..Merkisdagur..

Í dag varð ég, ásamt hinum keppendunum, þess heiðurs aðnjótandi að hitta hinn merka mann og frelsishetju, Lech Walesa,  sem meðal annars hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu fólksins. Við vorum viðstaddar hátíðlega athöfn á frægu torgi hér í Gdansk " The Solitarity square" þar sem staðsettur er himinhár minnisvarði til heiðurs fórnarlömbum er létu lífið í uppreisn gegn kommúnisma í desember 1970.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er hr. Walesa nokkurskonar "Nelson Mandela" Evrópu og hefur í gegnum tíðina margoft skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Það var því mikill heiður að eyða með honum dagstund og sitja með honum til borðs á þessu magnþrungna torgi þar sem m.a áttu sér stað atburðir er mörkuðu upphaf seinni heimstyrjaldarinnar.

En dagurinn var þétt skipulagður og sátum við síður en svo auðum höndum. Snemma í morgun fór ég ásamt "Asia Pacific" hópnum í heimsókn á barnaspítala hér í nágrenninu. Þar var mikið af mjög ungum börnum sem alltaf er erfitt að upplifa en ég fékk í fangið þrjú ef ekki fjögur kornabörn sem þrátt fyrir veikindi sín bræddu mig alveg niður í tær. Foreldrar þeirra voru einnig á staðnum og var gott að geta spjallað við þau ásamt því að sýna börnunum hlýju. 

Stalst aftur út í kvöld, var of auðvelt í gær þannig að ég stóðst ekki mátið og fór í göngutúr niður á strönd. Öryggisverðirnir þora lítið að segja þegar ég geng fram hjá þeim þar sem þeir vita í rauninni ekki nákvæmlega hvaða reglum á að fylgja í sambandi við mig. Ef hins vegar einhver af keppendunum mundi láta sjá sig niðrí lobbýi án "shapperons" yrði þeim örugglega hent öfugum inn í herbergi afturGlottandi Þetta var nú líka síðasta kvöldið okkar hér þannig að mér fannst um að gera að nota tækifærið til að svipast um, þó að í skjóli nætur væri..

Erum víst að fara til enn meiri smábæjar í fyrramálið, sem ég legg ekki alveg í að reyna að stafa nafnið á. Þar er þó mjög fallegt, vötn og skógar og er planið að halda íþróttakeppnina þar á komandi dögum.  Annars er ýmislegt í gangi og hlakka ég til morgundagsins, en þá er ég að fara í  áheyrnarprufu í tengslum við stórt verkefni nú í septembermánuði. Ef þetta nær í gegn hjá mér er ég í góðum málum þannig ég er harðákveðin í að gera mitt besta!Brosandi

Held það sé komin tími á að ég halli mér..

-UB

Ps. "Bare with me" ef það er ekki net á nýja staðnum, en þá kemur næsta færsla inn á þri/mið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband