Færsluflokkur: Kína

..Odeon..

Tiltölulega rólegur dagur í dag. Þrjú símaviðtöl sem tóku sirka hálftíma hvert við pressuna hér í Englandi. Þegar þeim var lokið fékk ég mér göngutúr með ipodinn og kíkti í garð hér í nágrenninu. Veðrið reyndar ekki eins gott og það er búið að vera síðastliðnar tvær vikur en í kvöld fór aðeins að rigna sem þýðir vonandi að veðrið fer að skána heima.

Ég tók upp á svolitlu í kvöld sem ég hef aldrei gert áðurBrosandi Fékk yfir mig nóg af þessu blessaða hótelherbergi sem ég er á og ákvað að skella mér í bíó! Hehe, já EIN!! Hvað annaðGlottandi  Fór á DaVinci Code en ég hugsaði með mér, hef aldrei tíma til að fara í bíó heima og þegar til þess kemur verður þessi mynd löngu farin úr sýningu..!! Þannig að ég gerði mér ferð í joggingallanum, ekkert punt og ekkert ves, niðrí ODEON kvikmyndahús sem ég fann hérna rétt hjá og kom mér vel fyrir í dimmum salnum. Það voru örfáar hræður í bíó og mér fannst bara ekkert óþægilegt við það að vera ein á ferð Brosandi

Svo var myndin bara þrælgóð. Er alls ekki sammála þeim sem hafa verið að gagnrýna hana svona harkalega. Held reyndar að það hjálpi til að það eru komin ár síðan ég las bókina á einni nóttu og þar sem ég las svo allavega tvær aðrar bækur eftir Dan Brown eftir Davinci lykilinn, mundi ég ekki nákvæmlega söguþráðinn, og því náði myndin að koma mér á óvart á köflum.

Eftir bíó dreif ég mig svo auðvitað upp á hótel og horfði á leikinn, enda ekki annað hægt. Stór leikur þar á ferð og það virðist sem Svíarnir muni halda áfram að standa í Englendingunum en ef litið er á leiki þeirra síðustu ár hafa Svíarnir alltaf haft yfirhöndina.

Annars er morgundagurinn er bókaður í fjölmiðla. Verð sótt í fyrramálið og fer bæði í sjónvarps- og útvarpsviðtöl hér í London. Held að ég fái seinnipartinn frían eins og í dag og vona ég þá að það rætist aðeins úr veðrinu svo maður nái sér kannski aðeins í lit í kinnarnarSvalur

Ætla að detta í svefn!

 -Uns


..Lonely blue..

Það er ekki hægt að neita því að góðu dagsverki var lokið í dag.. Tvær 3 tíma tískusýningarsýningar þar sem ég þurfti að kynna hvert atriðið á fætur öðru á bæði ensku og þýsku.. Og um 20 (+ -) viðtöl trekk í trekk frá því 9 í morgun og í kringum sýningarnar.

Var reyndar alveg uppgefin eftir fyrri sýninguna enda búin að vera ágætlega stressuð þar sem mitt hlutverk var frekar crusial. Þurfti að halda flæðinu gangandi og reyna að ná til áhorfendanna í salnum með leikrænum tilburðum sem við æfðum stíft upp í búningsherbergiGlottandi  Sá sem fylgdi mér í þessa ferð er einmitt einstaklega góður kynnir og starfaði við það í einhvern tíma fyrir nokkrum árum.. Seinni sýningin gekk síðan eins og í sögu og í heildina fór þetta allt saman alveg ótrúlega vel og Valentino var í skýjunum..! Hefði ekki getað verið betra..!!Brosandi

Þar með er þessi stutta ferð til Zurich svo sannarlega komin í hóp þeirra skemmtilegustu í ár. Kynntist fullt af góðu fólki fyrir utan það hversu frábært tækifæri þetta var til að koma sér á framfæri þar sem þetta var tekið upp og verður sýnt um alla Evrópu.

Nú er ég komin aftur til London, búinn að vera aðeins of strembinn dagur og ég ætti eiginlega að vera komin í rúmið. Enn.. Er á nýjum gististað.. Öll önnur hótel sem ég er vön að gista á voru full og ég er bara því miður ekki alveg að tækla andann hérna. Eldgamalt hús/hótel einhverstaðar í úthverfi í London og ég er bara ansi einmanna..Óákveðinn Ekki alveg að gera sig..

Ég las það einhverstaðar að til þess að manni líði sem best andlega þarf maður að fá 20 óumbeðnar snertingar á dag. Þá er ég að tala um klapp á öxlina, knús eða faðmlag.. Og það er nú þannig að á þessum ferðalögum mínum einangrast ég það mikið að einmannaleikinn þrengir sér auðveldlega að þegar maður kemur einn upp á herbergi á kvöldin. Get ekki beðið eftir að knúsa alla vel og lengi þegar ég kem loksins heim til að bæta upp þennan skort á kærleika..

Enn það fer nú að styttast í fjögurra daga pásu heim til Íslands, kem í lok næstu viku, 29 eða 30 og það verður sko langþráð pása. Sérstaklega þar sem júlí verður alveg jafn þéttsetinn og júní, ef ekki verri!! Fer út strax aftur í byrjun mánaðarins og á dagskránni eru, Ungverjaland, England, Svíþjóð, Kína (AFTUR!! arrg), Brasilía og Bandaríkin. Og örugglega eitthvað meira sem þeim hefur ljáðst að segja mér..

En núna er ég að alveg að sofna ofan í lyklaborðið.. Býð góða nótt og góða drauma!Brosandi

-Komnar fleiri myndir í Sviss möppuna-

-Uns

 


..Mondo Valentino..

Jæja..

Komin til Sviss! Dagurinn í gær fór allur í ferðalag, ótrúlegt en satt þar sem það er aðeins klukkutíma flug hérna yfir frá london. Fluginu var seinkað og allt fór úrskeiðis sem mögulega gat, sem gerist oft þegarég ferðastGlottandi

Galaball Rauða Krossins fór fram með pompi og prakt á föstudagskvöldið í London. Snæddum dinner hjá sendiherra Kuwait en það var gaman að sjá hversu vel Englendingarnir passa upp á erlendu sendiráðin sín. Þau eru öll á sama afgirta svæðinu sem er stór fallegur garður með götuskipulagi og mjög öflugri öryggisgæslu af skiljanlegum ástæðum.

Gala kvöldið sjálft fór svo fram að heimili The Lord Major of London, Alderman David Brewer og aðalskemmtikraftur kvöldsins var Michael Ball sem er einn virtasti söngavari Bretlands. Hann tók meðal annars smellinn sinn: "Love changes everything" við mikla ánægju viðstaddra.Brosandi

Ég bar afar verðmætt hálsmen þetta kvöld sem var síðan boðið upp og fengust 4000 pund fyrir það. Nokkuð gott mundi ég segja og næst hæsta verðið sem fékkst fyrir einn hlut þetta kvöld..!

Ég var líka í einum glæsilegasta kjól sem ég hef séð, en hún Soffía mín sem tók þátt í ungfrú Reykjavík og Ísland í ár var svo yndisleg að lána mér hann! Truflaður kjóll sem ég hef verið ástfangin af síðan við fyrstu sýn!Glottandi

Annars er Sviss alveg að gera sig..  Er á litlu sætu hóteli við Garda vatn, með útsýni yfir höfnina. Fórum út að borða í gær með aðstandendum þessarar tískusýningar sem við erum hér fyrir og enginn annar en hönnuðurinn Valentino sat á móti mér við borðið. Þessi sýning sem kallast Avant Garde er hans hugmynd og býður hann fólki frá öðrum löndum að koma á tveggja ára fresti  og sýna sína hönnun í hárgreiðslu og fatnaði.

Dagurinn í dag mun svo fara í æfingar fyrir morgundaginn, og viðtöl og myndatökur við svissnesk blöð og tímarit.  Sýningarnar sem verða tvær fara svo fram kl. 12 og 16 á morgun en mitt hlutverk mun vera að kynna atriðin sem verður án efa öðruvísi og skemmtilegt fyrir mig að prufaBrosandi Í sýningunni mun ég einnig klæðast kjólum hönnuðum af Valentino sjálfum..

Gleymdi alltaf að gefa ykkur linka á eitthvað af þessum viðtölum sem ég fór í, í síðustu viku. Hérna eru allavega tveir..Brosandi

http://fifaworldcup.yahoo.com/06/en/060612/1/7g0d.html

 http://www.globalbeauties.com/closeup/2006/close_world.htm

Farvel..!Glottandi

-UB


..Miss World Childrens Charity..

Komin aftur til London..Brosandi Fórum í enn eitt "nætur" flugið í morgun en það er ótrúlegt hvað við förum oft ELDsnemma á morgnanna  í flug...Óákveðinn

Var til dæmis svo þreytt í fluginu í gærmorgun frá Berlín aftur til Póllands að ég sofnaði í leigubílnum, í flugstöðinni og svaf svo alla leiðina í flugvélinni.. Hefði pottþétt getað lagst niður á gangstéttina og sofið værum blundi.

Gærdagurinn í Póllandi fór svo í viðtöl og myndtökur, enn og aftur. Sat nirðí lobbyi á hótelinu og tók á móti blaðamönnum frá 11 til 17 og nú er ég er orðin asni vön því að svara spurningum um sjálfa mig..

Í gærkvöldi horfðum við á leikinn Pólland-Þýskaland, með blaðamönnum að sjálfsögðu.. En fótbóltaáhuginn minn vex með hverjum deginumBrosandi

En nú er ég komin til London eins áður sagði.. og byrjaði að sjálfsögðu á að leggja mig um leið og ég kom upp á herbergi og svo er ég bara búin að vera að taka því rólega enda mikil átök framundan..

Sjónvarpsviðtal í hádeginu á morgun, kokteilboð í hjá sendiherra Kuwait hér í London seinni partinn og árlegt góðgerðar - galaball Rauða krossins annað kvöld þar sem ég mun bera mjög verðmætt hálsmen allt kvöldið, sem verður síðan boðið upp í lokin.

Á laugardag flýg ég svo til Sviss þar sem ég er að fara að vera kynnir á stórri tískusýnigu sem fer fram á mánudag en sunnudagurinn kemur til með að fara allur í æfingar.

Var að fá ótrúlega merkilegar upplýsingar áðan hjá Miss World skrifstofunni.  En þau voru að taka saman heildar fjárupphæðina sem ég er búin að safna hingað til á árinu en það eru um, 

7. milljónir dollara..!!!

Ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum, en jújú svo er víst og ég hef oft verið að koma góðum peningaupphæðum til þeirra sem þarfnast þeirra án þessa að vita einu sinni af því sjálf! Þetta er nefnilega þannig að fyrir allar þessar heimsóknir sem ég fer í, og alla þessir viðburðir sem ég tek þátt í eru borgaðar stórar fjárhæðir sem renna beint í Miss World Childrens Charity sjóðinn sem er svo úthlutað til þeirra sem þarfnast hans mest. Inn á milli tek ég svo þátt í söfnunum annara góðgerðarsamtaka eins og t.d. Variety í USA, Save the children í Wales í síðustu viku, og Rauða krossins á morgun. En verð nú bara að segja það að ég er ansi ánægð með árangurinn hingað til því ég veit að við eigum eftir að nota kórónuna mikið mun meira til styrktar góðgerðarmálum á þessum þrem mánuðum sem eftir eruBrosandi

Það er allavega víst að ég fer að sofa í kvöld með bros á vörGlottandi

-Unshildur


..Brasilískur Salsa..

Dagurinn í gær var ÆÐISLEGURBrosandi  

Byrjuðum hann reyndar á þeim ókristilega tíma 03:45 og flugum yfir til Berlín beint að vinna. Hittum fyrir forsvarsmenn Hyundai sem stóðu fyrir þessari ferð en það voru þeir einmitt sem buðu okkur svo á leikinn í gærkvöldi.

Um hádegisbilið skelltum við okkur í að prufukeyra bíl sem er milljón dala virði en það vissi ég reyndar ekki fyrr en eftir á, sem betur fer!

Þetta var Hyundai Tucon, alveg eins og ég keyri heima, en vetnisbíll sem virkar eins og vetnis strætóinn sem keyrir um Reykjavíkina. Þennan bíl prufukeyrði ég um Berlín, sem var lúmskt gaman enda 6 faldar akreinar á sumum stöðum, sem er eitthvað sem maður er ekki beint vanur. Eftir prufukeyrsluna fórum við með bílinn niður að leikvanginum þar sem HM leikirnir í Berlín fara fram.. Þar var allt troðið af aðdáendum og stuðningsmönnum og þá aðallega Brasilískum og Króatískum auðvitað að hita sig upp fyrir kvöldiðGlottandi

Ég og bílinn vorum svo mynduð bak og fyrir, fyrir framan leikvanginn og stuðningsmennirnir í kringum okkur létu ekki á sér standa og voru ábyggilega með á helmningnum af myndunum sem var bara fínu lagi að mínu mati! Þeir eru alveg ótrúlegir og þá sérstaklega þeir brasilísku, en músíkin og takturinn í þeim er einstakur og þeir ná manni alveg á sitt band. Fengu mig meira að segja til að taka nokkur salsaspor í Brasilísku sjónvarpi! Svalur

Dagurinn fór svo í eitt og annað, myndatökur á hinum og þessum stöðum og enn fleiri fótboltabullur skoppandi í kringum okkur og látandi öllum illum látum..!

Við vorum komin á völlinn upp úr 7 en leikurinn byrjaði ekki fyrr en 9. Vildum sko ekki missa af neinu!Glottandi Við vorum með sér stúku eða sky box eins og það er kallað og þar snæddum við dýrindis kvöldverð áður en við settumst út í afgirt sætin okkar.. Algjörar dekurdúkkur!

Þetta var alveg ótrúlega gaman!! 70.000 manns samankomin og hávaðinn og lætin eftir því! ÓLÝSANLEGT!Brosandi Vildi bara óska þess að ég hefði getað deilt þessu með ástvini en ekki vinnufélögum.. En það kemur að því, einn daginn..Glottandi

Held ég ætli bara að leyfa myndunum að tala..

-Njótið-

 

-Uns

 

 


..Gula pressan..

Ég ætla að bíða með að segja ykkur frá gærdeginum þar sem að ég mun fá myndir sem segja meira en þúsund orð..

En gula pressan lætur á sér kræla aftur.. og í þetta skiptið tengist það viðtali sem ég fór í og var spurð út í ástarmálin. Ég sagði þau vera mín einkamál og þá ákvað þessi blaðasnápur "out of the blue" að ég ætti ekki kærasta sem er að sjálfsögðu STÓR misskilningur. Þessu þurfum við Straumsi að sitja undir.. Frekar ósanngjarnt :(

 - set inn stemmingsmyndir frá gærkvöldinu seinna í dag-

 

UB.

 


..Myndir..

                              

                  Stolt Guðmamma!Glottandi

 

                   

    -Þetta er blóðmóðir hestanna-

 

               

 

                

 

- Fleiri myndir í albúmi-


!! HM HM HM !!

BrosandiJIBBI!!Brosandi Ég er að fara á HM á morgun!! Hversu ÍSKYGGILEGA GAMAN verður það!!Glottandi

Er að fara að sjá Brasilíu gegn Króatíu í boði Hyundai, sem þýðir að ég mun horfa á leikinn í VIP Sky boxi á leikvanginum! Vá.. hvað það verður gaman!Brosandi

En núna er ég hins vegar stödd í Póllandi.. Búin að vera hér síðan í gærmorgun og þó þetta sé í "hundraðasta" skiptið sem ég kem hingað finna Pólverjarnir alltaf eitthvað fyrir mig að gera..

Veðrið hér er algjör draumur, verður bara betra og betra með hverju skiptinu sem við komum hingað, þannig vonandi stefnir í það að veðrið verði best í september þegar keppnin fer fram!

Byrjuðum daginn snemma á blaðamannafundi þar sem við fylgdum eftir "Road safety" herferð sem við hófum síðast þegar við vorum hérna. Eftir það var ferðinni heitið í dýragarð borgarinnar þar sem nýlega fæddust tveir sebrahestar. (Ég er alveg byrjuð að hlæja af þessari sögu minni áður en ég næ að skrifa hana..) en hún er þannig að í morgun voru þessi sebrahestafolöld skírð og var ég viðstödd skírnina ásamt um 500 grunnskólabörnum sem höfðu beðið í dýragarðinum eftir því að sjá Miss World allan morguninn máluð eins og sebrahestar í framan, algjörar dúllur.. EN hérna kemur það besta.. Brosandi  Hehehe..

Folöldin voru skírð U og B þannig að saman verða þau kölluð UB (Júbee) sem er gælunafnið mitt á þessum ferðalögum!! Hversu fyndið er það eiginlega..!Glottandi Tveir Sebrahestar í Póllandi munu bera upphafsstafina mína um aldur og ævi og ÉG er titluð GUÐMÓÐIR þeirra og búin að skrifa undir plagg og alles til vitnis um það!Glottandi

Aldeilis gaman að þessu!

Framundan í dag er undirbúningur fyrir kvöldið, þar sem ég mun taka þátt í stórri verðlaunaafhendingu þar sem forseti Póllands verður viðstaddur. En áður en sýningin hefst munum við eiga með honum og hans mönnum formlegan kvöldverð..

Ég bið síðan til Guðs að kvöldið verði ekki of langt þar sem ég á flug til Berlín kl. 6 í fyrramálið sem þýðir að vekjaraklukkan verður stillt MJÖG snemma og ég efast eiginlega um að ég eigi eftir að sofna nokkuð. Verð orðin yfir mig spennt..Brosandi

Ég eyði svo morgundeginum í Berlín við hinar ýmsu uppákomur en þó aðallega í viðtöl og myndatökur, þar sem heimspressan hefur mikinn áhuga á að við séum að koma. Kláraði meðal annars viðtal við FIFA í gærkvöldi sem mun birtast á heimsíðu þeirra á næstum dögum..

Kemst líklega ekki í tölvu fyrr en á miðvikudag.. Svo að þá fáiði söguna um þennan eina dag á HM í máli og myndum, ásamt myndum frá deginum í dag þegar ég kem til baka til Póllands á miðvikud.Brosandi

Bið að heilsa heim!

-UB

 


.. Day in London..

-Komnar fleiri myndir frá Wales-

En áfram með ferðasöguna..Brosandi

Snemma á laugardagsmorguninn vorum við keyrð aftur til London og var ég bókuð á flugvallarhótel við Heathrow þar sem við vorum að fara að fljúga til Póllands daginn eftir. Ég var komin upp á herbergi um 9 leytið og ég hélt nú ekki að ég ætlaði að hanga þar allan daginn. Hefði orðið gráhærð, enda frábært veður og enginn leið að njóta þess þarna í kringum þetta blessaða hótel.

Þannig að ég ákvað að gera mér ferð niðrí bæ og það var hægara sagt enn gert. Fyrst var það bussinn út á flugvöll, þaðan lest niðrá Paddington station og síðan undergroundið niðrí miðbæ. Þetta litla ferðalag tók um einn og hálfan tíma, en var þess virði þegar uppi var staðið.

Ég rölti aðeins um, en það var einum of heitt til að standa í því mikið lengur svo lagði leið mína upp í Hyde Park þar sem mikið af fólki lá og sólaði sig og stemmningin var bara ansi hreint skemmtileg. Þar lá ég svo með minn Mcflurry og las og hlustaði á tónlist það sem eftir var dags og fylgdist með leiknum sem sýndur var á risaskjá þarna í nágrenninu, en eins og flestir vita var fyrsti leikur Englendinga í HM í gær og það fór ekki framhjá neinum einasta manni í Londonborg. Allar sjónvarpstöðvar og útvarpsstöðvar voru með niðurtalningu í leikinn og umfjöllun hægri vinstri og nákvæmlega ekkert annað komst að. Annar hver bíll í umferðinni var með enska fánann út um gluggann og önnur hver manneskja var í landsliðstreyju Englendinga. Sem sagt mikil stemmning fyrir leiknum, en allt má nú gera í hófi..Glottandi

Seinnipart dags rölti ég svo til baka niður Oxford street og þegar ég kom niðrá Oxford Circus brá mér heldur betur í brún. Lögreglan hafði stoppað alla umferð í annað skiptið þennan dag að ég tók eftir. Í fyrra skiptið var það hestaskrúðganga en núna tugir hjólreiðamanna sem voru allir helnaktir. Var ekki alveg að skilja þetta, en það safnaðist saman múgur og margmenni til að fylgjast með þeim fara fram hjá og ég sá einum of mikið bert hold fyrir minn smekk!Glottandi

Kvöldinu eyddi ég í afslöppun eftir að hafa ferðast alla leið til baka á hótelið en flugið til Póllands daginn eftir var ágætlega snemma..Óákveðinn

-Vona að ykkur sé ekki að rigna niður þarna heima, góða veðrið annars staðar í Evrópu hlýtur nú að fara að láta sjá sig-

-UB


..Savage..

Ég byrjaði sem sagt daginn með heimsókn á elliheimili, í sveitinni fyrir utan Cardiff. En þetta var í fyrsta sinn á árinu sem ég geri eitthvað svoleiðis enda vön að einbeita mér að börnunum. var pínulítið stressuð..

En þetta bjargaðist þó ágætlega og ég náði góðu spjalli við nokkra vistmenn um veðrið og daginn og veginn. Sumir voru hressari en aðrir og héldu því statt og stöðugt fram að þeir væru ekki degi eldri en 24ára og aðrir dáðust að tönnunum mínum þar sem þeir voru ekki með neinar og gerðu mikið grín að sjálfum sérGlottandi

 

Við snæddum svo hádegisverð á elliheimilinu og ég kláraði 3 viðtöl við blaðamenn sem fylgdu okkur þangað út eftir. Frekar fyndið að fylgjast með því hvernig blaðamennirnir þarna vinna. Hef ekki tekið eftir þessari tækni áður.. En t.d þegar þeir spurðu mig út í Wales og hvað mér fyndist um landið “How do you like Wales”.. Þá var svarið mitt eitthvað á þá leið. "First thing I noticed is how beautiful it is here” o.s.frv.. Og þá skrifuðu þeir niður í litlu svörtu bókina sína.. "F t I n i h beautiful i is h.” 

Hvernig í ósköpunum ætla þeir að muna hvað ég sagði, en þeir skrifuðu niður allt viðtalið á þessa leið..! Maður spyr sig..Brosandi 

Eftir heimsóknina  voru næst á dagskrá dómarviðtölin fyrir Miss Wales keppnina en við vorum 5 dómararnir og keppendurnir 30. Við fengum 3 mínútur með hverri stelpu og áttum að gefa henni einkunnir í sitt hvoru lagi fyrir framkomu og svo svörin sem hún gaf.  Hinir dómararnir treystu óþarflega mikið á mig til að koma með spurningar en ég vorkenndi stelpunum svo mikið að ég gat ekki spurt þær að neinu sem kom þeim úr jafnvægi.. Samt voru tvær sem fóru að gráta einhverra hluta vegna, en líklega sökum stresss og spennu. 

Einn sem var að dæma með mér þarna var fótboltatöffarinn, Robbie Savage sem spilar núna fyrir Blackburn, en hann setti upp frekar hallærislega " ég er celeb" sýningu í þessum viðtölum. Klæddur í einhverja svaðalega múnderingu, með sólgleraugu á sér allan tíman og umboðsmann/aðstoðarmann með sér.                                                                                                                                                                                                     

Eftir viðtölin fengum við svo smá stund til að ræða málin og svo var fóru allir að gera sig tilbúna fyrir kvöldið, sem hófst á kokteilboði fyrir dómnefnd og heiðursgesti.

Okkur dómurunum var raðað niður á háborð og var ég sett við hliðiná Robbie þar sem ég sat allt kvöldið. Það kom nú á daginn að hann er besta skinn og þessir stjörnustælar bara á yfirborðinu..

Hann kaus nú reyndar að segja mér ævisögu sína þarna um kvöldið. Allt frá því hvernig hann hefði lent í rifrildi við landsliðsþjálfara Wales og væri því aldrei valinn í liðið og hnéaðgerð sem hann var nýkomin úr, að konunni hans og börnum (verðandi tvem) og hversu pirraður hann er orðinn á paparazzi ljósmyndurnum í Englandi.

Þrátt fyrir smá munnræpu, skemmtum við okkur ágætlega þarna og náðum að hlæja ansi vel að sumum keppendunum (eins illa og það hljómarTala af sér) en það fór líka fram Mr.Wales keppni á sviðinu þetta kvöld.

Robbie og mins..                       

Sigurvegarar kvöldsins voru stórglæsilegir og eiga án efa eftir að standa sig vel í Miss World í Póllandi og Mister World í Sanya, Kína.

-Megið vænta fleiri mynda innan tíðar-

-Uns

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband