..Eurovision fjaðrafok..

Snemma morguninn eftir flugum við yfir til Krítar. Hvert sem við fórum og hvar sem við komum biðu okkar ljósmyndarar og blaðamenn og sjónvarpsvélar fylgdu okkur hvert fótmál. Mundi aldrei höndla það að vera fræg og búa í Grikklandi og þurfa að takast á við þessa geðveiki og Miss Greece á alla mína samúð. En það var einmitt hún, ásamt fylgdarliði sem tók á móti okkur á flugvellinum á Krít. Frábær stelpa sem ég man vel eftir frá keppninni í Kína þó svo að hún hafi ekki beint verið í mínum nánasta vinahópi.

Frá flugvellinum var farið með okkur beina leið að skoða Knossos, sem eru rústir gamallar hallar rétt fyrir utan borgina Heraklion. Verð því miður að segja með fullri virðingu fyrir grískri sögu, sem ég þekkti tiltölulega vel fyrir, að þessar fornminjar voru öðruvísi en ég var búin að ímynda mér. Skoðuðum mörg hundruð ára skolplagnir sem og ýmislegt annað fróðlegt..

Ég hef heyrt margar sögur um brjálaða bílstjóra frá fólki sem hefur upplifað Krít og ég fékk alveg minn skammt af því. Hélt að ég væri að syngja mitt síðasta í hvert einasta skipti sem ég sat í bíl þarna en þeir keyra eins og þeir eiga lífið að leysa og 160 þykir greinilega hinn eðlilegasti hraði.

Það sem eftir lifði þessa dags snérist svo um þessa fjölmiðla sem þeir eiga þarna, sem sagt myndatökur og viðtöl. Öll helstu blöð og sjónvarpsstöðvar Aþenu höfðu elt okkur til Krítar og þar sem styttist í að Eurovison verði haldið þar í borg kom það undantekningarlaust til tals. Ég lagði inn gott orð fyrir hana Silvíu Nótt okkar og sagði að það væri klárt mál að hún myndi vinna þessa keppni enda sú flottasta í bransanum í dag.

Eftir þessa blaðamannageðveiki fórum við svo í kokteilboð með þekktum einstaklingum og áhrifafólki á ýmsum sviðum í Grikklandi. Þar kom dálítið upp sem kom mér algjörlega í opna skjöldu.
Mig langar samt helst að gráta þegar ég segi ykkur frá þessu...

Ég var sem sagt, beðin um að vera kynnir á Eurovision keppninni í Aþenu í maí.
Enn.. Varð að afþakka pent þar sem ég er bókuð annarsstaðar á nákvæmlega sama tíma :(

Ég ætlaði ekki að trúa þessu! Hversu gott tækifæri og hversu gaman yrði það að fá að vera kynnir á þessum risastóra atburði OG geta hvatt Silvíu Nótt áfram í fremstu víglínu.

Ég veit ekki hvernig þetta fer.. Hvort það er eitthvað hægt að fljúga mér fram og til baka milli Kína og Grikklands fyrir þetta eina kvöld. Efast um það.. Þannig að þetta er víst bara eitthvað sem ég þarf að kyngja og sætta mig við. Ekki hægt að vera allsstaðar..

En mér finnst það bara mikill heiður að hafa verið boðið strafið yfir höfuð.

Síðar um kvöldið var ég svo dómari í ?Miss Crete? keppninni ásamt Miss Greece, Mrs. Globe 2004 (allt er nú til) og fleira fólki. Við skemmtum okkur vel saman ég, Katarina ungfrú Grikkland og Lili fyrirverandi Miss Globe, og þetta var bara ágætis kvöld. Reyndar heldur langt fyrir minn smekk en keppnin stóð frá 11-03 þannig að ég var ekki komin upp á hótel fyrr en að ganga 4.

Skemmtiatriðin á kvöldinu voru reyndar alveg milljón og ég átti virkilega virkilega bágt með mig á tímapunkti. Það voru þarna 5 dansarar, strákar og stelpur og dansarnir sem þau voru að gera voru það fyndnast sem ég hef séð. Ég hló meira að segja óvart upphátt oftar en einu sinni og þakka bara fyrir að engin af dansskvísunum héðan að heiman voru með mér. Hefði verið of erfitt!!Glottandi


Dagurinn eftir fór í ferðalag frá toppi til táar og mér er farið að líða eins og lounge-in á flugvöllunum séu mitt annað heimili. Þekki þau út og inn og þá sérstaklega á Heathrow þar sem ég er með passa inn í þau öll.

Nú er ég komin heim í Heiðardalinn, allavega í nokkra daga og er stefnan að eyða sem mestum tíma í hesthúsinu og fyrir austan. Þarf algjörlega að hlaða batteríin..

Þar til næst.. Farið vel með ykkur :)



Bloggmynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband