..Blaðamenn og ljósmyndarar á útopnu..

Grunaði ekki gvend. Næsta ferð var rétt handan við hornið. Var heima í tæpa viku og flaug svo til London fimmtudaginn 16 mars. Kvöldið áður gætti ég þess vel að koma við hjá Möller familíunni í Breiðholtinu og fá lánaðan annan Harry svo að ég hefði nú eitthvað að gera í háloftunum.
Ferðinni var heitið til Grikklands, nánar tiltekið Aþenu og ég gat eiginlega ekki annað en verið spennt. Aldrei komið þangað áður og þétt en skemmtileg dagskrá framundan. Flugið frá London var um 3 tímar og var ég mjög upptekin alla leiðina við að horfa út um gluggann. Hef nefnilega ekki oft farið í flug þar sem ég sé fast land nær allan tímann en ekki bara hafið eða skýin eins og venjulega. Þarna hafði ég meira að segja útsýni yfir alpana í næstum hálftíma. Ég var alveg með landakortið fyrir framan mig allan tímann og tók sjálfa mig í góðan landafræðitíma, þar sem hún hefur aldrei verið mín sterkasta hlið. 

Þegar við komum til Aþenu var enginn tími til að fara upp á hótel fyrst heldur var brunað með mig beint í stærstu sýningarhöll borgarinnar þar sem ég átti að verða heiðursgestur á tískusýningu hjá frægum grískum hönnuðum. Mér var hent í hár og förðun í einum grænum þar sem sett var á mig tonn af gervihári sem var ekkert smá þungt að bera.
Þarna voru ábyggilega 50 aðrar fyrirsætur, allar 2 metrar á hæð og tá tá grannar og stemmningin þarna baksviðs var nákvæmlega eins og maður hefur séð í sjónvarpinu. Þvílíkt og annað eins stress og læti. Fólk á hlaupum, hrópandi og kallandi, naktar fyrirsætur á hverju strái og ljósmyndarar ALLSTAÐAR. Ég fékk reyndar sér herbergi útaf fyrir mig og ég fékk í rauninni algjöra vip framkomu, sem var frekar gaman.
Ég fékk engan tíma til að máta eða skoða fötin og það kom líka á daginn að skórnir voru 3 númerum of stórir en það er víst bara eins og það gerist og gengur í þessum bransa og ekkert hægt að væla yfir því. Bara reyna að ganga eins eðlilega og þú getur.

Ég segi það nú samt og skrifa, að ég er ekkert módel og hef aldrei verið. Allavega ekki svona göngumódel, og þetta er svo sannarlega meira en að segja það. Ég var reyndar sem betur fer þarna, sem Miss World en ekki fyrirsæta, sem þýddi að ég mátti fara fram á pallinn og gera mitt, brosa á allar hliða og njóta augnabliksins. Og að sjálfsögðu var ég sú eina sem gerði það, því hinar voru allar þaulvanar fyrirsætur með sitt sérstaka göngulag og ?attitude?. Göngupallurinn var reyndar fáránlega langur, heilir 53 metar en ég get ekki neitað því að þetta var frekar gaman. Smá egótripp að fá að ganga þarna ein og pósa fyrir framan hundruðir ljósmyndara.

Segi nú reyndar ?no comment? á hönnunina sem ég var að sýna, en ég hef oft séð það meira elegant. En ég leit meira á þetta sem búning heldur en eitthvað annað og þetta er eitthvað sem ég mundi ganga í sjálf.
Var reyndar set í eitt frekar fyndið dress. Minnti óneitanlega á svanakjólinn hennar Bjarkar. Ekki það samt að það hafi verið eitthvað mikið líkt, heldur var þetta hvítt dress með stórfurðulegum detailum.. En hin dressin voru kápa með loðkraga og mjög efnislítill kjóll í gamaldags grískum stíl.
Eftir sýninguna og þegar það var búið að drekkja mér aðeins í ljósmyndurum fengum við loksins að fara upp á hótel. En ég hafði í rauninni stigið beint út úr flugvélinni og á sýningarpallinn..

Ég fékk forsetasvítuna á hótelinu eins og reyndar oft áður en þarna var hún fáránlega stór. Var m.a með 12 manna fundarborð í hluta herbergisins / íbúðarinnar og rúmið sem ég svaf í þessa einu nótt var guðdómlegt. Stærsta, mýksta og þægilegasta rúm í heimi :)

Kvöldið var nú samt ekki á enda þarna og eftir að við skiptum um föt fórum við í kokteilboð með hönnuðunum í geggjaðri þakíbúð í miðborginni. Þar voru að sjálfsögðu ljósmyndarar og blaðamenn út um allt og ég verð að segja það að ég hef aldrei kynnst annarri eins áfergju eins og hjá pressunni í Grikklandi. Þeir tóku myndir af nákvæmlega öllu sem ég gerði. T.d í tískusýningunni þá var verið að laga mig rétt áður en mér var ýtt inn á svið og verið að reyna að redda skóvandamálinu með innleggjum. Tveir ljósmyndarar þarna tóku svona 300 myndir bara því, af fótum á mér. Hvað er málið!? Var orðin VEL þreytt á þessu á endanum og farin að taka fyrir linsurnar og biðja þá að gjöra svo vel.. OG láta mig í friði.. Þetta var algjör paparazzi fílingurBrosandi

Við höfðum því miður engan tíma til að skoða neitt í Aþenu, sem mér fannst mikil synd. Ótrúlega mikið af flottum minjum þarna sem mig langaði að skoða en það var einfaldlega enginn tími. En ég ætla þangað aftur. Annar hönnuðurinn er búinn að bjóða mér og mínum að koma og gista frítt á hótelinu hans hvenær sem ég vil og fara með okkur í siglingu á snekkjunni hans um grísku eyjarnar. Held að það verði erfitt að neita því! Þannig að.. Stelpur.. Setjið ykkur í startholurnar! ;)


Bloggmynd

Bloggmynd

Bloggmynd

Bloggmynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband