..Rússíbanaferð í skúbídú bílnum..

Eftir þessar dásamlegu stundir á ströndinni var kominn tími til að koma niðrá jörðina og fara aftur upp á herbergi og gera mig til fyrir þennan "dinner". Þetta átti að vera kvöldverður með ríkisstjórninni í Sanya, sem þýðir einstaklega langt kvöld þar sem enginn talar ensku og allt sem er sagt í gegnum túlkinn þarf að vera vandlega út hugsað.
Þetta kvöld varði í heila 7 tíma og var svo sannarlega ekki ánægjulegt.. segi ekki meir..

Morguninn lögðum við af stað í fjögurra tíma keyrslu til annarar borgar. Ég hafði lítið getað sofið um nóttina og hafði hugsað mér að sofa í bílnum á leiðinni. Bílinn var hins vegar ansi skondinn. Leit út eins hvíti bílinn sem skúbídú og félagar ferðast í, nema svartur. Það voru ofsalega flott sæti í honum, einskonar lazyboy stólar sem var hægt að halla og snúa á alla kanta. En það var sko ekki hægt að sofa, þar sem dempararnir í bílnum gerðu það að verkum að mér leið eins og í rússíbanaferð allan tímann.
Hafði nú reyndar lúmskt gaman af þessu og ég veit ekki hvort það var svefngalsi eða hvað, en ég kaus að hlusta gömul íslensk lög í ipodinum alla leiðina og þá sér í lagi eyjalögin sívinsælu sem vöktu upp alltof góðar minningar ;)

Þegar við komum á áfangastað í borginni Haiku þurfti ég að skipta um föt í einum grænum, í síðkjólinn og beint í annan kvöldverð með ríkistjórninni þar.

En ég held ég hafi aldrei sagt ykkur almennilega frá því hvernig svona ?dinnerar? fara fram...
Þetta er sem sagt þannig undantekningarlaust, að setið er við hringborð með glerplötu í miðjunni sem hægt er að snúa. Þangað er maturinn settur og svo velur þú þér með prjónunum þínum hvað þú villt borða. Það er reyndar einhver hefð fyrir því að ef þú ert heiðursgestur við borðið þá gera sessunautar þínir í því að skammta þér mat hægri vinstri og horfa svo á þig borða. Og í fúlustu alvöru þá skellti bæjarstjórinn í Haiku blóðugum kjúklingavæng á diskinn hjá mér þennan dag.. Ég gjörsamlega fraus..
Ég kom mér hjá því að taka bita með því að grípa staupið sem þeir drekka með öllum mat og skála fyrir téðum bæjarstjóra. Þetta sló sem betur fer í gegn og þeir voru ánægðir kallarnir og ég sátt þar sem ég losnaði við að borða kjúklinginn. Verra var hins vegar að þurfa að drekka staupið, en þess virði að halda heilsunni ;)
Annars er maturinn í Kína frekar undarlegur. Allt bragðast eins og því hafi verið dýpt í saltan sjó nokkrum mínútum áður en það er borið fram. Eða þannig hefur það allavega verið í þessum málsverðum sem ég hef þurft að mæta í, bæði núna og fyrir jól. En það er ábyggilega hægt að fá fínasta mat líka, efast ekki um það.

Við vöknuðum eldsnemma daginn eftir til að skoða dýragarð sem var samt í rauninni bara villt líf út í náttúrunni. Þetta var nokkurs konar safarí en samt búið að byggja girðingar og svoleiðis í kringum dýrin. Ég var ekkert smá spennt þar sem ég vissi að nú mundi einn af mínum heitustu draumum rætast. En það var að hitta apa. Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá barnæsku. Það var ótrúlega gaman að sjá dýrin og þó að ég hafi ekki fengið að halda á öpunum eins og ég vildi þá fékk ég að gefa þeim að borða og halda í hendina á þeim. Algjör krútt! Sáum líka fullt af öðrum dýrum sem ég hafði aldrei séð áður í raunveruleikanum, en þau voru m.a. górillur, gírafar, fílar, ljón og tígrisdýr og svo samblöndu af ljóni og tígra sem þau kölluðu Tigon.

Eftir dýragarðinn fórum við aftur upp á hótel þar sem við héldum blaðamannafund. Mér var úthlutað rauðum kínverskum kjól til að breyta aðeins útaf vananum. Hann varð reyndar örlítið aflagaður í sniðinu þar sem ég er hærri en gerist og gengur í kína. Átti að vera skósíður en náði mér niðrá kálfa. Slapp reyndar alveg útlitslega séð. En hann var svo þröngur um hnén að ég varð að taka hænuskerf hvert sem ég fór og átti í mesta basli með að setjast og standa upp, en ég hreyfði mig hálfpartinn eins og ég væri kasólett, hihi.. En kjólinn gerði sitt gagn, leit vel út á sviðinu og þar með var markmiðinu náð.

Síðar sama kvöld flugum við til Shanghai og strax morguninn eftir héldum við annan blaðamannafund.
Það sem við vorum að kynna á þessum blaðamannafundum er svokallaður ?Miss World Winners tour? sem hefst íKína í lok apríl. Stelpunum sem lentu í fyrstu 15 sætunum í keppninni verður flogið til Kína í einkaþotu, þar sem hefst mikil og nauðsynleg fjársöfnun í samvinnu við hin ýmsu góðgerðarsamtök. Við byrjum í Kína en ferðumst svo um Asíu, heimsækjum barnaspítala og heimili og höldum allskyns uppákomur til styrkar börnunum.

Um kvöldið þennan dag áttum við svo flug aftur til London og sem betur fer var það yfir nótt þannig að við gátum sofið eftir langa og erfiða vinnudaga í Kína.

Það er samt alltaf jafn erfitt að koma til baka frá Kína eða bara yfir höfuð í þessa átt yfir tímalínuna. Og þetta var enn verra því ég var bara að koma til London í eins dags stopp, því við áttum flug til Chicago morguninn eftir.
Þessi dagur í London leið eins og í leiðslu. Hafði aldrei fundið fyrir annarri eins flugþreytu en samt bara komin hálfa leið á næsta áfangastað.
Náði reyndar í skottið á Pabba á Heathrow þar sem hann var á leiðinni til Shanghai í heila 3 mánuði. Náði að kveðja hann almennilega og ég held að það að fá knús frá pabba hafi verið einmitt það sem ég þurfti til að geta haldið áfram í þessari brjáluðu keyrslu. Reyndar frekar fyndið að hugsa til þess að þar sem ég var með blaðamannafund daginn áður í Shanghai, þar sem Pabbi var að fara, þá voru öll blöðin full af myndum af dóttur hans þegar hann mætti á svæðið, hehe..
Seinna um daginn kíkti ég svo aðeins niðrí miðbæ , en það suðaði bara í eyrunum á mér þannig að ég flýtti mér upp á hótel aftur. Reyndi svo að níðast eins og ég gat á líkamsklukkunni fram eftir kvöldi (nóttu) til að reyna að snúa tímanum við en rotaðist um miðnætti á London tíma sem var skiljanlegt því klukkan orðin 8 um morguninn í Kína.. Samt nokkuð vel að verki staðið, þó ég segi sjálf frá.. ;)

En það sem bjargaði mér í öllum þessum flugum og keyrslum sem ég var í, var ávallt ipodinn. Við erum óaðskiljanleg þessa dagana sem og hann Harry vinur minn. En ég fór með bók númer þrjú í þessari ferð :)



Bloggmynd

Bloggmynd

Bloggmynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband