6.9.2006 | 07:44
..Bikiní drottningar valdar..
Það er greinilegt að ýmsar breytingar verða á tilhögun keppninnar í ár frá því í fyrra. T.d voru valdar í gærkvöldi 20 stelpur sem fá að taka þátt í Beach Beauty keppninni síðar í vikunni, en í fyrra tókum við allar þátt. Stúlkurnar gengu um á sundfatnaði fyrir framan dómnefnd í allt gærkvöld og skiljanlega mjög stressaðar en úrslitin voru tilkynnt strax og eftirfarandi lönd komust áfram:
Angola
Barbados
Canada
Colombia
Czech Republic
India
Ireland
Italy
Nigeria
Panama
Philippines
Poland
Puerto Rico
Romania
Scotland
Singapore
Slovenia
Spain
Sweden
Venezuela
Þessi úrslit leggja pínulítið línurnar fyrir komandi keppni enda margar stelpurnar þarna stórglæsilegar og eiga eftir að komast langt!
Annars er bongó blíða hér í Póllandi í dag.. Loksins..!! Búið að vera frekar grátt yfir, síðan við komum og var ég orðin viss um að sumarið hér væri á enda..
Stelpunum var skipt upp í nokkra hópa í dag, allar í myndatökum en á sitthvorum staðnum. Sumar fóru snemma í morgun með rútum til kastalans í Malbork sem ég heimsótti í vor en aðrar eru niðrá strönd eða í gamla bænum í Gdynia eða Gdansk. Sem þýðir að ég er ein upp á hóteli og á daginn þannig séð frían.. Það er nefnilega svoleiðis að þrátt fyrir að ég vildi það, þá mætti ég ekki fara með stelpunum nema þær væru allar að fara á sama staðinn, því annars dregst víst meiri athygli að einum hópnum frekar en öðrum og það eru blaðamenn ALLS staðar..!
Ætla nú samt í göngutúr niðrá strönd í dag, hvað sem tautar og raular. Þvílíkt gott veður og ég bara neita að vera inni í allan dag, eins og í gær.. Maður fær bara hausverk af þessu súrefnisleysi!
Skrifa meira seinna í dag! Ætla að tölta í ræktina..
-UB.