..Fullt tungl..

Æhh.. dæs..! Er búin að vera hálf ómöguleg í allan dag.. Stundum þarf lítið til.. Held að upptökin séu þó alveg borðleggjandi því að ein lítil moskítófluga kaus að halda partý í herberginu mínu í nótt og bókstaflega halda fyrir mér vöku til 5 í morgun..!! Aðal trendið í partýinu var víst að bíta mig og tókst henni það fjórum sinnum og óska ég henni innilega til hamingju með það, þar sem ég var búin að gera allt sem ég mögulega gat til að koma í veg fyrir bit! 

Ekki batnaði það því ég var svo vakin upp með látum í morgun en sú ákvörðun hafði skyndilega verið tekin að ég ætti að koma með í skólaheimsóknir sem ég upphaflega átti ekki að fara í. Ég fékk 20 min til að gera mig reddy fyrir "kórónu og borða viðburð" (= kjóll og krullur) og enginn tími fyrir morgunmat. Það má því með sanni segja að ég hafi farið vel öfugu megin fram úr rúminu í morgun sem gerði að verkum að ég var aðeins hálf manneskja í allan dag..

Til að kóróna daginn tók ég svo uppreisnar týpuna á þetta í kvöld. Sat með Ásdísi og stelpunum úr Norður Evrópu í dinner og stakk svo af í göngutúr eftir myrkur en ég bara varð að fá freskt loft fyrir svefninn.. Hefði reyndar ekki verið í góðum málum ef einhver hefði komið auga á mig en ég fór huldu höfði, með Harry undir hendinni og átti góða kvöldstund með sjálfri mér og fullu tungliBrosandi

Kominn tími á svefntilraunir fyrir mig..

Hugsa heim..

-Uns


..Pic..

Var að fá þessar mynd senda frá vinkonu minni henni Kasha sem ég kynntist hér í Póllandi í einni að fyrstu ferðunum hingað á árinu en ég er náttúrulega búin að koma hingað endalaust oft og hún alltaf verið með mér!Glottandi

Hérna erum við að pósa með e-m sem vildi mynd, á kvöldinu þar sem keppendurnir komu fram í fyrsta skipti. Kasha var Miss Polonia 2004 og Miss Northern Europe í Miss World sama ár en hún er pínulítið breytt í dag en þá var hún ljóshærð.. Kannski maður ætti að feta í fótspor hennar og lita hárið ljóst þegar þetta er allt saman búið! Nee, held ekki.. Yrði líklega eins og ég veit ekki hvað!Ullandi

 

-UB

-


.."Childrens Party"..

Dagurinn á enda og var bara nokkuð ljúfur..Brosandi

Venezuela stóð uppi sem sigurvegari Beach Beauty keppninnar en Indland og Tékkland voru í öðru og þriðja sæti. Fannst reyndar svolítið skrítið að úrslitin væru tilkynnt strax, því nú veit Venezuela það sem eftir er mánaðarins að hún er komin í topp 16 á lokakvöldinu. Í fyrra var það þannig að "fast track" sætin, eins og þau eru kölluð, voru tilkynnt á generalprufinni til að koma í veg fyrir að stelpurnar sem hlutu þau myndu ekki breyta hegðun sinni gagnvart hinum keppendunum..

En nú eru það allavega orð með réttu að samkeppnin er hafin og næsta keppni innan MW er, að ég held íþróttakeppnin sem verður með öðru sniði í ár en áður. Núna verður hún einstaklingsbundin og sigurvegarinn hlýtur svona "fast track" sæti en í fyrra var þetta bara keppni á milli heimsálfa og aðeins til gamans gert.

Er búin að vera dugleg í námsbókunum í dag enda nokkuð góðan frítíma fengiðGlottandi Prufaði einnig í fyrsta skipti að hlusta á íslenskt útvarp á netinu, hafði einhverja hluta vegna ekki pælt í því áður, en ég hafði ekki hugmynd um að það væri svona auðvelt. Hélt að maður þyrfti einhverja rosa góða nettengingu sem er ekki beint til staðar hérna en þetta var lítið mál og gaman að heyra fréttir og hlusta á tónlist að heiman til tilbreytingar..

Annars hefur íslenskur tónlistarmaður verið mikið spilaður í tölvunni minni síðasta sólarhringinn. Það er hann Pétur Ben, mikið ofboðslega er hann góður. Get ekki beðið eftir að heyra meira frá honum..

Núna seinnipartinn komu svo langveik börn í heimsókn hingað á hótelið og hlýddi ég á tónleika með þeim og hluta keppendanna. Þetta voru ofsalega mikið veik börn og mörg áttu í rauninni ekki langt eftir. Máttum ekki snerta sum þeirra, enda svo brothætt þegar þau eru svona lasin þessir litlu englar. Það tók virkilega á að eyða tíma með þeim en ofsalega gefandi og fannst mér ekkert smá erfitt að kveðja þau í lokin en þá var ég búin að gera allt fyrir þau sem ég mögulega gat. Myndatökur, eiginhandaráritanir og meira að segja sitja með sum þeirra í fanginu í þó nokkurn tíma. Enn þau sjálf virtust ekkert smá ánægð með þetta litla partý sem við skipulögðum fyrir þau og stelpurnar/keppendurnir voru æði í kringum börnin og vildu allt fyrir þau geraBrosandi

Þetta var ábyggilega í eitt af síðustu skiptunum sem ég geri eitthvað svona sem Miss World þannig að ég gaf af mér eins mikið og ég átti sem gerir það að verkum að ég er gjörsamlega búin á því kvöld.. Held að smá hugleiðsla og kertaljós sé málið..

Góða ferð í nóttina..

-Uns


..Bawh..

Ég vaknaði klukkutíma of snemma í morgun án þess að átta mig á því, dreif mig á fætur, beint í kjólinn, tilbúin með eyrnalokkana í stíl og búin að mála mig og allar græjur þegar ég ég átta mig á því að ég er aðeins OF snemma á ferðinniGlottandi  Vaknaði s.s 6.15 í stað 7.15 og leit margoft á klukkuna án þessa að kveikja á því að það væri eitthvað "ekki alveg rétt" við tímann Brosandi

Frekar fyndið þegar þetta kemur fyrir mann.. Maður hefur heyrt margar sögur í gegnum tíðina af fólki sem mætti í skólann 7 í stað 8 eða jafnvel á laugardegi..

En ég hinkra þá bara eftir morgunmat.. Ekki málið.. Er samt strax byrjuð að geispa þar sem ég veit nú að ég hefði getað sofið lengur.. En ég hefði líka getað farið fyrr að sofa þannig að það er allt önnur saga Glottandi

Að þurfa að vera í kokteilkjól, bingóhælum og með eyeliner í morgunmat er eitt af undrum þessa starfs sem rennur senn á enda hjá mér.. Dálítið skondið, en venst ágætlega og þá sérstaklega þegar skvísurnar í kringum mann fara að mæta í síðkjólum með slóða í hádegismat. Það gerist þegar líða fer á og þær átta sig á því að þær munu líklega ekki fá tækifæri til að nota alla þessa trufluðu kjóla sem þær tóku með sér. Er strax búin að sjá tvo sem ég væri sko meira en til í að eiga en að vera hérna og fylgjst með hópnum utanfrá er stundum eins og að vera á "live" tískusýningu á hverjum degi. Ekkert smá mikið af flottum fötum..

Enn komin tími að fara niður! Morgunmaturinn bíðurGlottandi

-UB


..Þreyttur..

Lítið nýtt í fréttum.. Dagurinn fór í eitt og annað. Nokkur viðtöl og myndataka úti í sólinni þannig að ég var sátt..Brosandi

Það fréttnæmasta er að ákveðið hefur verið að velja 5 stúlkur í viðbót inn í bikíní keppnina sem verður svo eftir hádegi á morgun. Finndist nú alveg sanngjarnt að hún Ásdís mundi detta þarna inn, enda svaka kroppur og sef ég því með krosslagða fingur í nótt!

Annað á dagskránni hjá mér á morgun eru tónleikar hérna á hótelinu fyrir langveik börn sem eru væntanleg í heimsókn seinnipartinn og mun ég ásamt nokkrum af stelpunum hlýða á þá og mála svo myndir með börnunum. Gaman gaman..!Glottandi 

Talandi um myndir.. Ykkur er eflaust farið í þyrsta í svoleiðis, en því miður hefur verið lítið um slík tækifæri síðustu daga, enda rólegir og viðburðarlitlir miðað við venjulega..

Er orðin ansi dösuð núna enda komið yfir miðnætti og því að farin að hugsa mér til hreyfings yfir í rúmið góða. Er líka að díla við ansi illkvittnar aukaverkanir líkamsræktar, öðru nafni harðsperrur sem verða seint í uppáhaldi og aðeins eitt við þeim að gera. Fara aftur á brettið á morgun..!

Góða drauma..

-Uns


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband