Færsluflokkur: Kína

..Mins og Tindz..

Helgin mín var æðisleg enda sól og blíða út í eitt.. Eyddi henni aðallega á hestbaki og hann Tindur minn var alveg í stuði á LöngufjörunumBrosandi

Gærdagurinn fór í þreytu og þar með afslöppun en einhverra hluta vegna var ég glaðvöknuð fyrir 8 í morgun sem er ekki alveg það algengasta þegar ég er hérna heima..Glottandi

Held að málið sé bara að byrja að undirbúa næstu ferð út. Skilst að ég fljúgi til London á miðvikudagsmorgun en veit það samt aldrei fyrir víst fyrr en ég fæ miðann í hendurnar. Þaðan er ferðinni heitið til Brasilíu þar sem ég verð allavega í 5 daga. Allt sem gerist eftir þann tíma er óráðin gáta. Hef ekki hugmynd um hvort ég kem beint heim eða held áfram að túra eitthvað um þann hluta heimsins.

-Fleiri myndir frá helginni í albúmi-

-UnsBrosandi

 


..Dimma og Bjartur..

Ég elska hvað allir eru jákvæðir og í góðu skapi þegar sólin skín svona skært. Þá er gaman að vera tilBrosandi

Er komin í bæinn en á leiðinni úr honum aftur. Er hérna út á stétt að pakka. Hestagallinn og útivistarfötin komin í tösku en ég er með dygga aðstoðarmenn sem fylgjast gaumgæfilega með því að allt fari vel og rétt fram. Þessi hérna hægra megin er hins vegar vís til að fara í fýlu þá og þegar þar sem hann er aldrei sérstaklega sáttur með mig þegar ég fer frá honumGlottandi

Dimmalimm og Bjartur í Sumarhúsum

 

Er að fara að hestast um helgina eins og venjulega.. Finnst það einfaldlega bara langskemmtilegast og afhverju þá að gera eitthvað annað.. Fer út í heim aftur eftir helgi og planið er að njóta þess á meðan ég er hérna heima.

Að lokum vil ég hvetja alla til að senda henni Sif fegurðardrottningunni okkar strauma en stóra kvöldið hennar er á sunnudaginn (held ég alveg örugglega!!). Hef aðeins verið að fylgjast með henni og hún er búin að standa sig MJÖG vel. Keppnin sem hún er að fara að tækla er Miss Universe. Aðeins annar handleggur en Miss World en þessar tvær keppnir eru samt risarnir í þessum fegurðasamkeppna "heimi". Ganga reyndar ekki alveg út á það sama enda umgjörðin í kringum þær gjörólík..

Hafið það sem allra best um helgina og akið varlega þangað sem þið eruð að faraBrosandi

-UB


..Ferskar myndir..

LOKSINS LOKSINS LOKSINS!!Brosandi

Myndaalbúmin mín komin í lag! Þetta óskipulag á þeim hefur farið gífurlega í taugarnar á mér enda alla tíð verið með skipulagsáráttu! Nú eru þau öll komin í tímaröð og þrjú nýjustu albúmin neðst á listanumGlottandi

Bið að heilsa úr sveitinni.. Held ég ætli bara að vera hér áfram.. Mundi helst vilja búa hér með hestunum mínum.. Enn það kemur að því einn daginn!Svalur

 

 


..Blóðbönd..

Þetta er ekki hægt! Alltaf þegar ég kemst heim þá gleymi ég / "finn ekki tíma" að blogga.. Eins og ég detti úr allri rútínu og loki á allt sem ég geri þegar ég er að ferðast.. Skamm skamm..

Ég er búin að vera heima núna nokkra daga. Hafði ekki hugmynd um að ég væri að koma heim fyrr en deginum áður og hef ég sjaldan fengið skemmtilegra símtal en það sem sagði mér að ég væri bókuð í flug heim tveimur vikum fyrr en ég hélt! Það þýðir hins vegar ekki tveggja vikna frí því ég þarf að fara strax aftur út eftir helgi og þá fljúga til hvorki meira né minna en BRASILÍUBrosandi

Síðasta deginum í London í síðustu viku eyddi ég með skvísunum í Nylon. Og það var vægast sagt GAMAN! Röltum um í miðbænum allan daginn, settumst á kaffihús og nutum veðurblíðunnar. Um kvöldið var svo farið út að borða á rosa góðan tailenskan stað sem heitir Blue Elephant en eftir það byrjaði ballið. Vorum sóttar á veitingastaðinn af einkabílstjóra. Vorum bókaðar á 3 flotta klúbba og fengum svo sannarlega "star treatment" á þessum stöðum. Bílnum keyrt upp að dyrum, bílstjórinn út að tala við dyraverðina og við beint inn, framfyrir röðinaGlottandi Leiddar inn í VIP herbergi þar sem við vorum með einkaþjón og allar græjur! Frekar ljúft líf og svona kvöld var virkilega gaman að prufa að upplifa!!

Síðan ég kom heim hef ég eytt mestum tíma mínum með vinkonunum en síðustu tvo daga er ég búin að vera í sveitinni með pabba að hestast fram og til baka. Fórum ásamt nokkrum öðrum með rekstur héðan frá Brekkum niðrá Árbakka á mánudagskvöldið, frá Árbakka niðrá Krók í gærkvöldi en þessir litlu túrar hafa tekið um 4-5tíma bæði kvöldin. Harðsperrurnar láta ekki bíða eftir sér en ég geng eins og spítukall í dag enda ekki getað riðið neitt almennilega út allan júní og júlí og því komin úr þjálfun. OG þar sem líkaminn er ekki vanur því að sitja á hesti 4-5 tíma samfleytt er hann að mótmæla og ég frekar mikið lurkum lamin.

Þessar myndir voru teknar á bökkum Þjórsár í gærkvöldi..

Minna mig á stað sem ég þekki lítillega..

Hvergiland..

 

Veðrið leikur við hvern sinn fingur hér í sveitinni og eins og er sit ég út á palli og nýt útsýnisins sem við höfum yfir sveitina í kring, landeyjarnar og hinar frægu eyjar kenndar við Vestmenn. Spurning hvort maður heimsæki þær eitthvað í ár.. En það er alveg óvíst og fer eftir ýmsu sem mun vonandi koma í ljós á næstu dögum..

Lag síðustu ferðar út og síðustu daga er:

-Blóðbönd af nýja disknum hans Bubba.. Situr alveg rosalega í mér enda fallegt og magnþrungið lag..

Gleðilegt sumar..Svalur

-Uns

*myndir frá London og grillveislu Möggu vinkonu um helgina VÆNTANLEGAR Brosandi


..Umvafin Íslendingum í Svíþjóð..

Þessi heimsókn mín til Svíþjóðar hefur verið einstaklega ánægjuleg. Gærdagurinn reyndar illa langur en hann hófst á endanum með aðstoð nokkurra kaffibolla.

Eins og ég sagði ykkur fór fyrri hluti dagsins allur í blaðamenn og og ljósmyndara og þegar þeir höfðu fengið allt sem þeir vildu var komið að kokteilboði í Íslenska sendiráðinu. Gestgjafinn þar var hin yndislega Jóna Dóra sem er sendiherrafrúin okkar hér í Svíþjóð. Fleiri Íslendingar voru einnig viðstaddir og var þetta virkilega skemmtileg kvöldstund.

 

Næsti dagskrárliður var dinner á Cafe Opera, gamla fræga skemmtistaðnum hér í Stokkhómi en þar fór einnig fram keppnin um Ungfrú Stokkhólm síðar um kvöldið. Við sátum í gegnum heldur langan kvöldverð og þess má geta að ég hef sjaldan verið þreyttari og þá er mikið sagt. Um það leyti sem keppnin var að hefjast komu Jóna Dóra og skvísurnar úr boðinu okkur skemmtilega á óvart og mættu á svæðið öllum að óvörum. Þar með björguðu þær kvöldinu fyrir mér og ég verð að segja það að það er sjaldgæft að vera í jafn góðum félagsskapBrosandi

Ég ásamt Gunnu " fótboltamömmu Íslands" og Jónu Dóru.

Takk fyrir YNDISLEGT kvöld stúlkur!Brosandi

 

Dagurinn í dag byrjaði svo með heimsókn á barnaspítala þar sem ég afhendi börnunum ávísun uppá 20.000 sænskar krónur, sem vakti mikla lukku..

Eftir hádegi fórum við svo í útsýnissiglingu eftir strandlengjunni á glæsisnekkju og  það var gaman að sjá Stokkhólm frá hafi en enn skemmtilegra að prufa að sigla um á þessari stórgæsilegu snekkju. Svona græju langar mig að eignast einn daginn, þvílíkur lúxus!!Brosandi 

Með okkur á snekkjunni voru einhverjir blaðamenn að sjálfsögðu og sænsku umboðsaðilarnir okkar, sem og einn Íslendingur sem við hittum í gær og buðum með okkur. Hann heitir Baldur Bragason og er þekktur og virtur ljósmyndari víða um heim. Í dag sá hann til þess að ég fékk allar útskýringar í útsýnistúrnum á íslenskri tungu en hann er búsettur hér í landiGlottandi 

´

Ákkúrat núna er ég hinsvegar svo uppgefin að ég er að líða út af, þannig að ég ætla að fara að skríða upp í fína fína rúmið sem ég er með hérna. Algjör draumur, en auðvitað ekki betra en míns eigins!Glottandi

Flýg til London í fyrramálið og á frídag þannig að planið er að spóka mig með rísandi stjörnunum í Nylon en planið er svo að fara út að borða og á einhvern flottan klúbb annað kvöld! Verður án efa mikið fjör!Svalur

-UB

(fleiri myndir í albúmi -sweden-)

 

 


..Niðurtalning..

Jæja.. Búin að vera netlaus í tvo daga.. Hrikalegt hvað maður verður háður svona hlutum. En hjá mér eru það síminn og netið þegar ég er að ferðast svona og vinna..

Var stödd á heimaslóðum fótboltakappanna í Man. United sem er ríkramanna úthverfi í Manchester og þekkist betur undir nafninu Cheshire. Lenti þar á fimmtudagsmorguninn en við komum til að styðja og hjálpa til við fjáröflunarkvöld NSPCC sem fór fram í gærkvöldi.

Þetta voru ansi þægilegir tveir dagar.. Gistum á gömlu sveitahóteli og á fimmtudeginum fékk ég að fara í heimsókn í hesthús í nágrenninu og keyra um í hestvagni.  Reyndar allt gert fyrir blaðamenn og ljósmyndara en ég naut þess engu að síður og þið trúið því ekki hvað það var gott að finna hestalykt aftur..!!Brosandi Áttaði mig engan veginn á því hvað ég saknaði hennar mikið.. Svo voru líka tveir svartir labrador hundar þarna sem ég knúsaði út í eitt, ásamt hestunum auðvitað og tókst mér að gera mig grútskítuga fyrir myndatökunaGlottandi Mér gat að sjálfsögðu ekki verið meira sama, en það voru ekki alveg allir á sama máli.. úps, heheBrosandi

Föstudagurinn fór svo í viðtöl og stúss og fjársöfnunin í gærkvöldi tókst með eindæmum vel. Yfir hundrað þúsund pund söfnuðust en við vorum bæði með uppboð og útdráttarlottó. Gestirnir voru bjóðandi þarna hverja milljónina á fætur annarri í skemmtiferðasiglingar og utanlandsferðir. En það er nokkuð ljóst að peningarnir vaxa á trjánum í görðunum hjá þessu fólki, enda hvergi annars staðar í Englandi og þó víða væri leitað, að finna jafnmarga Ferrari og Bentley'a samankomna á einum stað.

En nú er ég farin að telja niður.. 6 dagar þangað til ég fæ að loksins að koma heim í smá stund..  Get bara ekki beðið..! Brosandi Búin að vera ansi löng törn og mikil vinna og ég bara verð að komast aðeins heim að anda og sjá kunnugleg andlit..

Var að hugsa til þess í morgun.. Skondið hvaða aðferð maður notar stundum til að telja niður í eitthvað ákveðið. Eins og t.d ég og bræður mínir þegar við vorum yngri.. Við töldum ekki niður í útlandaferðir eða annað slíkt í dögum heldur í "hversu oft við þyrftum að borða fisk áður en við færum" sem þýðir að við töldum niður mánudagana í tiltekinn atburð.. Glottandi

Núna stóð ég mig hins vegar að því að telja hversu oft ég þyrfti að "krulla á mér hárið" áður en ég kæmist heim og komst að því að það er sirka 4-5 sinnum.. Nokkuð gott!

Annars er ég stödd á Heathrow, terminali 4. Flaug frá Manchester í morgun og er núna að bíða eftir flugi til Shanghai. Veit ekki hversu spennt ég er.. ENN þetta er síðasti áfangastaðurinn þangað til ég fæ að koma heim þannig ég get ekki annað en verið jákvæðBrosandi

Það versta við þetta er tímamismunurinn. Mun ábyggilega eyða tvemur dögum eftir að ég kem heim í að jafna hann út.. Enn það verður bara að hafa það..! Ég vaki þá bara áfram á nóttunni og sef á daginn..

Vona að ég verði með net þar sem ég gisti í Kínalandinu.. Þá læt ég í mér heyra!Glottandi

-UB


..Nylon og Svíþjóð..

Þá er mín bara komin til Svíþjóðar, í fyrsta skipi á ævinni en þetta er einnig í fyrsta skipti sem Miss World heimsækir Svíþjóð. Held að ég sé nú samt ekkert sérstaklega vinsæl hérna sem Íslendingur þar sem úrslitin í handboltanum eru fólkinu fersk í minni en hver ein og einasta manneskja hér hefur nefnt þau við mig, heheGlottandi

Kom hingað óþarflega snemma í morgun, beint í hádegisverð með einhverju fólki og þar á eftir í hvert viðtalið á fætur öðru. Planið í dag, skoðunarferð um borgina (Stokkhólm) með pressunni, kokteilboð hjá Íslenska sendiráðinu hér í Svíþjóð (sem verður indælt), svo dinner og seint í kvöld sé ég um dómgæslu í keppninni um ungfrú Stokkhólm.

Gærdeginum eyddi ég í London en það var svo sannarlega ljúfur dagur!!Brosandi Lagði snemma af stað að hitta hana Emý vinkonu. Villtist reyndar aðeins á leiðinni þar sem ég var að reyna að fóta mig í strætisvagnakerfi Englands í fyrsta skipti en ég hef notað neðanjarðarlestina hingað til.

Hitti loksins Emilíu niðrí Knightbridge þar sem við röltum um og  kíktum í búðir en vorum of uppteknar af því að spjalla til pæla í einu né neinu í kringum okkur. Færðum okkur yfir á Kensington High street þar sem áttuðum okkur á því að líklega væri ráðlegast að setjast einhverstaðar niður svo við gætum spjallað almennilega. Höfum varla hisst á árinu vegna anna á báða kanta svo mikið þurfti að ræða og spegúleraGlottandi

Fengum okkur "late lunch" á Wagamama sem er frekar mikið góður staður og mæli ég hiklaust með honum, alls konar núðluréttir og gúmmulaði. Eftir það héldum við áfram að skoða okkur um og njóta dagsins en hann flaug frá okkur og allt of snemma skildu leiðir. Upphaflega ætlaði ég reyndar út að borða með Emílu og hinum skvísunum í Nylon, en það gekk því miður ekki upp þar sem ég var í gistingu svo langt í burtu og svo þurfti ég að vakna 3.30 í nótt til að fara í flug til Svíþjóðar. En við ætlum bókað allar saman út að borða í London á næstunni og er planið meira að segja að reyna að gera það núna í vikunni þegar ég kem aftur frá Svíþjóð.

        

Nylon var einmitt að gefa út sinn fyrsta "single" í London í dag og ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að fjárfesta í honum og styðja skvísurnar þar sem það fer eftir því hversu vel gengur að selja lagið í þessari viku hvort þær ná frekari árangri á breska markaðnum. Nánari upplýsingar á bloggsíðunni þeirra á minnsirkus/nylon eða nylon.isBrosandi

En ég þarf víst að hlaupa.. Komið að næsta dagskrárlið í dag!

-UB


..Landsmót 2006..

 

 

Takk fyrir helgina allir saman.. Þetta var draumur í dós!!Glottandi

 

Ps. Fleiri myndir í albúmi undir nafninu Landsmót.  (Albúmin reyndar öll í rugli, er að bíða eftir að mbl hjálpi mér að laga þetta. En þið bjargið ykkurBrosandi)


..Tæp heilsa og landsmót..

Jæja.. Það er nú aldeilis að ég skulda ykkur færslu..

Kom sem sagt heim fyrir viku síðan í kærkomið frí sem ég eyddi norður í Skagafirði í faðmi fjölskyldu og vina..

Stoppaði í Reykjavíkinni í aðeins örfáa tíma áður en ég brunaði norður á Vindheimamela með Pabba og litla bróður en við skemmtum okkur stórvel á leiðinni við að hlusta á gamla slagara og hlæja okkur máttlaus af gömlum Ladda disk sem var með í för. Heilsan mín var reyndar ekki upp á marga fiska eftir langt ferðalag heim og mikla vinnu síðustu vikna. Því miður fyrir mig átti hún aðeins eftir að versna, en ég er rétt að skríða upp úr veikindunum í dag.

Fyrir norðan var mér svo tekið opnum örmum en hestavinahópurinn var allur búinn að koma sér vel fyrir á tjaldstæðinu. Þrátt fyrir tæpa heilsu og raddleysi í nokkra daga naut ég þess til hins ítrasta að vera í góðum félagsskap fjölskyldu og vina og horfa á hvern gæðinginn á fætur öðrum sýna hæfileika sína á vellinum. Þetta gat ekki verið betra og ég verð að segja eins og er, landsmót stendur alltaf undir væntingum og er hápunkturinn annað hvert árBrosandi

Dagarnir núna eftir eftir helgi hafa síðan farið í að hitta vini sem ekki voru fyrir norðan enda langt síðan ég var síðast á landinu og ekki er þetta stopp sérstaklega langt þar sem ég fer út strax aftur í fyrramálið. Flýg fyrst til London en þaðan til Ungverjalands þar sem ég verð fram á helgina.

Veit einu sinni ekki almennilega hvenær mín er að vænta aftur heim en maður getur ekki annað en vonað að maður fái að sjá eitthvað meira af sumrinu hérna heima, ef það þá kemur!?!?!Glottandi

En það er komin háttatími á mig.. Hendi inn myndum frá landsmótinu um leið og ég hef meiri tíma..

Þangað til..

Góða drauma..Brosandi

-UB


.. On UK food TV..

Ég vaknaði snemma til að vera mætt kl. 10 í stúdío þar sem ég var gestur í matreiðsluþætti sem er sýndur um allt Bretland..

Þetta var voðalega formlegt allt saman til að byrja með. Fékk mitt eigið búningherbergi og allar græjur og handrit yfir það hvernig þátturinn færi fram. En þegar á hólminn var komið, kom svo í ljós að þetta var eins "ligeglad" og það mögulega gat verið. Þáttastjórnandinn Jenny var YNDISLEG!!   Alveg eiturhress vægt til orða tekið og eiginlega bara léttgeggjuð, sem var frekar fyndið! Hún lék á alls oddi, enn þetta var klukkutíma þáttur í beinni útsendingu. Hún spjallaði um allt milli himins og jarðar og talaði um í þættinum að hún hefði einu sinni verið send til Íslands að gera frétt um það að við (Íslendingar) legðum vegina okkar í kringum álfasteina, sem er að sjálfsögðu dagsatt. Og þetta fannst öðrum starfsmönnum þáttarins og ábyggilega áhorfendum skiljanlega stórfurðulegt!Glottandi

                                 

Ég fékk síðan seinnipart dagsins frían en veðurguðirnir létu á sér standa að koma með sólina.  Vona bara að þið hafið fengið hana heim í staðinn..!

Kvöldið fer í að pakka enn einu sinni og skipuleggja næstu daga. Á flug snemma í fyrramálið til Manchester og þaðan verð ég keyrð áfram til Cheshire þar sem ég verð í tvo daga. Erum að fara að halda góðgerðaruppákomu til styrktar NSPCC sem stendur fyrir, "National Society for the Prevention of Cruelty to Children" Virkilega, virkilega verðugt málefni..

Hef þetta ekki lengra í bili!Brosandi

-UB40

Ps. Var að sýsla aðeins með albúmin mín. Gekk hálf brösulega, en nú eru allavega öll albúmin uppi við, þó þau séu ekki í réttri tímaröð...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband