..Rise and shine..

Ég fékk að vera heima í rúmlega 10 daga en var þá kölluð aftur út til London. Það verður þannig allt árið að ég flýg til London fyrst og þaðan þangað sem ferðinni er heitið.

Í þetta skiptið dvaldi ég í London í tæpa viku á mjög fínu ensku hóteli við Hyde Park, sem ég verð líklega alltaf á. Ég þurfti að sinna ýmsum erindum eins og heimsækja kjólaverksmiðju, máta kjóla og versla mér föt sem hæfa þessu starfi mínu. Á þau ekki beint til heima og þætti gaman að sjá svipinn á fólkinu ef ég mætti í rifnu gallabuxunum mínum, stuttermabol , hettupeysu og converse skóm í einhverja ferðina! ;)
Eitt kvöldið í London fór ég út að borða með vinum. Við fórum á e-n klúbb sem þeir voru meðlimir að og ég get ekki annað sagt en þessi klúbbur var ansi sérstakur. Utan frá séð var þar bara stór svört hurð og kortalesari eins og í hraðbönkum. Þeir voru þá sem sagt með aðgangskort sem hleypti okkur inn á þennan einstaklega "exclusive club". Þetta var nú kannski einum of fansý fyrir minn smekk en samt ansi hipp og kúl staður og gaman að fá að sjá að svona staðir eru til í alvörunni, en ekki bara bíómyndunum.

Frá London var förinni aftur heitið til Póllands og var sú ferð eiginlega andstæða fyrri ferðarinnar, því miður fyrir mig.

Á Heathrow eldsnemma morguns hitti ég svo fólkið sem ég vara að fara að ferðast með..
Við tékkuðum okkur öll inn saman og ferðin byrjaði vel þar sem allir voru kátir og hressir og svona.. Við vorum í einhverri tilraunastarfsemi og ákváðum að prufa að fljúga með pólsku flugfélagi en þau eru vön að nota BA hvert sem þau fara.
En það áttu svo sannarlega eftir að verða stór mistök því fljótlega kom í ljós að fluginu okkar varð frestað um 12 tíma!!
Þau ákváðu að við skildum bíða á flugvellinum og við fengum að sitja inn í BA
Lounge-inu og slaka á. Dagurinn leið tiltölulega hratt en það var aðallega vinur minn Harry Potter sem stytti mér stundir í þetta skiptið. Reyndar horfði ég líka í fyrsta skipti á ævinni á heilan leik í amerískum fótbalta og viðurkenni fúslega að ég skildi sama og ekki neitt út á hvað reglurnar gengu.

Loksins 12 tímum seinna vorum við komin út í vél sem skrölti af stað út eftir flugbrautinni. Við vorum á leiðinni í þriggja tíma flug sem endaði reyndar með 5 tíma viðveru í þessari flugvél, því hún kaus að fara ekki í loftið fyrr en hún var búin að standa út á flugbraut í tvo klukkutíma. Ég hef ekki grænan grun um hvers vegna og kæri mig ekki um að vita það að svo stöddu.
Þarna hélt maður kannski að þetta gæti ekki orðið mikið verra. Búin að hanga á Heathrow í milljón klukkutíma í háhæluðum skóm og pilsi, reyna að halda sér vel til hafðri. Dúsa svo í súrefnislausri vélinni í 500 stiga hita þar sem ég held, eftir á að hyggja að ég hafi hreinlega misst meðvitund á tímabili en ekki dottað. Og svo þegar kom til Póllands fékk ég ekki töskurnar mínar, en það er það versta sem getur komið fyrir manneskju í mínu starfi.
Ég gat ekki einu sinni sýnt viðbrögð við þessum aðstæðum, þar sem ég var orðin alltof ,alltof þreytt.. Man bara eftir mér ganga í gegnum tollinn á flugvellinum í Varsjá og mæta fólki með risastóra blómvendi og fullt af myndavélum. Klukkan var held ég 2 um nóttina og ég get engan veginn skilið hvernig fólk nennti að mæta þarna.. Ábyggilega líka einstaklega skemmtilegar myndir af mér þar sem ég var eins og draugur þegar ég kom þarna í gegn ;)

Þrátt fyrir að hafa komið svona seint var það ekkert annað en ?rise and shine? kl. 8 morguninn eftir og beint í myndatöku fyrir eitthvað pólskt tímarit. Sem betur fer útveguðu þau fötin sem ég átti að vera í sem og hár og förðun þannig að töskuleysið var ekki enn byrjað að hafa áhrif út á við, en var að gera mig geðveika inná við.

Eftir tökuna fór ég í 3 sjónvarpsviðtöl og neyddist auðvitað til að vera í fötunum sem ég kom í kvöldið áður. Um 4 leytið var ég orðin ansi stressuð yfir töskunni þar sem ég átti að vera tilbúin fyrir stærsta blaðamannafund ársins kl.6. og kjóllinn og allt sem ég þurfti að nota í tuðrunni.
Ég fékk töskuna kl. 5 en þá var ég líka farin að hoppa í rúminu mínu af pirringi yfir þessu veseni. Náði sem betur fer að gera mig tiltölulega tilbúna og var mætt á réttum tíma á fundinn sem var live í sjónvarpinu í fleiri en einu löndum. Ég gerði mér hins vegar engan veginn grein fyrir því hversu stór blaðamannafundur þetta var. Hef gert þetta nokkrum sinnum en þá hafa alltaf bara verið um 20-30 blaðamenn en þarna voru yfir 200 blaðamenn og ljósmyndarar og ég hef aldrei séð jafn mikið af myndavélum á ævinni. Um leið og ég kom var mér hent upp á svið og þar stóð ég í rúmlega korter og reyndi að brosa að minnstakosti einu sinni í allar myndavélarnar sem tókst auðvitað engan veginn. Ég hélt í alvörunni á tímabili að ég væri að verða blind af öllum þessum flössum og sá allt í móðu í hálftíma á eftir.

Þegar fundinum var lokið fórum við í kokteilboð annars staðar í húsinu með völdum blaðamönnum og öðru samstarfsfólki en á leiðinni þangað var ég kynnt fyrir tveim íturvöxnum lífvörðum sem munu fylgja mér hvert fótmál í Póllandi héðan af. Mér fannst þetta einstaklega fyndið fyrst en gat ekki skilið hvers vegna það var þörf á þessu, en svo rann það upp fyrir mér og ég get ekki neitað því að það skaut mér skelk í bringu að fólkið þarna úti telur þetta nauðsynlegt...

Snemma næsta morgun þurfti ég svo að fara í Web-chat sem er án efa eitt það leiðinlegasta sem þú gerir. Þá koma spurningarnar inn online og ég svara þeim til baka á ensku í vefmyndavélina. Það sem ég sagði var svo þýtt yfir á pólsku og pikkað inn um leið.. Þetta tók endalausan tima og ég sat stundum þarna og leið eins og algjörum kjána, starandi inn í vefmyndavél í beinni útsendingu, bíðandi eftir að svarið mitt yrði þýtt.
Eftir það brunuðum við svo upp á flugvöll og vorum komin til London innan skamms. Ég átti svo far heim til Íslands seinna um kvöldið og sá fram á leiðinlega og einmannalega bið á Heathrow. Það varð reyndar svo sannarlega ekki raunin og ég hitti góða menn sem björguðu alveg deginum fyrir mér.
Ég náði svo að þakka fyrir mig með að kippa einum þeirra með mér frammí í vélina þar sem við létum fara vel um okkur með stálhnífapörunum..

Þegar heim var komið held ég að ég hafi sofið í 2 daga þar sem ég svaf í mesta lagi 3-4 tíma hvora nóttina í Póllandi.

En svona er þetta bara, eins og lífið sjálft. Skiptast á skin og skúrir og þá verður bara að taka því sem fyrir höndum ber..


Bloggmynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband