8.9.2006 | 22:06
..Fullt tungl..
Æhh.. dæs..! Er búin að vera hálf ómöguleg í allan dag.. Stundum þarf lítið til.. Held að upptökin séu þó alveg borðleggjandi því að ein lítil moskítófluga kaus að halda partý í herberginu mínu í nótt og bókstaflega halda fyrir mér vöku til 5 í morgun..!! Aðal trendið í partýinu var víst að bíta mig og tókst henni það fjórum sinnum og óska ég henni innilega til hamingju með það, þar sem ég var búin að gera allt sem ég mögulega gat til að koma í veg fyrir bit!
Ekki batnaði það því ég var svo vakin upp með látum í morgun en sú ákvörðun hafði skyndilega verið tekin að ég ætti að koma með í skólaheimsóknir sem ég upphaflega átti ekki að fara í. Ég fékk 20 min til að gera mig reddy fyrir "kórónu og borða viðburð" (= kjóll og krullur) og enginn tími fyrir morgunmat. Það má því með sanni segja að ég hafi farið vel öfugu megin fram úr rúminu í morgun sem gerði að verkum að ég var aðeins hálf manneskja í allan dag..
Til að kóróna daginn tók ég svo uppreisnar týpuna á þetta í kvöld. Sat með Ásdísi og stelpunum úr Norður Evrópu í dinner og stakk svo af í göngutúr eftir myrkur en ég bara varð að fá freskt loft fyrir svefninn.. Hefði reyndar ekki verið í góðum málum ef einhver hefði komið auga á mig en ég fór huldu höfði, með Harry undir hendinni og átti góða kvöldstund með sjálfri mér og fullu tungli
Kominn tími á svefntilraunir fyrir mig..
Hugsa heim..
-Uns