snemma í morgun og svo voru bara æfingar alveg til 4. Finnst alltaf jafn gaman þegar við erum að æfa og reyni að gefa allt í botn í hvert einasta skipti. Stelpurnar eru einmitt búnar að vera að hlæja að því hvað ég er með rosalegt sviðs "attitude". Verð víst bara önnur manneskja þegar ég er á sviði og er sýna, hvort sem það er svona "kjöt" sýning eða danssýning :) Þetta er reyndar held ég alveg rétt hjá þeim því að ég lít bara á þetta sem visst hlutverk sem ég þarf að leika og set því upp einskonar leikrit! ;)
Efast reyndar ekki um að margar af hinum stelpunum sem þekkja mig ekki haldi að ég sé algjör .... eftir að hafa verið með mér á æfingum.. hehe.. Enn þetta hefur virkað hingað til þannig ég held bara áfram á þessari braut ;)
Eftir æfingarnar fengum við svo að slappa aðeins af upp á herbergi og svo fórum við í verslunarferð!! :) Þau létu loka einni verslunarmiðstöðinni hérna í bænum og slepptu okkur lausum þar í tvo tíma. Mjög gaman og skemmtileg tilbreyting þó svo að ég hafi nú ekki verslað mikið. Fór í súpermarkað sem var þarna á neðstu hæðinni og keypti mér það sem mig var farið að vanta. Og svo keypti ég bara minjagripi og fleira í þeim dúr. Geggjaðan blævæng, frekar stóran til að hengja upp á vegg heima í herbergi. Búið að langa í svona endalaust lengi og svo keypti ég líka annað kínverskt veggskraut gert úr tréplötum. Þannig að bílskúrinn fær smá kínverskt yfirbragð þegar ég kem til baka ;)
Svo var það bara dinner hérna á hótelinu þar sem við fengum að vita að morgundagurinn verður svipaður og í dag. Bara æfingar og aftur æfingar og ef tími gefst fáum við að kíkja út í garð, jibbí!! ;)
Finnum reyndar á öllu starfsfólkinu að eitthvað stórt liggur í loftinu.. Erum líklega að fara að ferðast eitthvað í vikunni, annaðhvort til Peking eða Shanghai, en vitum ekkert hvenær eða hversu lengi.
Get ekki sagt að við séum neitt sérstaklega spenntar fyrir öðru ferðalagi þar sem Wenzhou var eins og það var.. En okkur finnst verst af öllu að þurfa að pakka öllu heila klabbinu niður og setja í geymslu á meðan við förum. Það er stærsta vandamálið sérstaklega þar sem það fer svo illa með kjólana okkar.. :/
En sjáum til, hlýtur að skýrast á næstu tvem dögum.. Og ef við förum þá verður það gaman um leið og við erum komnar af stað. Vona þá allavega að við förum til Peking og fáum að ganga á Kínamúrnum, það væri æði! :)
Enn.. Ætla að fara að henda mér í háttinn.. Trine farin að sofa og búin að slökkva allt inni ;)
Farið vel með ykkur þarna heima og ég sendi sérstakar kveðjur til allra skvísanna í Tékk Kristal í Kringlunni en nú fara líklega að æsast leikar hjá þeim í jólaösinni :)
Lag dagsins:
Orange sky (OC mix)
Ykkar,
Uns.
Ps. Setti inn myndir frá gala kvöldverðinum sem var hérna á hótelinu í fyrrakvöld og eina góða úr verslunarferðinni ;)



26.11.2005 | 13:50
..Væmniskast..
Ég er svoo heppin..
Á yndislegustu fjölskyldu, vini og vinkonur sem hægt er að hugsa sér.. Það er sko langt frá því að vera sjálfsagt og ég er ólýsanlega þakklát fyrir það.
Það er stundum eins og maður geri sér ekki grein fyrir því hvað maður á..
Málshátturinn
" veist ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur"
er svo sannarlega sönn lífspeki því að þó að ég hafi alltaf vitað að ég ætti svona yndislegt fólk í lífi mínu þá sé ég það enn betur eftir að hafa verið "ein" hérna hinum megin á hnettinum í nokkurn tíma.. :)
Héðan er annars allt það besta að frétta.. Aðeins farið að róast hjá okkur dagskráin en það er bara tímabundið því okkur var sagt að nota aukatímann sem við fáum vel til að hvílast því á mánudaginn byrjar brjálæðið aftur.
Í gær fórum við aðeins í ræktina og sundlaugina og svo um kvölið var þessi svaka fíni kvöldverður hérna á hótelinu. Okkur hlakkaði nú ekkert sérstaklega til að þurfa að sitja í 4 tíma uppstrílaðar, þrjár á hverju borði, innan um æsta kínverjana. En þetta var bara hinn glæsilegasti kvölverður og við Trine vorum einstaklega heppnar með borðsgesti ásamt því að maturinn bragðaðist ágætlega :)
Dagurinn í dag var svipaður. Ræktin í klukkutíma, aðeins í laugina, æfingar og svo bara venjulegur kvöldverður á hótelinu.. Frekar ljúft líf og ef þetta væri alltaf svona þá væri þetta allt annað og ég gæti kannski rifjað upp HVAÐ lögfræði er eiginlega.!?! ;)
Held líka að það ríki einhver smá misskilningur um þessa för mína hingað. Hef heyrt það nokkrum sinnum að ég sé að fá ókeypis heimsreisu upp í hendurnar en það er nú aldeilis ekki alveg málið þó að þetta sé svo sannarlega framandi og virkilega skemmtilegt en bara á allt annan hátt eins og þið hafið lesið í pistlunum mínum hér. Þetta er bara vinna og ég þarf og ætla 100% að koma hingað einhvertíman aftur og njóta þessarar paradísar til hins ýtrasta. Draumurinn er að sjálfsögðu að koma hingað í brúðkauðsferð en til þess þarf ég nú að finna mér brúðguma fyrst, ekki satt! ;)
En jæja ætla að hætta þessu rugli.. Þarf að fara á fund með "shapperonunum" mínum.
Knús til allra heima :)
-Uns
Fékk símtal frá mömmu þar sem hún sat í útvarpsviðtali ásamt Heiðari snyrti sem er alltaf jafn æðislegur. Þau voru að ræða við mig um daginn og veginn og hvernig allt saman gengi hérna úti.. Skildist að það væru einhverjar væntingar heima á fróni um sæti í úrslitum þetta árið. En ég verð að segja
.."lofa engu"..
Samkeppnin ER rosaleg!!
En geri að sjálfsögðu mitt besta og held áfram að bera höfuðið hátt þó svo að stundum langi mig bara að loka mig inn í skáp og aldrei pæla í fötum, hári og förðun aftur..! ;)
Það sem hvetur mig áfram er allur stuðningurinn sem ég hef heima og að vita það þið getið fylgst með mér á lokakvöldinu!
Á yndislegustu fjölskyldu, vini og vinkonur sem hægt er að hugsa sér.. Það er sko langt frá því að vera sjálfsagt og ég er ólýsanlega þakklát fyrir það.
Það er stundum eins og maður geri sér ekki grein fyrir því hvað maður á..
Málshátturinn
" veist ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur"
er svo sannarlega sönn lífspeki því að þó að ég hafi alltaf vitað að ég ætti svona yndislegt fólk í lífi mínu þá sé ég það enn betur eftir að hafa verið "ein" hérna hinum megin á hnettinum í nokkurn tíma.. :)
Héðan er annars allt það besta að frétta.. Aðeins farið að róast hjá okkur dagskráin en það er bara tímabundið því okkur var sagt að nota aukatímann sem við fáum vel til að hvílast því á mánudaginn byrjar brjálæðið aftur.
Í gær fórum við aðeins í ræktina og sundlaugina og svo um kvölið var þessi svaka fíni kvöldverður hérna á hótelinu. Okkur hlakkaði nú ekkert sérstaklega til að þurfa að sitja í 4 tíma uppstrílaðar, þrjár á hverju borði, innan um æsta kínverjana. En þetta var bara hinn glæsilegasti kvölverður og við Trine vorum einstaklega heppnar með borðsgesti ásamt því að maturinn bragðaðist ágætlega :)
Dagurinn í dag var svipaður. Ræktin í klukkutíma, aðeins í laugina, æfingar og svo bara venjulegur kvöldverður á hótelinu.. Frekar ljúft líf og ef þetta væri alltaf svona þá væri þetta allt annað og ég gæti kannski rifjað upp HVAÐ lögfræði er eiginlega.!?! ;)
Held líka að það ríki einhver smá misskilningur um þessa för mína hingað. Hef heyrt það nokkrum sinnum að ég sé að fá ókeypis heimsreisu upp í hendurnar en það er nú aldeilis ekki alveg málið þó að þetta sé svo sannarlega framandi og virkilega skemmtilegt en bara á allt annan hátt eins og þið hafið lesið í pistlunum mínum hér. Þetta er bara vinna og ég þarf og ætla 100% að koma hingað einhvertíman aftur og njóta þessarar paradísar til hins ýtrasta. Draumurinn er að sjálfsögðu að koma hingað í brúðkauðsferð en til þess þarf ég nú að finna mér brúðguma fyrst, ekki satt! ;)
En jæja ætla að hætta þessu rugli.. Þarf að fara á fund með "shapperonunum" mínum.
Knús til allra heima :)
-Uns
Fékk símtal frá mömmu þar sem hún sat í útvarpsviðtali ásamt Heiðari snyrti sem er alltaf jafn æðislegur. Þau voru að ræða við mig um daginn og veginn og hvernig allt saman gengi hérna úti.. Skildist að það væru einhverjar væntingar heima á fróni um sæti í úrslitum þetta árið. En ég verð að segja
.."lofa engu"..
Samkeppnin ER rosaleg!!
En geri að sjálfsögðu mitt besta og held áfram að bera höfuðið hátt þó svo að stundum langi mig bara að loka mig inn í skáp og aldrei pæla í fötum, hári og förðun aftur..! ;)
Það sem hvetur mig áfram er allur stuðningurinn sem ég hef heima og að vita það þið getið fylgst með mér á lokakvöldinu!