14.2.2006 | 03:13
Jæja, við hittumst aftur..
Það vekur upp sterkar minningar að setjast niður með tölvuna í fanginu og skrifa inn á þessa síðu sem var búin til fyrir mig áður en ég fór til Kína.
Hef ekkert skrifað síðan ég var úti og sat þá yfirleitt út á svölum, í hótelsloppnum og inniskónum, með Bubba í eyrunum og leyfði huganum að reika heim í sveitina.
Nú er ég stödd heima (eins og er) búin að komast í sveitina og á hestbak og gera allt sem ég þráði svo mikið að gera þegar ég var stödd hinum megin á hnettinum.
En það er líka margt annað sem mig óraði ekki fyrir að ég mundi vera að gera á þessari stundu.. Eins og til dæmis það, að ferðast um heiminn í heilt ár, með kórónu á höfðinu.. ;)
Svona getur lífið verið óútreiknanlegt og oft á tíðum komið manni skemmtilega á óvart.
Þessi dagbókarfærsla verður í styttri kantinum í þetta skiptið, en á næstu dögum mun ég segja ykkur frá fyrstu verkefnum mínum sem "Miss World" og þeim ferðum sem ég hef farið í nú þegar, og hafa verið ansi fróðlegar skal ég segja ykkur..
Endilega fylgist með! :)
Bestu kveðjur,
Unnur Birna.
Hef ekkert skrifað síðan ég var úti og sat þá yfirleitt út á svölum, í hótelsloppnum og inniskónum, með Bubba í eyrunum og leyfði huganum að reika heim í sveitina.
Nú er ég stödd heima (eins og er) búin að komast í sveitina og á hestbak og gera allt sem ég þráði svo mikið að gera þegar ég var stödd hinum megin á hnettinum.
En það er líka margt annað sem mig óraði ekki fyrir að ég mundi vera að gera á þessari stundu.. Eins og til dæmis það, að ferðast um heiminn í heilt ár, með kórónu á höfðinu.. ;)
Svona getur lífið verið óútreiknanlegt og oft á tíðum komið manni skemmtilega á óvart.
Þessi dagbókarfærsla verður í styttri kantinum í þetta skiptið, en á næstu dögum mun ég segja ykkur frá fyrstu verkefnum mínum sem "Miss World" og þeim ferðum sem ég hef farið í nú þegar, og hafa verið ansi fróðlegar skal ég segja ykkur..
Endilega fylgist með! :)
Bestu kveðjur,
Unnur Birna.