..Dofin..

Hvað sagði ég ykkur.. Ætlaði að vera dugleg..!Glottandi

Fyrsti sólarhringurinn liðinn og allt að komast í rétt horf. Morgunmatur, "lunch" og "dinner" fara fram í stórum sal hérna á hótelinu og allar stelpurnar borða á sama tíma. Ég kem yfirleitt með mínum chapperon þegar þær eru á klára og borða í flýti, þar sem þarna eru yfir hundrað stelpur sem sækjast eftir titlinum sem ég ber og fylgjast því með mér eins og "villidýr bráð sinni", hehe.. Lenti einmitt í því í morgun að ein þeirra kom upp að mér og vildi mynd og þá var ekki aftur snúið, þær komu hver af annarri og ég eyddi öllum morgunmatnum í myndatökur, sem er ekki beint það sem maður kýs svona í morgunsárið. En þetta fylgir víst og þær eru nú margar algjör krúttBrosandi

Eftir morgunmat fékk ég svo tíma til að læra til hádegis og tók ég rispu í kröfuréttinum. Eftir hádegi var sama og enginn frítími í boði en ég þurfti að sinna ýmsum verkefnum á skrifstofunni á meðan stelpurnar voru í myndatökum um alla borg og á æfingum fyrir stóra sýningu sem verður hér annað kvöld. Ásdís okkar búin að standa sig vel og bar af í fjólubláum blómakjól þegar ég kom niður í morgun..

Rétt í þessu var ég koma upp á herbergi klædd í mitt fínasta, en um kvöldmatarleytið var ég viðstödd blaðamannafund fyrir utan leikhúsið þar sem krýningin 30. sept fer fram. Var mikið spurð að því hvort ég yrði ekki sorgmædd að gefa frá mér kórónuna en að sjálfsögðu er bara komin tími til að næsta stúlka taki við og ég haldi áfram með mitt líf. Eftir fundinn var ég svo beðin um að ýta á takka sem gerði það að verkum að hundruðir flugelda fóru í loftið og byggingin var lýst upp í bláum litum kórónunnar en hún verður svo þannig út mánuðinn.

          missworld.com

Þarna sjáið þið bygginguna, kórónuna og keppendurna standa fyrir framan. Alveg fremst stend svo ég í fullum skrúða ásamt borgarstjóra Varsjá.

 

Fyrst ég er að tala um klæðnaðinn þá er gaman að segja frá því að ég er klædd glæsilegri vínrauðri kápu sem er í miklu uppáhaldi hjá öllum hérna. Hún Dorrit var svo yndisleg að lána mér hana fyrr á árinu en hún hefur vakið mikla athygli. Undir borðið (í gríni) köllum við hana reyndar Harry Potter kápuna því hún er svoldið svoleiðis, að sá sem klæðist henni gæti vel búið yfir galdrakraftiGlottandi

Enn þá er fyrsti dagurinn í höfn og allt gengið nokkuð vel fyrir sig.. Ég reyndar pínulítið dofin, en ég vinn vonandi úr því með tímanum enda með öll verkfæri til þess og opin fyrir öllu. Byrjaði að hlusta á hugleiðslu og slökunardisk í gærkvöldi þar sem kennd er rétt öndun, en það er eitthvað sem ég þarf virkilega að kynna mér þar sem álagið nær allt of auðveldlega tökum á mér. Ætla svo í langt  og heitt bað á eftir og kveikja á kertum en þau voru eitt það fyrsta sem ég pakkaði fyrir ferðina enda stór hluti af mínu daglega lífi..

Hugsa heim.. 29 dagar eftir..

 -Uns

 

Ps. Er orðinn Skype vædd, LOKSINS!! Naga mig í handarbökin fyrir að hafa ekki reddað þessu fyrr! Þannig að vinir og vandamenn, látið í ykkur heyraBrosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband