Færsluflokkur: Kína

..Wales..

Þá er ég stödd í landi Prince Charles, Tom Jones, Stereophonics,Charlotte church og Goldie lookin' chain..

Ekkert smá fallegt hérna..Nákvæmlega það sem allir voru  búnir að segja um þennan stað og hann stóð svo sannarlega undir væntingum.. Ég var nú reyndar frekar heppin með veður þegar ég kom í dag. 27 stiga hiti og glampandi sól, get ekki kvartaðSvalur En dagskráin þétt eins og venjulega og ég var að koma úr ansi löngum dinner þar sem fram fór uppboð til styrktar Save the children samtökunum hérna í Wales. Keppendur í Miss Wales 2006 voru allar mættar þarna en ég er víst að fara að dæma þá keppni annað kvöld..

Þetta var samt nú frekar boring uppboð og því nennti ég ekki að taka myndir, en ég lofa myndum eftir annað kvöld. Þá  mun ég líka hitta Claire, núverandi Miss Wales sem var með mér í Kína og var ein af mínum nánustu þar úti. Frábær stelpa..

En svo var ég að átta mig á einu allsvakalegu, þessu alveg óviðkomandi.. Ég verð heima í alls tvær og hálfa helgi í allt sumar.. Hálfa helgin er fyrsta helgin í júlí og þá er náttla landsmót, næsta er  15-16 júlí (en það er samt mjög líklegt að ég verði að dæma Miss England í London) og þriðja helgin er verslunarmannahelgi, allavega eins og staðan er í dag.. Össössöss.. Þannig að það verður lítið um aðrar útilegur og roadtrip sem búið var að planaÓákveðinn En flottar helgar til að detta niðrá samt sem áður.. Lukkunnar pamfíll (hvernig sem það er nú skrifaðUllandi)..

Sú sem sér um dagbókin mína hefur ekki hugmynd um að þetta séu skemmtilegar helgar heima á fróni en þetta getur líka allt breyst og mun 100%  breytast ef ég þekki þetta lið rétt!

En hvað um það.. Ég þarf víst að fara að sigla í draumaheiminn.. Verð vakin 6 til fara að heimsækja ellimannaheimili.. Sem verður gaman því gamalt fólk er einum of mikið krútt!!

Náttý!

-UB


..Kóngurinn..

Helgin leið alltof alltof fljótt..

Pabbinn kom heim frá Kínalandinu á föstudag og mættum við systkinin að sjálfsögðu út á völl að sækja gamla. En þá hafði ég eytt nokkrum tíma í að snurfusa íbúðina hans, sem var búin að standa auð í næstum þrjá mánuði.

Það er snilldin ein að vera búin að fá pabba heim og hann er eins og ég, fór beint í sveitina þar sem við gríslingarnir kíktum á hann kvöldið eftir og áttum frábæra kvöldstund í faðmi fjölskyldunnar, en amma og afi voru að sjálfsögðu á staðnum. Hef sjaldan hlegið jafn mikið og brandararnir fengu svo sannarlega að fjúka þetta kvöld, í bongó blíðu í Fljótshlíðinni!Glottandi

Sunnudagurinn fór í hestamót og pælingar og urðu úrslit dagsins þau að einn fjölskyldumeðlimur hefur komið sér inn á landsmót og annar fer sem varahestur! Ekki slæmt það Brosandi En sama kvöld var það svo matarboð hjá Brósa og Beggu í fínu fínu íbúðinni þeirra í Breiðholtinu.

Á mánudag tók ég svo þátt í aldeilis skemmtilegri uppákomu, en það var fjölskylduhátíð fyrir langveik börn sem var haldin niðrí Rjóðri. Þarna voru í boði grillaðar pulsur,  söng- og skemmtiatriði, en börnunum til skemmtunar voru m.a mættir landsliðsmennirnir Grétar, Hemmi og Haukur Ingi sem og Idol stjarnan Ingó og Rotweiler hundurinn Þorsteinn Lár. Þetta heppnaðist einstaklega vel og ég get ekki sagt annað en að ég hlakki til að koma aftur á næsta ári!Brosandi

Enn svo var komið að því! Kóngurinn fimmtugur og ég bara gat ekki látið tónleikana framhjá mér fara! Ólst upp við þessa tónlist og búin að hlusta á hana daginn út og daginn inn í áraraðir.

VÁÁÁÁÁ!!!! HVAÐ VAR GAMAN!!!! ARGASTA SNILLD!Ullandi (eins og myndirnar bera kannski með sér.. ;)

Annars hafa síðustu dagar aðallega farið í pökkun og vesen við undirbúning þessa brjálæðislega langa túr sem ég er að fara út í.. Ég er heldur ekki frá því að litli stressboltinn hafi aðeins látið á sér kræla í mallanum á mér en ég er að fara út í svipað langan tíma og ég var í Kína í desember. OG það það var heil eilífð fyrir mér..Óákveðinn

Farin að rýna í skipulagsbókina..

 -Uns.

 

 


..Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins..

Ræsti heilsuhlaup krabbameinsfélagsins í gærkvöldi en óvenju margir mættu miðað við veður. Held það sé nokkuð ljóst að við eigum alveg hörkuhlaupara hér á landi og þá sérstaklega marga unga og upprennandi og það var virkilega gaman að vera þarna og fylgjast með þessu.

Ég ræsti hlaupið með því að skjóta úr byssu og ég veit eiginlega ekki við hverju ég bjóst en mér sýndist þetta var nú bara vera venjuleg dótabyssa með hvellettu. Held ég hafi leikið mér með svona byssur í hundraðatali þegar ég var barn en báðir bræður mínir lifðu fyrir leikinn "löggur og bófar" á sínum timaGlottandi

Ég tók svo líka á móti hlaupurunum með verðlaunapeningum og hjálpaði til við að veita verðlaun sem veitt voru eftir aldursflokkum.

Annars fór gærdagurinn hjá mér í allt og ekkert. Ótrúlegt hvernig tíminn flýgur stundum frá manni og maður kemur engu í verk. Hefði þurft að fara að pæla í yfirvofandi ferðalagi, skoða stöðuna á Miss World fötum og redda mér nýjum kjólum, komin með pínu leið á gömlu kjólunum mínum. En ég reyni að koma því inn í verkefni dagsins sem þó eru allnokkur.

Helgin enn óráðin. Stepurnar á leið upp á Arnarstapa í útileigu, en ég verð að öllum líkindum að fylgast með hestamóti upp í Mósó  og svo gæti verið að maður kíki austur í sveitina.

Annars er ég dottin í tónlist sem ég var hætt að hlusta á.. Stundum hættulegt..

-Vonin blíð -Bubbi

-Einn dag í einu -Bubbi

..Best I ever had..

 

 


..Sumarið er tíminn..

Er að hlusta á gamalt og gott lag með Amos Lee. Datt inná það í útvarpinu á leiðinni heim í gærkvöldi en ég var búin að gleyma því hvað hann getur verið góður..

En sumarið er svo sannarlega komið, þó að veðrið sýni það ekki alveg þessa dagana.. Fór í snilldar ísbíltúr með Sigríði, Sonju og Signý vinkonu  í gær og ég get svarið það, ég hef ekki hlegið svona mikið lengi..! Við kusum að gera prakkarastrik aldarinnar og nánast migum í okkur, bókstaflega, af hlátriHlæjandi

Maður lifir víst bara einu sinni og ég mæli með því að grípa þau augnablik sem verða á vegi ykkar til að framkvæma smá kjánaskap! Það er SVO þess virði eftir áGlottandi

Annars fékk ég email að utan í morgun og finnst ekkert jafnóþægilegt og svona email.. Minnir mig á það að ég á mig engan vegin sjálf þetta árið. Í því kom fram að ég verð í burtu nánast allan júní.. Og öll plön sem ég vissi af hafa breyst og komin ný í staðin. Grunaði nú samt að ég yrði mikið úti í sumar þar sem ég er búin að fá svo gott frí hérna heima í maí.. En júní verður killer og ég verð svo sannarlega látin vinna fyrir laununum mínum.

Dagskráin er ekkert smá þétt og ég stoppa varla lengur á hverjum stað en tvo daga í senn. Löndin sem ég fer til eru m.a: Wales, England, Skotland, Pólland, Kína (Hong Kong, Shanghai, Sanya), Sviss og Þýskaland.

Planið er svo að ég komi heim þann 29. júni og taki flugið beint til Akureyrar til að mæta galvösk á Landsmót hestamanna sem verður reyndar löngu byrjað þarnaÓákveðinn Eg verð líka án efa óendanlega þreytt eftir þessa törn úti þannig að ætli ég eyði ekki mestum tíma sofandi inní tjaldvagni..

Annars var ég að koma úr Ísland í bítið þar sem við vorum að ræða Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins sem fer fram í kvöld. Ég mun ræsa hlaupið sem hefst kl. 19 við hús Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíðinni og einnig taka á móti hlaupurunum og veita verðlaun þar sem við á.

Hvet alla til að mæta og taka smá göngu/hlaupatúr, hafið gott af því og styrkið um leið virkilega gott málefni..!Brosandi

En jæja.. Ætla að fara að gera eitthvað af viti..

-UB


..Trampólín..

Ja hérna hér.. Þessi litla óvissuferð sem ég skipulagði hefði bara ekki getað heppnast betur,  allir í skýjunum með hana og hún verður svo sannarlega einn af viðburðum ársins sem verður rifjaður upp aftur og aftur!Brosandi 

Enn hér kemur ferðasagan..

Laugardagurinn var tekinn snemma, fór á fætur fyrir allar aldir til að allt yrði nú örugglega á hreinu þegar ég mundi sækja skvísurnar. En ég verð að viðurkenna það að skipulagspúkinn í mér tók öll völd þennan dag..!

Ég var búin að fá lánaðann hinn fínasta 7 manna bíl hjá B&L, en fólkið þar er alveg meiriháttar yndislegt og reddaði mér þessum svaka kagga, þar sem við vinkonurnar vorum svo óheppilega margar að við komumst ekki fyrir í 5 manna bílnum mínum.

Um 11 leytið sæki ég þær eina af annarri og þær hafa ekki hugmynd um hvað við erum að fara að gera.. Og að sjálfsögðu gera þær í því að reyna að veiða það upp úr mér! Fyrsta stopp var í Grafarvoginum þar sem ég hafði grafið upp þessa fínustu Jetski leigu sem engin okkar hafði ekki hugmynd um að væri þarna. Við skelltum okkur allar út á sjóinn á þessum tryllitækjum og brostum út að eyrum! Einum of mikið adrenalínkikk þar á bæSvalur

Þaðan lá leiðin beina veginn upp í hesthús í Mosó þar sem við byrjuðum á því að snæða pizzur af bestu list frá besta pizzastað í heimi, Pizzabæ.

Eftir mat var svo allri hersingunni skellt á hestbak á góða og ljúfa hesta sem við Straum vorum búin að smala héðan og þaðan en þægilega og rólega hesta, fyrir óvana, er ekki að finna á hverju strái. Stelpurnar stóðu sig svo eins og hetjur! Riðum alla leið upp í Laxnes og til baka, yfir ár, upp og niður brekkur, alveg stórslysalaustGlottandi Þær eru nú meiri snillingarnir!!

Eftir reiðtúrinn skutumst við heim í Brúarásinn þar sem skipt var um föt í snarhasti og  raðað sér aftur í bílinn. Þá keyrði ég með þær austur á Stokkseyri þar sem við gæddum okkur á dýrindis humarveislu. Þetta var eiginlega OF góður kvöldverður til að reyna að lýsa því hér, en hann var alveg SÚÚPERBrosandi

Þaðan var svo haldið áfram í austurátt þar sem við eyddum kvöldinu í heitum potti í sveitakyrrðinni og skemmtum okkur stórkostlega vel. Mikið hlegið og mikið trallað, en Olga vinkona vinnur þessa dagana á leikskóla í borginni og hún sá um að kenna okkur þessa helstu söngva sem nauðsynlegt er að kunnaGlottandi  Við áttum það reyndar til að breyta textanum nákvæmlega eins og okkur hentaði og voru margir hlutirnir sem við tökum uppá í þessum galsa alveg PRICELESS!!Ullandi 

Stelpurnar spiluðu svo sama leik og ég og komu mér alveg á óvart með svölustu afmælisgjöf allra tíma! Signý og Magga vinkona höfðu þurft að koma á auka bílum þar sem gjöfin var falin og grunaði mig því ekki nokkurn skapaðann hlut. 

Afmælisgjöfin í tilefni 22 ára afmælis míns var risa TRAMPÓLÍN og ég táraðist af hlátri þegar þær afhentu mér hana! Hversu svöl gjöf er það!! Svalur

Daginn eftir vöknuðum við svo óhemju snemma og tókum til, misduglegar, en á endanum brunuðum við inn á Selfoss í "leftovers" lunch á KFC. Magga hafði skilið bílinn sinn eftir á Selfossi yfir nóttina og að sjálfsögðu var búið að skella á hann spoiler og öllum þessu helstu græjum þegar við komum og náðum í hannGlottandi

Restinni af deginum eyddum við svo vægast sagt í leftovers stemmningu, enda að kálast úr harðsperrum eftir Jetskiið og hestaferðina.

En eins og ég sagði áður þá hefði ferðin ekki getað verið betur heppnuð og þakka ég það frábærum félagskap!!Hlæjandi Vantaði samt þrjár skvísur og var þeirra sárt saknað!

Framundan hjá mér er svo ýmislegt eins og fyrri daginn en ég fer samt ekki aftur út fyrr en eftir viku og þá er ferðinni heitið til Wales..

Annars er ég mest í því að taka á móti bröndurum um hið fræga fall mitt í síðustu viku, en ég held að það sé nokkuð ljóst að ég sé búin að búa til grunninn að einu góðu atriði í áramótaskaupinuGlottandi

Farið vel með ykkur!

-UB


..Fatlafól..

Jájá, þá er það staðfest! Eg er orðin fatlafól!! Komin með hægri hendina í umbúðir og fatla en sem betur fer var hún ekki brotin eða brákuðBrosandi Hefði samt eiginlega átt að reyna að lenda á vinstri hliðinni, ansans klúður, það hefði verið mun hentugra þar sem ég er rétthent.

En það er ekkert grín að detta svona í háum hælum og síðkjól! Ekki séns að setja fæturna fyrir sig svo maður fellur bara lóðréttur beint í gólfið, eins og kannski margir sáu á videoinu sem kvöldfréttirnar í gær sýndu alls 4 sinnum!! Greinilega gúrkutíð í fréttum á ÍslandiGlottandi

Annars er gaman að því,  að ef við byggjum við sama réttarkerfi og ríkir í Bandaríkjunum þá hefði ég orðið milljónamæringur frá og með miðvikudagskvöldinu og skaðabótunum rignt yfir migGráðugur Enn sú er auðvitað ekki raunin og sit ég því eftir með sárt enniðGlottandi Og fjóra marbletti sem dafna vel, en þessi stærsti á mjöðminni er orðinn dökk fjólublár og farinn að líkjast ískyggilega mikið lögun Íslands.. Verður gaman að fylgjast með því hvernig hann þróast..!

Afmælisdagurinn í gær varð svo bara einkar ánæjulegur eftir allt saman. Fékk eina afmælisgjöf sem var algjör draumur, en svo er í vinnslu lopapeysa frá Mams, sem er stefnt á að verði tilbúin fyrir Landsmót hestamanna í sumarBrosandi

Ætla hins vegar ekki að halda uppá afmælið með hefðbundnu sniði í ár, heldur aðeins taka allra nánustu vinkonurnar og fara með þær í óvissuferð um helgina..!

Þær hafa ekki hugmynd um hvað þær eru að fara að gera, en það eina sem ég hef sagt þeim er að þær verða sóttar á laugardagsmorgun kl.11 og þá eiga þær að vera búnar að kjósa og tilbúnar í hvað sem er!!

Hlakka ekkert smá til að gera þetta með þeim! Þær eiga svo skilið að gera e-d svona skemmtilegt og öðruvísi.  Búnar að standa við bakið á mér eins og klettar síðastliðið ár og verið bestu vinkonur sem hægt er að hugsa sér!

Verst er að það lítur allt út fyrir að það muni rigna á okkur, en þá er það bara pollagallinn og reunion á Eyjastemmninguna frá því í fyrrasumar Glottandi

Annars er ég bara heima í dag, "hlúa að sárum mínum" og í mömmuleikBrosandi Við Steinsson erum búnar að vera að passa alla vikuna, 3 mánaða gamla prinsessu sem mun bera nafnið Viktoría Katrín. Hún er tiltölulega nýkomin í fjölskylduna en er verðandi stjúpdóttir Steinars bróður.

Þetta eru hinsvegar smá viðbrigði fyrir mann að prufa svona "leik". Hef ekki verið í kringum ungabörn síðan Villi bróðir fæddist og hann er 14 ára í dag! En þetta er svo auðvelt þegar maður kemst í gírinn, sérstaklega þegar börnin eru svona mikil ljós eins og þessi skvísa!

En jæja, held hún sé að vakna.. Þá þarf að láta skipta á sér, fá að drekka o.s.frv o.frv.  Planið er svo að fara með hana í bíltúr og klára að útrétta fyrir óvissuferðina, en það er ansi margt sem þarf að huga að því dagskráin er þétt allan morgundaginn og stelpunum verður ekki skilað heim fyrr en á sunnudagsmorgun..Ullandi

Góða helgi öll sömul!

-Megið vænta skýrslu um óvissuferðina eftir helgi-Glottandi

-UB


..Fall er fararheill..!!

Elsku Sif, Ásdís og Jóna Kristín, innilega til hamingju með árangurinn í gær! Þið eruð æðislegar í einu orði sagt!!Brosandi Og það gildir líka um allar hinar stúlkurnar í keppninni í gær, stóðuð ykkur eins og hetjur og gerðuð þetta kvöld yndislegt! 

En þetta var nú aldeilis skemmtileg afmælisgjöf sem ég fékk rétt eftir miðnætti í gær á fyrstu mínútum afmælisdagsins! EN ég "kaus", vægast sagt, að fljúga á hausinn á sviðinu á Broadway!

,,En hvaða, hvaða".. Þurfti ekki hvort sem er aðeins að krydda upp í þessari keppni! Komið gott af því að stelpurnar "næstum því detti" og flott að sjá fótunum gjörsamlega kippt undan einni!Svalur 

En það er líka nákvæmlega það sem gerðist, gólfið þarna var eins og skautasvell og ákkúrat á þessum hluta sviðsins hafði gleymst að skúra eftir bón, með fyrrgreindum afleiðingum. Sendi "þakkir" þeirra sem áttu að sjá um það.. Þið eruð  án efa komin á svarta listann hjá mér!

Skil reyndar ekkert í henni ömmu Gull að hafa ekki leitt mig á sviðinu eins og hún er vön að gera, hefur verið ansi upptekin við saumavélina í gærkvöldi, þessi elska. En ég efast um að hún sleppi af mér takinu héðan í fráGlottandi

En ég er óbrotin og kórónan líka, ótrúlegt en satt. Einungis með 3-4 GÓÐA marbletti sem eiga eftir að minna mig á þetta næstu daga, en ég held að ég eigi met í því safna mér skemmtilegum marblettum sem myndast við furðulegustu aðstæður.

 Er farin út í góða veðrið og að njóta þess að vera orðin árinu eldri..! Glottandi

 -Uns


..Sometimes you cant make it on your own..

Lag síðustu 6 vikna í mínum huga er búið að vera U2 lagið,

"sometimes you cant make it on your own"

En það eru líka eru líka orð með réttu því stundum er það bara þannig að þú getur ekki gert hlutina algjörlega af sjálfsdáðum..

Mig langar að þakka svo mörgum, fyrir hjálp, stuðning og hlýju að það er óraunhæft að reyna það á þessum vettfangi. Enn ég ætla að reyna þó að ég eigi 200% eftir að gleyma einhverjum og vona að mér verði fyrirgefið það sökum viðburðarríkra síðustu daga í lífi mínu.

Í fyrsta lagi langar mig að þakka fjölskyldunni minni, ekki bara þeim sem standa mér allra næst því líka öllum hinum því ég veit og hef fundið fyrir því að þið hafið verið að hugsa til mín.
Svo eru það vinirnir, vinkonurnar og kunningjarnir sem eruð bókstaflega búin að halda í mér lífinu síðustu vikur. Þið eruð yndisleg, á ekkert annað orð, YNDISLEG :)
Og svo auðvitað allir hinir sem hafa sýnt mér hlýhug og stuðning á margan hátt.
Allt þetta fólk og þið vitið öll hver þið eruð, er búið að hjálpa mér að láta þennan draum rætast og ég "segi það og skrifa"
Að ég hefði ekki getað þetta án ykkar.. ;)

Mig langar líka að senda sérstakar þakkir til hennar Sóleyjar sem er með EMM make up school og strákanna sem reka Café Oliver en það voru þau sem sendu hana Margréti make up artist út til mín en hún málaði mig fyrir keppnina sjálfa. Mun verða þeim og Margréti ævinlega þakklát fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig og þennan styrk sem þau veittu mér.

Förðunin þarna úti er búin að skipta gífurlega miklu máli og eins og ég hef sagt ykkur áður þá þurfti ég að vera fullförðuð alla daga og ekki beint sú færasta í þeim málum. Þess vegna langar mig að þakka Elínu Ösp og Rósu í GASA fyrir allan stuðninginn og hjálpina sem þær hafa veitt mér í þessum málum og allt sem þær hafa kennt mér og síðast en ekki síst henni Elínu Reynis. sem hefur málað mig oft í gegnum tíðina og kennt mér einna mest.

Hárið skipti ekki minna máli hérna úti og þar kemur hann Baldur og starfsfólk hans á Mojo inn í söguna, en þau eru æðisleg í einu orði sagt. Vilja allt fyrir mig gera og gáfu mér meira að segja lit og allar græjur með mér út sem ég (mjög brösulega) setti í hárið á mér í síðustu viku, hehe..
Dísa sem er með hárgreiðslustofuna Hárný veitti mér líka ómetanlegan styrk í formi leiðbeininga og efna í hárið og hefur það komið að virkilega góðum notum.

Í sambandi við föt og annað þá er listinn endalaus en NEXT var stærsti styrktaraðilinn á þeim bæ, auk þess sem ég fékk lánuð föt frá COSMO og ábyggilega öllum mínum vinkonum og stundum mömmum þeirra líka ;)

Eggert feldskeri og hans starfsfólk á innilegar þakkir skilið fyrir hjálpina með þjóðbúninginn og "Möller" fjölskyldan í Breiðholtinu, takk fyrir ykkar innskot í þeim málum og í rauninni bara takk fyrir að vera þið, eruð gullmolar og ég hugsaði ótrúlega mikið til ykkar hérna úti, enda hluti af ykkur á vissan hátt eftir téðar og títtnefndar páskamáltíðir hérna um árið ;)

SIGURÞÓR einkaþjálfari. Eitt stórt TAKK fyrir alla hjálpina. Það er þér einum að þakka að ég komst í topp 5 í beach beauty keppninni hérna úti! Og keppendur voru alls 102, ekki slæmur árangur þar ;) Besti einkaþjálfari þótt víða væri leitað..!

Gunna í trimmforminu, þú áttir líka stóran þátt í árangrinum og ég mæli svo sannarlega trimmformi Berglindar fyrir þá sem vilja koma sér í form og líta vel út.

Linda í Heilsu og fegurð, takk fyrir bestu neglur sem ég hef fengið. Þær dugðu allan tímann sem er persónulegt met hjá mér og núna fyrst eru tvær brotnar þannig að ég verð að fá að koma til þín um leið og ég kem heim ;)

Didda í BASA. Ég á eiginlega ekki orð yfir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ómetanlegur andlegur styrkur og aðstoð við allt milli himins og jarðar.

Sigga í Sigga og Timo, takk fyrir þessa gullfallegu skartgripi sem þú lánaðir mér út og fyrir lokakvöldið, hef sjaldan séð þá flottari.
En ég fékk einnig lánaða skartgripi frá henni Hansínu Jens sem komu að góðum notum.

Mig langar líka að þakka henni Sigrúnu minni Jóns í Lavatown fyrir geggjuðu armböndin sem hún lánaði mér en fyrst og fremst fyrir að hafa verið stuðningsmaður númer eitt og æðisleg í alla staði :)

Að lokum sendi ég mínar innilegustu þakkir fyrir góðar kveðjur, til sendiherra Íslands í Kína, forsætisráðherra og Forseta Íslands og frúar.

Og ekki má gleyma öllu fjölmiðlafólkinu heima fyrir velunnin störf og góða umfjöllun um keppnina.

Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Það var heiður að fá að deila með ykkur hugsunum mínum og því sem á daga mína dreif í Kínalandinu.

Takk fyrir mig :)

Ykkar,

Unnur Birna.

Fleiri sem eiga þakkir skilið:

Heiðar snyrtir
Elín Gests.
Arnar Laufdal
Berglind (Beddy)
Lukka
Bjössi og Dísa í world class
Skvísurnar í Tékk Kristal
Maggi/Latibær
Sportís
Þórhallur
Valgarður
Þorbjörg Sigurðar.
Linda P.


..Fyrir ömmu Gull..

Ég hef aldrei á minni litlu ævi fundið jafn sterkt fyrir einni manneskju og ég fann fyrir henni Jórunni Karlsdóttur, ömmu Gull í gærkvöldi. Hún hefði alveg eins getað staðið við hliðiná mér á sviðinu í bleiku dragtinni sinni og haldið þéttingsfast utan um mig.

Ég vil tileinka henni þetta kvöld að öllu leyti.. Þetta var fyrir hana, yndilegustu konu sem uppi hefur verið..

Sakna hennar sárar en nokkurs annars og hefði gefið allt, allt fyrir að hún hefði getað upplifað þessa stund í gærkvöldi áður en hún fór frá okkur..
En hún var þarna með mér, sannaði það fyrir mér og ég mun aldrei efast.

Hún gerði þetta á sinn hátt..

"And now, the end is near.
And so I face the final curtain.
My friend, I?ll say it clear,
I?ll state my case, of which I?m certain.

I?ve lived a life that?s full.
I?ve traveled each and ev'ry highway;
And more, much more than this,
I did it my way.

Regrets, I?ve had a few,
But then again, too few to mention.
I did what I had to do
And saw it through without exemption.

I planned each charted course.
Each careful step along the byway,
But more, much more than this,
I did it my way.."

(My way -Frank Sinatra)

..Tár..

-Uns.

..Er ennþá að bíða eftir því að vakna..

Ég á ekki til orð.. Er algjörlega, gjörsamlega í losti og búin að vera það síðan 12 í gærkvöldi.

Þessu.. Af öllu, átti ég ekki von á.. Og ég held það sé alveg á hreinu að ég er ekki nálægt því að vera búin að meðtaka þetta.
Er án gríns búin að skella uppúr nokkrum sinnum í dag því að súrrealískara gerist lífið ekki ekki.

Váá.. Titra við það eitt að skrifa um þetta..

EN elzkurnar mínar.. Það eina sem mig langar að gera er að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir allan stuðninginn og þá ómetanlegu hlýju sem þið hafið sýnt mér. Þið eruð búin að vera stoð mín og stytta síðastliðnar fimm vikur og ég hefði ekki getað þetta án ykkar.. :)

Ég mun leggja mig alla fram við að vera landi og þjóð enn betur til sóma í starfi mínu á komandi ári og allur heimurinn mun fá að vita hversu yndislegt litla Ísland er.

Takk fyrir mig..

Ykkar og engra annarra ;)

Unnur Birna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband