..Hamingjan..

Alfred D. Souza sagði eitt sinn: 

“Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja – þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál eða tími sem þurfti að eyða í eitthvað.  Síðan myndi lífið byrja.. Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft.” 

Þetta hjálpar manni að skilja að það er engin ein leið að hamingjunni. Njóta skal hverrar stundar sem við eigum til hins ýtrasta og enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með einhverjum sérstökum..

“Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð(ur).”


..Forever young..

Við eyddum tveimur næstu dögum einnig í Gizycko. Fyrri dagurinn fór í heimsóknir í skóla og á heimili fyrir fatlaða sem voru í þriggja tíma fjarlægð, þannig að sá dagur leið hægt í enn einni rútuferðinni. Guði sé lof fyrir Ipod og góðan félagsskap en fólkið sem er að vinna með mér hérna við upptökur, PR og á skrifstofunni er æði. Fullt af ungu fólki sem ég get spjallað við um daginn og veginn enda stelpurnar/keppendurnir alveg fastar í keppninni sjálfri og tala því skiljanlega um lítið annað en hluti sem tengjast henni. Man alveg hvernig ég var á þessum tíma. Þetta tók nánast yfir líf manns á vissu tímabili.

Seinni dagurinn fór hins vegar allur í íþróttakeppnina sem í ár var "fast track" viðburður og stóð Canada uppi sem sigurvegari. Stelpurnar sem komust áfram inn í íþróttakeppnina sjálfa þurftu að hlaupa, hjóla, róa og gera hinar ýmsu styrktaræfingar og var það víst mjög sanngjarnt að Canada skildi vinna enda verið í íþróttum alla sína ævi. Það þýðir samt sem áður að tvær stelpur frá sömu heimsálfu eru nú þegar komnar í úrslit í gegnum " fast track", en eins og ég sagði ykkur þá var það Venezuela sem bar sigur úr bítum í Beach Beauty.

Ég hins vegar náði ekkert að fylgjast með íþróttakeppninni sjálfri. Eyddi deginum út á báti að taka upp "linka" fyrir Vote for me þættina en það var mjög heitt þennan dag og því erfitt að vinna úti.  Það hófst þó á endanum og allir sáttir með útkomuna!Glottandi

Um kvöldið fékk ég svo val, þurfti ekki að koma í dinner enda búin að standa undir berum himni í marga klukkutíma að þylja upp texta sem ég fékk örfáar mínotur til að læra utanbókar. Ég kíkti hins vegar aðeins á sýningu, sem var sett upp fyrir stelpurnar, en þetta var víkingasýning og það er eitthvað sem minnir mann alltaf pínulítið á Ísland. Hún var mjög flott, með hestum, flottri tónlist, dönsurum og söngvurum en hún fór fram utandyra við vatnið þar sem sviðsmyndin var sólarlagið sem var engu líkt. Sá sko ekki eftir tíma mínum þar, en um leið og sýningin var búin skreið ég beint upp í rúmBrosandi 

Þannig var nú dögum okkar í Gizycko varið..

Nú erum við búin að heimsækja Kraká og komin til borgarinnar Wroclaw, en ég reyni eftir bestu getu að "up date-a" þessa síðu mína í dag og á morgun. Er búin einmitt búin að fá frí í dag til að læra en svo óheppilega vill til að ég þarf að skila raunhæfu verkefni í kröfurétti í kvöld sem ég hef haft hræðilega lítinn tíma til að vinna í. Verð því að setja í fluggírinn..

Lag síðustu daga hefur verið Forever Young með Youth group í mjög sérstakri útgáfu. Alveg dolfallin yfir því..

..Lets dance in style, lets dance for a while
Heaven can wait were only watching the sky
Hoping for the best but expecting the worst
Are you going to drop the bomb or not..?

..Let us die young or let us live forever
Dont have the power but we never say never
Sitting in a sandpit, life is a short trip
The music's for the sad men..




Góðar fréttir!

Nú veit ég ekki hvort að fréttatilkynningin hefur skilað sér til Íslands, en mér skildist að hún ætti að fara af stað í gær eða dag.. Annars svindla ég bara aðeins Glottandi

Ég sem sagt fékk "jobbið" sem ég fór í áheyrnarprufu fyrir, fyrr í vikunni en það er nú orðið klárt að í fyrsta sinn í sögu Miss World er það sú sem ber titilinn sem verður kynnir í öllum Miss World þáttunum sem eru seldir með sjónvarpsréttinum á keppninni sjálfri. Ég er búin að vera á haus í upptökum alla vikuna og nú er búið að taka upp þessa 6, "vote for me" þætti og einn sérstakan þátt sem snýst um Beach Beauty keppnina.

Þetta er einstakt tækifæri sem ég er að fá enda þættirnir sýndir í yfir 200 löndum svo að ég get ekki annað en brosaðBrosandi

Reyni að skrifa meiri ferðasögu seinna í dag...

-Uns


Gdynia-Gizycko

Jæja.. Hvað skulda ég ykkur nú margar færslur!!Glottandi Alveg komin úr gírnum, það er svo langt síðan ég skrifaði hérna inná..

En það var sem sagt augljóslega ekkert net á þessum blessaða stað sem við vorum á, ENDA  "in the middle of nowhere" og síðan við komum aftur í siðmenninguna hefur verið svo mikil keyrsla að talvan var ekki einu sinni tekin upp úr töskunni.

Þessi staður sem við vorum á í byrjun vikunnar heitir Gizycko en þar gistum við í gömlum bjálkahúsum, 18 manns í hverju húsi sem stóðu við ofboðslega fallegt vatn umvafið grænum skógi svo langt sem augað eygði. Herbergin voru reyndar hlægilega lítil, þurfti að opna töskuna mína frammi á gangi til að komast ofan í hana, því gólfplássið ekkert. Inni í þeim komust fyrir einbreitt rúm, stóll og náttborð, og í einu skoti herbergisins var svo sturta og salerni afgirt með burðarvegg.. 

Ekki eins slæmt og það hljómar og hefði verið meira að segja verið kósý EF það hefði verið loftkæling. Það var nefnilega óbærilegur hiti í öllum húsunum og ekki nokkrum manni þorandi að opna glugga, þar sem á þessum stað var ein stærsta skordýraflóra sem ég hef upplifað á ævinni. Ef ég vissi ekki betur mundi ég fullyrða að þarna væri að finna uppsprettu og miðstöð allra skordýra í heiminum og voru vinkonur mínar moskítóflugurnar sko ekki undanskildar.. Skelfilegt!Óákveðinn Ég var svo "paranoid" að ég var orðin pirrandi en með hinum ýmsu leiðum slapp ég við tugi bita. Fékk þó nokkur og þar á meðal eitt undir ylina, takk fyrir góðan daginn..

En ef við byrjum á byrjuninni það tók það okkur yfir 6 klukkutíma í rútu að komast á þennan stað en svoleiðis ferðir eru ekki alveg það skemmtilegasta sem maður gerir. Um leið og við komum fórum við strax í bátsiglingu niður stóra á, en meðfram henni hafði allur bærinn safnast saman til að fagna komu okkar. Báturinn sigldi svo með okkur í land við aðalhöfnina þar sem búið var að koma upp móttökusviði og voru stelpurnar kynntar í heimsálfum sínum fyrir framan tugi þúsunda aðdáenda og fór ég á svið í lokin með N-Evrópu. Við vorum svo kvaddar með flugeldasýningu og fórum til baka í bjálkahúsin á bátnum okkar, ansi þreyttar eftir langan dag..

Já við vorum svoldið þreyttar ;)

-UB


..Merkisdagur..

Í dag varð ég, ásamt hinum keppendunum, þess heiðurs aðnjótandi að hitta hinn merka mann og frelsishetju, Lech Walesa,  sem meðal annars hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu fólksins. Við vorum viðstaddar hátíðlega athöfn á frægu torgi hér í Gdansk " The Solitarity square" þar sem staðsettur er himinhár minnisvarði til heiðurs fórnarlömbum er létu lífið í uppreisn gegn kommúnisma í desember 1970.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er hr. Walesa nokkurskonar "Nelson Mandela" Evrópu og hefur í gegnum tíðina margoft skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Það var því mikill heiður að eyða með honum dagstund og sitja með honum til borðs á þessu magnþrungna torgi þar sem m.a áttu sér stað atburðir er mörkuðu upphaf seinni heimstyrjaldarinnar.

En dagurinn var þétt skipulagður og sátum við síður en svo auðum höndum. Snemma í morgun fór ég ásamt "Asia Pacific" hópnum í heimsókn á barnaspítala hér í nágrenninu. Þar var mikið af mjög ungum börnum sem alltaf er erfitt að upplifa en ég fékk í fangið þrjú ef ekki fjögur kornabörn sem þrátt fyrir veikindi sín bræddu mig alveg niður í tær. Foreldrar þeirra voru einnig á staðnum og var gott að geta spjallað við þau ásamt því að sýna börnunum hlýju. 

Stalst aftur út í kvöld, var of auðvelt í gær þannig að ég stóðst ekki mátið og fór í göngutúr niður á strönd. Öryggisverðirnir þora lítið að segja þegar ég geng fram hjá þeim þar sem þeir vita í rauninni ekki nákvæmlega hvaða reglum á að fylgja í sambandi við mig. Ef hins vegar einhver af keppendunum mundi láta sjá sig niðrí lobbýi án "shapperons" yrði þeim örugglega hent öfugum inn í herbergi afturGlottandi Þetta var nú líka síðasta kvöldið okkar hér þannig að mér fannst um að gera að nota tækifærið til að svipast um, þó að í skjóli nætur væri..

Erum víst að fara til enn meiri smábæjar í fyrramálið, sem ég legg ekki alveg í að reyna að stafa nafnið á. Þar er þó mjög fallegt, vötn og skógar og er planið að halda íþróttakeppnina þar á komandi dögum.  Annars er ýmislegt í gangi og hlakka ég til morgundagsins, en þá er ég að fara í  áheyrnarprufu í tengslum við stórt verkefni nú í septembermánuði. Ef þetta nær í gegn hjá mér er ég í góðum málum þannig ég er harðákveðin í að gera mitt besta!Brosandi

Held það sé komin tími á að ég halli mér..

-UB

Ps. "Bare with me" ef það er ekki net á nýja staðnum, en þá kemur næsta færsla inn á þri/mið...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband