..Til hamingju með daginn..

Í dag (18.sept) hefði Amma Gull orðið 77 ára gömul. En eins og margir vita er hún ástæðan fyrir því hvar ég er í dag.. Hennar uppáhalds, uppáhaldslitur var alla tíð bleikur og er því svoldið fyndið að segja frá því að þegar ég vaknaði í morgun fór ég í bleika peysu og setti á mig bleikt hárband (?) án þess að gera mér nokkra grein fyrir dagsetningunni.. Tilviljun eða hvað..! Það er naumast að gamla er með puttana í ferðatöskunni minniGlottandi

Er að mana mig í að halda áfram með ferðasöguna, en það er bara alls ekki eins gaman að skrifa svona langt aftur í tíman. Best að ljúka því af samt..

Frá Gizycko til Kraká tókum við lest.. Sú lestarferð var hvorki meira né minna en 9 klukkutímar og hélt ég að hún yrði algjör dauði. Svo var reyndar ekki en ég gat nánast búið til rúm úr stólnum mínum og svaf því alveg helminginn af tímanum. Restinni eyddi ég svo í lærdóm þangað til tölvan varð batteríslaus, hlustaði á Ipodinn og spjallaði við fólkið.  Alls ekki svo slæmt!

Hótelið sem við gistum á fyrstu næturnar var ekki í Kraká sjálfri heldur borginni Katowice klukkutíma frá Kraká. Eða öllu heldur tveimur tímum frá Kraká. Það er nefnilega þannig með pólverjana að þegar þeir gefa upp tíma sem það tekur að komast frá einum stað til annars þá er öruggast að tvöfalda hann og er láta það svo koma sér á óvart ef það tekur styttri tíma en það. Alveg magnað..

Hótelið sjálft var ofsalega fínt og naut ég þess lúmskt að vera komin í lúxusinn aftur. Annars er ég búin að taka "note to self" eftir öll þessi ferðalög og ný og ný hótel, að framvegis ferðast ég með mins eigins kodda. Sumir koddar sem ég hef lent í eyðileggja fyrir manni heilu næturnar þeir eru svo erfiðir, svo margir alltof mjúkir og alltof stórir fyrir minn smekk.

Enn áfram nú..! Fyrsta daginn keyrðum við til Kraká og gengum um á markaðstorginu í skrúðgöngu fyrir heimafólk og túrista. Þaðan fórum við inn í frægustu kirkju borgarinnar og mjög sérstakt, mörg hundruð ára gamalt altar var opnað fyrir okkur. Frekar flott mundi ég segja og gaman að sjá Brosandi

Eftir lunch fórum við svo aftur upp í rúturnar góðu og lögðum af stað með yfirdrifnu lögreglufylgdinni okkar en reglan er sú að ég verð alltaf að ferðast fremst í fyrstu rútunni og sé því öll ósköpin Glottandi

Allt að gerast!!

 Leiðin lá á óvenjulegan stað, en við vorum að fara að eyða restinni af deginum í 135 metra dýpi niðrí jörðinni í saltnámu sem er rétt fyrir utan Kraká. Stórkostlegt fyrirbæri!

Fórum þarna niður í endalaust hraðskreiðri lyftu sem var nánast í frjálsu falli og frekar creepy.. Ríghélt í einn af PR strákunum því þetta var eins og að vera í tívolí tæki nema þarna vorum við fjögur eða fimm í litlu búri og urðum að halda okkur í rimlana. Þegar niður kom tók við hvert undrið á fætur öðru. Þvílíkir salir og kapellur og ég veit ekki hvað og hvað og allt grafið inn í saltsteininn.

Þarna eyddum við svo deginum og kvöldinu en keppnin um flottasta kjólinn fór fram á sviði þarna niðri seinna um kvöldið.  Ég var einn af dómurunum sem var mjög gaman en það var Króatía sem bar sigur úr bítum í geðveikum kjól sem ég setti strax í fyrsta sætið.. Holland var í öðru og Indland í því þriðja en hún er algjört yndi sú stelpa og á líka flottustu föt sem ég hef á ævi minni séð enda dýrka ég indversk fötGlottandi

Ekki meira í bili, kominn háttatími á mig..

-Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband