16.9.2006 | 07:55
Góðar fréttir!
Nú veit ég ekki hvort að fréttatilkynningin hefur skilað sér til Íslands, en mér skildist að hún ætti að fara af stað í gær eða dag.. Annars svindla ég bara aðeins
Ég sem sagt fékk "jobbið" sem ég fór í áheyrnarprufu fyrir, fyrr í vikunni en það er nú orðið klárt að í fyrsta sinn í sögu Miss World er það sú sem ber titilinn sem verður kynnir í öllum Miss World þáttunum sem eru seldir með sjónvarpsréttinum á keppninni sjálfri. Ég er búin að vera á haus í upptökum alla vikuna og nú er búið að taka upp þessa 6, "vote for me" þætti og einn sérstakan þátt sem snýst um Beach Beauty keppnina.
Þetta er einstakt tækifæri sem ég er að fá enda þættirnir sýndir í yfir 200 löndum svo að ég get ekki annað en brosað
Reyni að skrifa meiri ferðasögu seinna í dag...
-Uns