..Bawh..

Ég vaknaði klukkutíma of snemma í morgun án þess að átta mig á því, dreif mig á fætur, beint í kjólinn, tilbúin með eyrnalokkana í stíl og búin að mála mig og allar græjur þegar ég ég átta mig á því að ég er aðeins OF snemma á ferðinniGlottandi  Vaknaði s.s 6.15 í stað 7.15 og leit margoft á klukkuna án þessa að kveikja á því að það væri eitthvað "ekki alveg rétt" við tímann Brosandi

Frekar fyndið þegar þetta kemur fyrir mann.. Maður hefur heyrt margar sögur í gegnum tíðina af fólki sem mætti í skólann 7 í stað 8 eða jafnvel á laugardegi..

En ég hinkra þá bara eftir morgunmat.. Ekki málið.. Er samt strax byrjuð að geispa þar sem ég veit nú að ég hefði getað sofið lengur.. En ég hefði líka getað farið fyrr að sofa þannig að það er allt önnur saga Glottandi

Að þurfa að vera í kokteilkjól, bingóhælum og með eyeliner í morgunmat er eitt af undrum þessa starfs sem rennur senn á enda hjá mér.. Dálítið skondið, en venst ágætlega og þá sérstaklega þegar skvísurnar í kringum mann fara að mæta í síðkjólum með slóða í hádegismat. Það gerist þegar líða fer á og þær átta sig á því að þær munu líklega ekki fá tækifæri til að nota alla þessa trufluðu kjóla sem þær tóku með sér. Er strax búin að sjá tvo sem ég væri sko meira en til í að eiga en að vera hérna og fylgjst með hópnum utanfrá er stundum eins og að vera á "live" tískusýningu á hverjum degi. Ekkert smá mikið af flottum fötum..

Enn komin tími að fara niður! Morgunmaturinn bíðurGlottandi

-UB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband