.."Childrens Party"..

Dagurinn á enda og var bara nokkuð ljúfur..Brosandi

Venezuela stóð uppi sem sigurvegari Beach Beauty keppninnar en Indland og Tékkland voru í öðru og þriðja sæti. Fannst reyndar svolítið skrítið að úrslitin væru tilkynnt strax, því nú veit Venezuela það sem eftir er mánaðarins að hún er komin í topp 16 á lokakvöldinu. Í fyrra var það þannig að "fast track" sætin, eins og þau eru kölluð, voru tilkynnt á generalprufinni til að koma í veg fyrir að stelpurnar sem hlutu þau myndu ekki breyta hegðun sinni gagnvart hinum keppendunum..

En nú eru það allavega orð með réttu að samkeppnin er hafin og næsta keppni innan MW er, að ég held íþróttakeppnin sem verður með öðru sniði í ár en áður. Núna verður hún einstaklingsbundin og sigurvegarinn hlýtur svona "fast track" sæti en í fyrra var þetta bara keppni á milli heimsálfa og aðeins til gamans gert.

Er búin að vera dugleg í námsbókunum í dag enda nokkuð góðan frítíma fengiðGlottandi Prufaði einnig í fyrsta skipti að hlusta á íslenskt útvarp á netinu, hafði einhverja hluta vegna ekki pælt í því áður, en ég hafði ekki hugmynd um að það væri svona auðvelt. Hélt að maður þyrfti einhverja rosa góða nettengingu sem er ekki beint til staðar hérna en þetta var lítið mál og gaman að heyra fréttir og hlusta á tónlist að heiman til tilbreytingar..

Annars hefur íslenskur tónlistarmaður verið mikið spilaður í tölvunni minni síðasta sólarhringinn. Það er hann Pétur Ben, mikið ofboðslega er hann góður. Get ekki beðið eftir að heyra meira frá honum..

Núna seinnipartinn komu svo langveik börn í heimsókn hingað á hótelið og hlýddi ég á tónleika með þeim og hluta keppendanna. Þetta voru ofsalega mikið veik börn og mörg áttu í rauninni ekki langt eftir. Máttum ekki snerta sum þeirra, enda svo brothætt þegar þau eru svona lasin þessir litlu englar. Það tók virkilega á að eyða tíma með þeim en ofsalega gefandi og fannst mér ekkert smá erfitt að kveðja þau í lokin en þá var ég búin að gera allt fyrir þau sem ég mögulega gat. Myndatökur, eiginhandaráritanir og meira að segja sitja með sum þeirra í fanginu í þó nokkurn tíma. Enn þau sjálf virtust ekkert smá ánægð með þetta litla partý sem við skipulögðum fyrir þau og stelpurnar/keppendurnir voru æði í kringum börnin og vildu allt fyrir þau geraBrosandi

Þetta var ábyggilega í eitt af síðustu skiptunum sem ég geri eitthvað svona sem Miss World þannig að ég gaf af mér eins mikið og ég átti sem gerir það að verkum að ég er gjörsamlega búin á því kvöld.. Held að smá hugleiðsla og kertaljós sé málið..

Góða ferð í nóttina..

-Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband