..Sumu fólki er illt..

Það var N-Írland sem kom, sá og sigraði í hæfileikakeppninni í gærkvöldi. Hún söng fyrir okkur gamalt írskt lag og ég og örugglega helmingur fólksins í salnum var með gæsahúð allan tímann. Hún átti þetta svo sannarlega skilið og skemmtileg tilviljun að N-Írland sé komið í undanúrslit annað árið í röð.

Annars erum við komin til Varsjá og búin að koma okkur fyrir á hótelinu sem við verðum á það sem eftir er mánaðarins. Frekar þægilegt að geta tekið upp úr töskunum í fyrsta skipti og hengt upp fötin sín sem eru búin að vera í krumpustykki í þrjár vikur.

Flugum hingað í morgun, guði sé lof. Hefði ekki höndlað vel enn eina 7 tíma rútuferðina. Er samt búin að vera óendanlega þreytt og dösuð í allan dag. Skil ekki hvað er að mér.. Kannski að maður ætti að fara í rúmið fyrir 10 í kvöld. Dagskráin byrjar alveg 8 í fyrramálið með morgunmat á hótelinu og svo æfingum fyrir final-ið. Donna sem er danshöfundur sýningarinnar er búin að biðja mig um að hjálpa sér að kenna stelpunum rútínuna og halda utan um þetta allt saman og ætti ég að geta það þar sem ég hef nú tekið eitt eða tvö dansspor á ævinni. Er reyndar bara mjög ánægð með að fá að hjálpa til, gott að vera með verkefni í höndunum..

Veit ekki hvort það skín í gegn en ég er dálítið pirruð þessa stundina. Sumt fólk ekki alveg að gera góða hluti hérna og það bitnar á mér.. En ég ætla bara að einbeita mér að mínu, eina í stöðunniBrosandi

Farin að klára að hengja upp föt og koma mér fyrir..

Night night..

-Uns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband