..Erfiður dagur..

Ji, ég trúi ekki að ég sé að þessu! Búinn að vera endalaust langur dagur, þarf að vakna eftir 4 tíma og ég sit við tölvuna, en ekki komin í rúmið!!

En mig langar ekkert voðalega að eta ofan í mig þessar yfirlýsingar mínar fyrst ég var að þeim yfir höfuð og því er staðan svona!Glottandi

Þetta var frekar mikið langur og erfiður dagur.. Fengum reyndar að sofa til 10 sem ég kvarta ekki yfir en eftir það byrjaði hringavitleysan.. Stelpurnar/ Keppendurnir áttu að vera á æfingum í allan dag fyrir stóra sýningu sem var "live" í sjónvarpinu í kvöld og ég var látin fara með þeim þar sem gert var ráð fyrir að ég væri hluti af sýningunni. Ekki fyrr en allt of seint, þegar ég var búin að vera niðurfrá í 2 tíma komumst við að því að ég var í raun ekki partur af sýningunni heldur bara heiðursgestur í sal og þurfti því rauninni ekkert að vera þarna. 

Til að gera langa sögu stutta var ég að koma upp á hótel núna og kl. er 12 á miðnætti en hún var 14:00 þegar ég kom niðrí þetta leikhús í dag.. Þið sem þekkið mig getið rétt ímyndað ykkur svipinn á mér eftir svona dag. Hefði svoo getað lært í marga marga tíma..!

Enn hvað um það.. Þetta er vinna líka og vinna sem ég er víst enn að sinna.

Þessi sýning var nokkurskonar kynning á keppendunum með stórkostlegum skemmtiatriðum inn á milli. Margar þvílíkt flottar stelpur, en ég þori ekki að fara að nefna þær hér ef heimspressan skildi komast í það að ég sé að velja mér uppáhalds.. En ég get sagt það, að eins og er, er ég komin með mínar topp 6 í bili (eina úr hverri heimsálfu) en það gæti allt breyst þegar líður á og ég fer að kynnast þeim betur..Glottandi

En sorry! Verð virkilega að fara henda mér í rúmið.. Set inn nokkrar myndir á morgun.. OG já! By the way.. Þá er ástæðan fyrir því að við erum að fara að vakna 4, sú að við erum að fara í flug norður á bóginn þar sem við verðum út vikuna..

Sofið nú vel..

-Uns

Ps. Ef það eru 17 innsláttarvillur í þessu stutta bloggi mínu þá verðiði bara að afsaka það. Get ekki meir í bili..Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband