..To be alone with you..

Ég veit að ég skrifaði ekki í gær.. Og ég hef enga afsökun..!

Var að læra í allan gærdag og netkortið sem ég keypti hérna dýrum dómum virkaði ekki fyrr en seint í gærkvöldi og þá bara nennti ég ekki að fara að babla hérna..

En hvað um það, áfram með smjörið..

Gleymdi alveg að segja ykkur frá einu, en þetta kvöld í Saltnámunni þegar flottasti kjólinn var valinn, klæddist ég sjálf æðislegum kjól sem ég fékk lánaðan hjá henni Petrúnellu sem var með mér í Ungfrú Ísland um árið. Hann sló alveg í gegn og fékk ég meira að segja að heyra það frá hinum dómurunum að hann hefði pottþétt verið í topp 5 ef hann hefði verið að keppa þetta kvöld!

Þannig að takk fyrir mig Petrún, "you made my day"! ;)

Á því miður ekki til betri mynd, ljósmyndarinn aðeins skjálfhentur, en hérna kemur hún..

Næstu tveir dagar fóru í hina ýmsu viðburði og uppákomur, misáhugaverðar þó en ég var einnig í upptökum fyrir einn af aukaþáttum MW, Beach Beauty þáttinn. Tókum upp alla "linkana" í skröltandi hestvagni í Kraká en því miður komumst við að því nokkrum dögum síðar að þeir væru ónothæfir þar sem myndavélin var á stöðugri hreyfingu og það heyrðist alltof mikið í hófataki hestanna. Sem sagt smá tímaeyðsla þar, en svoleiðis er það víst bara stundum..

Laugardagskvöldið var svo eitt það skemmtilegasta sem við höfum átt hérna. Fórum í dinner í boði Kraká borgar, þar sem boðið var upp á góðan mat og frábær skemmtiatriði. Eftir það var keyrt með okkur allar sem eina, í opnum bílum niður að ánni þar sem fram fór stórkostleg flugeldasýning með ljósasýningu og tónlist undir og yfir ánni svifu uppblásinir drekar. Snilldar endir á góðu kvöldi.. Morguninn eftir tók svo við næsta rútuferðalag en áfangastaðurinn var borgin Wroclaw þar sem ég er stödd núna. Hérna hef ég lítið verið að hafa mig frammi, fékk í rauninni bara nokkra daga pásu frá öllu amstrinu til að sinna náminu en ég þurfti bæði að skila verkefni yfir netið sem og vinna upp lesefni síðustu vikna.

Í kvöld fer hér fram hæfileikakeppnin sem er "fast track" keppni en stelpurnar eru búnar að vera á þrotlausum æfingum fyrir hana. Ætla nú að kíkja á þær sýna listir sínar en mig grunar einnig að ég verði plötuð til að sitja í dómnefnd. Á morgun fljúgum við svo til Varsjá þar sem við verðum út mánuðinn og þá getur maður loksins tekið upp úr töskunum og komið sér almennilega fyrir, sem verður sko munur! Brosandi

Annars er ég bara nokkuð góð þessa dagana, sem er skref í rétta átt því mér leið alls ekkert vel þegar ég kom hingað út í byrjun mánaðarins. Eins mikil klysja og þetta orð er þá er mikið 'soulsearching' búið að fara fram og ég hef það á tilfinningunni að ég komi ný og betri manneskja heim.. Fyrst var ég ekki viss um að svona mikil einvera eins og ég er búin að vera að upplifa hér væri neinum holl, en nú er ég alveg á því að hún hafi gert mér gott þrátt fyrir að vera erfið á köflum. Búin að vera að taka mig í gegn andlega og líkamlega, skref frá skrefi: Nú liggur leiðin bara upp á við og vinnan mun halda áfram um ókomna tíð. Held að það sé öllum holt að taka sig svona í gegn..Sumir þurfa meira á því að halda en aðrir en mín leið er að gera þetta frá grunni og gera þetta almennilega í eitt skipti fyrir öll.

Það sem er búið að hjálpa mér mest er hugleiðslan. Fer ég varla almennilega í gegnum daginn núna án þess að fá þennan hálftíma útaf fyrir mig. Kveikja á kerti og anda.. Eftir að hafa hreinsað hugann er gott að setjast niður og skrifa í bókina góðu, allt sem kemur upp í hugann og reyna að koma því frá sér. Því stundum hugsar maður of mikið og kemst því aldrei að niðurstöðu um hvað maður vill og hvað ekki.. Og þetta hjálpar mikið..

Enn.. Nóg komið af djúpspeki.. Glottandi

20 dagar liðnir og 10 eftir.. Hlakka svo til að koma heim og hitta fjölskylduna og dýrin mín. Og tala nú ekki um vinkonurnar og vinina. Því það er allavega eitt sem mér hefur tekist vel í lífinu, að velja mér vini. Traustari og yndislegri vinahóp get ég ekki ímyndað mér..Brosandi

Farin í lunch, með Sufjan Stevens í eyrunum..

 

..I'll swim across lake Michigan, I'd sell my shoes.

 I'll give my body to be back again, in the rest of the room..

 -To be alone with you-

 -Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband