19.3.2006 | 17:35
..Rússíbanaferð í skúbídú bílnum..
Eftir þessar dásamlegu stundir á ströndinni var kominn tími til að koma niðrá jörðina og fara aftur upp á herbergi og gera mig til fyrir þennan "dinner". Þetta átti að vera kvöldverður með ríkisstjórninni í Sanya, sem þýðir einstaklega langt kvöld þar sem enginn talar ensku og allt sem er sagt í gegnum túlkinn þarf að vera vandlega út hugsað.
Þetta kvöld varði í heila 7 tíma og var svo sannarlega ekki ánægjulegt.. segi ekki meir..
Morguninn lögðum við af stað í fjögurra tíma keyrslu til annarar borgar. Ég hafði lítið getað sofið um nóttina og hafði hugsað mér að sofa í bílnum á leiðinni. Bílinn var hins vegar ansi skondinn. Leit út eins hvíti bílinn sem skúbídú og félagar ferðast í, nema svartur. Það voru ofsalega flott sæti í honum, einskonar lazyboy stólar sem var hægt að halla og snúa á alla kanta. En það var sko ekki hægt að sofa, þar sem dempararnir í bílnum gerðu það að verkum að mér leið eins og í rússíbanaferð allan tímann.
Hafði nú reyndar lúmskt gaman af þessu og ég veit ekki hvort það var svefngalsi eða hvað, en ég kaus að hlusta gömul íslensk lög í ipodinum alla leiðina og þá sér í lagi eyjalögin sívinsælu sem vöktu upp alltof góðar minningar ;)
Þegar við komum á áfangastað í borginni Haiku þurfti ég að skipta um föt í einum grænum, í síðkjólinn og beint í annan kvöldverð með ríkistjórninni þar.
En ég held ég hafi aldrei sagt ykkur almennilega frá því hvernig svona ?dinnerar? fara fram...
Þetta er sem sagt þannig undantekningarlaust, að setið er við hringborð með glerplötu í miðjunni sem hægt er að snúa. Þangað er maturinn settur og svo velur þú þér með prjónunum þínum hvað þú villt borða. Það er reyndar einhver hefð fyrir því að ef þú ert heiðursgestur við borðið þá gera sessunautar þínir í því að skammta þér mat hægri vinstri og horfa svo á þig borða. Og í fúlustu alvöru þá skellti bæjarstjórinn í Haiku blóðugum kjúklingavæng á diskinn hjá mér þennan dag.. Ég gjörsamlega fraus..
Ég kom mér hjá því að taka bita með því að grípa staupið sem þeir drekka með öllum mat og skála fyrir téðum bæjarstjóra. Þetta sló sem betur fer í gegn og þeir voru ánægðir kallarnir og ég sátt þar sem ég losnaði við að borða kjúklinginn. Verra var hins vegar að þurfa að drekka staupið, en þess virði að halda heilsunni ;)
Annars er maturinn í Kína frekar undarlegur. Allt bragðast eins og því hafi verið dýpt í saltan sjó nokkrum mínútum áður en það er borið fram. Eða þannig hefur það allavega verið í þessum málsverðum sem ég hef þurft að mæta í, bæði núna og fyrir jól. En það er ábyggilega hægt að fá fínasta mat líka, efast ekki um það.
Við vöknuðum eldsnemma daginn eftir til að skoða dýragarð sem var samt í rauninni bara villt líf út í náttúrunni. Þetta var nokkurs konar safarí en samt búið að byggja girðingar og svoleiðis í kringum dýrin. Ég var ekkert smá spennt þar sem ég vissi að nú mundi einn af mínum heitustu draumum rætast. En það var að hitta apa. Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá barnæsku. Það var ótrúlega gaman að sjá dýrin og þó að ég hafi ekki fengið að halda á öpunum eins og ég vildi þá fékk ég að gefa þeim að borða og halda í hendina á þeim. Algjör krútt! Sáum líka fullt af öðrum dýrum sem ég hafði aldrei séð áður í raunveruleikanum, en þau voru m.a. górillur, gírafar, fílar, ljón og tígrisdýr og svo samblöndu af ljóni og tígra sem þau kölluðu Tigon.
Eftir dýragarðinn fórum við aftur upp á hótel þar sem við héldum blaðamannafund. Mér var úthlutað rauðum kínverskum kjól til að breyta aðeins útaf vananum. Hann varð reyndar örlítið aflagaður í sniðinu þar sem ég er hærri en gerist og gengur í kína. Átti að vera skósíður en náði mér niðrá kálfa. Slapp reyndar alveg útlitslega séð. En hann var svo þröngur um hnén að ég varð að taka hænuskerf hvert sem ég fór og átti í mesta basli með að setjast og standa upp, en ég hreyfði mig hálfpartinn eins og ég væri kasólett, hihi.. En kjólinn gerði sitt gagn, leit vel út á sviðinu og þar með var markmiðinu náð.
Síðar sama kvöld flugum við til Shanghai og strax morguninn eftir héldum við annan blaðamannafund.
Það sem við vorum að kynna á þessum blaðamannafundum er svokallaður ?Miss World Winners tour? sem hefst íKína í lok apríl. Stelpunum sem lentu í fyrstu 15 sætunum í keppninni verður flogið til Kína í einkaþotu, þar sem hefst mikil og nauðsynleg fjársöfnun í samvinnu við hin ýmsu góðgerðarsamtök. Við byrjum í Kína en ferðumst svo um Asíu, heimsækjum barnaspítala og heimili og höldum allskyns uppákomur til styrkar börnunum.
Um kvöldið þennan dag áttum við svo flug aftur til London og sem betur fer var það yfir nótt þannig að við gátum sofið eftir langa og erfiða vinnudaga í Kína.
Það er samt alltaf jafn erfitt að koma til baka frá Kína eða bara yfir höfuð í þessa átt yfir tímalínuna. Og þetta var enn verra því ég var bara að koma til London í eins dags stopp, því við áttum flug til Chicago morguninn eftir.
Þessi dagur í London leið eins og í leiðslu. Hafði aldrei fundið fyrir annarri eins flugþreytu en samt bara komin hálfa leið á næsta áfangastað.
Náði reyndar í skottið á Pabba á Heathrow þar sem hann var á leiðinni til Shanghai í heila 3 mánuði. Náði að kveðja hann almennilega og ég held að það að fá knús frá pabba hafi verið einmitt það sem ég þurfti til að geta haldið áfram í þessari brjáluðu keyrslu. Reyndar frekar fyndið að hugsa til þess að þar sem ég var með blaðamannafund daginn áður í Shanghai, þar sem Pabbi var að fara, þá voru öll blöðin full af myndum af dóttur hans þegar hann mætti á svæðið, hehe..
Seinna um daginn kíkti ég svo aðeins niðrí miðbæ , en það suðaði bara í eyrunum á mér þannig að ég flýtti mér upp á hótel aftur. Reyndi svo að níðast eins og ég gat á líkamsklukkunni fram eftir kvöldi (nóttu) til að reyna að snúa tímanum við en rotaðist um miðnætti á London tíma sem var skiljanlegt því klukkan orðin 8 um morguninn í Kína.. Samt nokkuð vel að verki staðið, þó ég segi sjálf frá.. ;)
En það sem bjargaði mér í öllum þessum flugum og keyrslum sem ég var í, var ávallt ipodinn. Við erum óaðskiljanleg þessa dagana sem og hann Harry vinur minn. En ég fór með bók númer þrjú í þessari ferð :)
Þetta kvöld varði í heila 7 tíma og var svo sannarlega ekki ánægjulegt.. segi ekki meir..
Morguninn lögðum við af stað í fjögurra tíma keyrslu til annarar borgar. Ég hafði lítið getað sofið um nóttina og hafði hugsað mér að sofa í bílnum á leiðinni. Bílinn var hins vegar ansi skondinn. Leit út eins hvíti bílinn sem skúbídú og félagar ferðast í, nema svartur. Það voru ofsalega flott sæti í honum, einskonar lazyboy stólar sem var hægt að halla og snúa á alla kanta. En það var sko ekki hægt að sofa, þar sem dempararnir í bílnum gerðu það að verkum að mér leið eins og í rússíbanaferð allan tímann.
Hafði nú reyndar lúmskt gaman af þessu og ég veit ekki hvort það var svefngalsi eða hvað, en ég kaus að hlusta gömul íslensk lög í ipodinum alla leiðina og þá sér í lagi eyjalögin sívinsælu sem vöktu upp alltof góðar minningar ;)
Þegar við komum á áfangastað í borginni Haiku þurfti ég að skipta um föt í einum grænum, í síðkjólinn og beint í annan kvöldverð með ríkistjórninni þar.
En ég held ég hafi aldrei sagt ykkur almennilega frá því hvernig svona ?dinnerar? fara fram...
Þetta er sem sagt þannig undantekningarlaust, að setið er við hringborð með glerplötu í miðjunni sem hægt er að snúa. Þangað er maturinn settur og svo velur þú þér með prjónunum þínum hvað þú villt borða. Það er reyndar einhver hefð fyrir því að ef þú ert heiðursgestur við borðið þá gera sessunautar þínir í því að skammta þér mat hægri vinstri og horfa svo á þig borða. Og í fúlustu alvöru þá skellti bæjarstjórinn í Haiku blóðugum kjúklingavæng á diskinn hjá mér þennan dag.. Ég gjörsamlega fraus..
Ég kom mér hjá því að taka bita með því að grípa staupið sem þeir drekka með öllum mat og skála fyrir téðum bæjarstjóra. Þetta sló sem betur fer í gegn og þeir voru ánægðir kallarnir og ég sátt þar sem ég losnaði við að borða kjúklinginn. Verra var hins vegar að þurfa að drekka staupið, en þess virði að halda heilsunni ;)
Annars er maturinn í Kína frekar undarlegur. Allt bragðast eins og því hafi verið dýpt í saltan sjó nokkrum mínútum áður en það er borið fram. Eða þannig hefur það allavega verið í þessum málsverðum sem ég hef þurft að mæta í, bæði núna og fyrir jól. En það er ábyggilega hægt að fá fínasta mat líka, efast ekki um það.
Við vöknuðum eldsnemma daginn eftir til að skoða dýragarð sem var samt í rauninni bara villt líf út í náttúrunni. Þetta var nokkurs konar safarí en samt búið að byggja girðingar og svoleiðis í kringum dýrin. Ég var ekkert smá spennt þar sem ég vissi að nú mundi einn af mínum heitustu draumum rætast. En það var að hitta apa. Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá barnæsku. Það var ótrúlega gaman að sjá dýrin og þó að ég hafi ekki fengið að halda á öpunum eins og ég vildi þá fékk ég að gefa þeim að borða og halda í hendina á þeim. Algjör krútt! Sáum líka fullt af öðrum dýrum sem ég hafði aldrei séð áður í raunveruleikanum, en þau voru m.a. górillur, gírafar, fílar, ljón og tígrisdýr og svo samblöndu af ljóni og tígra sem þau kölluðu Tigon.
Eftir dýragarðinn fórum við aftur upp á hótel þar sem við héldum blaðamannafund. Mér var úthlutað rauðum kínverskum kjól til að breyta aðeins útaf vananum. Hann varð reyndar örlítið aflagaður í sniðinu þar sem ég er hærri en gerist og gengur í kína. Átti að vera skósíður en náði mér niðrá kálfa. Slapp reyndar alveg útlitslega séð. En hann var svo þröngur um hnén að ég varð að taka hænuskerf hvert sem ég fór og átti í mesta basli með að setjast og standa upp, en ég hreyfði mig hálfpartinn eins og ég væri kasólett, hihi.. En kjólinn gerði sitt gagn, leit vel út á sviðinu og þar með var markmiðinu náð.
Síðar sama kvöld flugum við til Shanghai og strax morguninn eftir héldum við annan blaðamannafund.
Það sem við vorum að kynna á þessum blaðamannafundum er svokallaður ?Miss World Winners tour? sem hefst íKína í lok apríl. Stelpunum sem lentu í fyrstu 15 sætunum í keppninni verður flogið til Kína í einkaþotu, þar sem hefst mikil og nauðsynleg fjársöfnun í samvinnu við hin ýmsu góðgerðarsamtök. Við byrjum í Kína en ferðumst svo um Asíu, heimsækjum barnaspítala og heimili og höldum allskyns uppákomur til styrkar börnunum.
Um kvöldið þennan dag áttum við svo flug aftur til London og sem betur fer var það yfir nótt þannig að við gátum sofið eftir langa og erfiða vinnudaga í Kína.
Það er samt alltaf jafn erfitt að koma til baka frá Kína eða bara yfir höfuð í þessa átt yfir tímalínuna. Og þetta var enn verra því ég var bara að koma til London í eins dags stopp, því við áttum flug til Chicago morguninn eftir.
Þessi dagur í London leið eins og í leiðslu. Hafði aldrei fundið fyrir annarri eins flugþreytu en samt bara komin hálfa leið á næsta áfangastað.
Náði reyndar í skottið á Pabba á Heathrow þar sem hann var á leiðinni til Shanghai í heila 3 mánuði. Náði að kveðja hann almennilega og ég held að það að fá knús frá pabba hafi verið einmitt það sem ég þurfti til að geta haldið áfram í þessari brjáluðu keyrslu. Reyndar frekar fyndið að hugsa til þess að þar sem ég var með blaðamannafund daginn áður í Shanghai, þar sem Pabbi var að fara, þá voru öll blöðin full af myndum af dóttur hans þegar hann mætti á svæðið, hehe..
Seinna um daginn kíkti ég svo aðeins niðrí miðbæ , en það suðaði bara í eyrunum á mér þannig að ég flýtti mér upp á hótel aftur. Reyndi svo að níðast eins og ég gat á líkamsklukkunni fram eftir kvöldi (nóttu) til að reyna að snúa tímanum við en rotaðist um miðnætti á London tíma sem var skiljanlegt því klukkan orðin 8 um morguninn í Kína.. Samt nokkuð vel að verki staðið, þó ég segi sjálf frá.. ;)
En það sem bjargaði mér í öllum þessum flugum og keyrslum sem ég var í, var ávallt ipodinn. Við erum óaðskiljanleg þessa dagana sem og hann Harry vinur minn. En ég fór með bók númer þrjú í þessari ferð :)



18.3.2006 | 17:42
Víðáttubrjálæði í Kína.
Loksins finn ég tíma til að byrja aftur. Gæti eytt mörgum orðum í að biðjast afsökunar á skriftarleysi en er að hugsa um að gera það ekki og byrja strax að segja ykkur frá.
Eftir seinni ferðina mína til Póllands fékk ég að koma heima í smá stund og hafði reyndar litla hugmynd um hvað yrði næst á dagskrá þar sem hún breytist nær daglega og ég fæ að vita allt síðust.. Ég sinnti því bara öðrum hlutum í lífi mínu og einu og öðru sem féll til.
Ég fékk ekki mikinn fyrirvara fyrir næstu ferð, það var email tveim dögum áður en ég átti að leggja af stað og ferðinni var heitið alla leið til Sanya í Kína.
Aftur!! Ég fékk hálfgert sjokk þar sem ég hélt að ég mundi fá lengri tíma til að jafna mig á því landi. En nei nei.. Til Kína skildi ég fara og þaðan beint til Bandríkjanna. Allt í allt þriggja vikna ferð og sú lengsta til þessa.
Þegar ég var búin að fara niðrí kínverska sendiráð og brosa mínu blíðasta til að fá visa samdægurs lagði ég af stað til London með tvær fullar ferðatöskur og ferðatölvuna. Held að ég hati ekkert meira en að ferðast með mikið með mér en þó sérstaklega handfarangur.
Það var smá seinkun á vélinni hérna heima og ég var komin seint og síðar meir upp á hótel í London. Þá tók við sama rútína og venjulega sem ég reyni að fylgja eins oft og ég get á kvöldin þegar ég ferðast. Kveiki á 2-3 sprittkertum, helli út í þau lavender olíu og skelli mér í sjóðandi heitt, slakandi bað og þaðan beint upp í rúm. Best í heimi!! :)
Það vill reyndar þannig til að það er ekki baðkar heima hjá mér og held ég að það sé ástæðan fyrir því að ég tek ástfóstri við baðkörin á hótelunum sem ég dvel á .
Ég fékk reyndar símtal rétt fyrir svefninn þetta kvöld frá þar sem mér var greint frá því að si svona að ég mundi þurfa að fljúga ein til Kína morguninn eftir, þar sem fólkið sem átti að hitta mig væri fast í Bandaríkjunum. Var ekkert allt of hrifin fyrst en sjálfstæðið og þrjóskan í mér tók völdin og þessi tveggja daga ferð mín til Sanya gekk bara eins og í sögu, eftir á að hyggja. Ferðin tók 37 klukkutíma allt í allt en ég þurfti að millilenda tvisvar. Fyrst í París og svo Guangshou, Kína.
Þegar ég kom til Sanya gekk ég inn í algjört flashback! Gleymi því aldrei þegar ég kom þarna fyrst í nóvember, með hjartað á fullu og enga hugmynd um hvaða ævintýri biðu mín.
Núna var ég sótt á flugvöllinn og skutlað beint upp á hótel sem var sem betur fer Hilton en ekki Sheraton eins og síðast, hefði verið einum of furðulegt.
En það sem VAR furðulegt var það, að það fyrsta sem ég sá þegar ég gekk út úr flugstöðinni var RISA stórt skilti með meðal annars andlitinu á sjálfum mér. Og ég komst seinna meir að því að þetta skilti var á fleiri en einum og fleiri en tveimur stöðum í Kína. Allstaðar sem við keyrðum blasti þetta við mér.! Merkilegt nokk...
Hótelið var æði. Eitt það flottasta sem ég hef séð. Glæsileg, framandi herbergi og risastórt baðkar. Algjör lúxus! ;)
Ég steinrotaðist þegar ég kom upp á herbergi og vaknaði ekki fyrr en daginn eftir. Enda tímamismunurinn 8 tímar og líkamsklukkan komin í rugl eftir ferðalagið. Ég vaknaði við að síminn hringdi og ég fékk að vita að fólkið var komið að hitta mig en yrði á fundum allan daginn og að þau þyrftu mig ekkert fyrr en í dinner seinna um kvöldið.
Ef ég fæ frítíma í þessum ferðum mínum sem er mjög sjaldgæft er venjan að ég sé bara inn á herbergi, öryggisins vegna. Og þetta hefur alltaf verið þannig að ég má ekki fara neitt eða gera neitt án þess að spyrja um leyfi og þá þarf alltaf einhver að koma með mér, alveg eins og það var í keppninni sjálfri.
En þarna gat ég ekki annað en hugsað mér gott til glóðarinnar.. Var stödd í paradís, 30 stiga hita og glampandi sól, hélt nú ekki að ég ætlaði að fara að hanga inni á herbergi! Þannig að það var bara farið í bikíníið, sólgleraugun sett á nefið og svo spretturinn niðrá strönd. Vakti samt ábyggilega meiri athygli hlaupandi í gengnum sundlaugargarðinn heldur en ella, þannig þetta var kannski ekki besta ?múvið? en satt segja var ég að æsa yfir mig af spenningi en það þarf oft lítið til að gleðja mann á svona ferðalögum.
Fékk algjört víðáttubrjálæði þegar ég kom niðrá strönd, sérstaklega þar sem ég var að gera eitthvað sem ég mátti ekki gera. Ströndin var æði, útsýnið geggjað og ég gat ekki verið hamingjusamari. ( eða jú kannski, ef einhver hefði getað notið þessa með mér, var svoldill Palli einn í heiminum.. hehe..) Ég byrjaði á göngutúr með strandlengjunni með Ipodinn í eyrunum, buslaði aðeins í sjónum, náði mér svo í bekk og lá eins og skata í tvo tíma. Ljúft, vægast sagt..! :)
En þar sem ég var ein, hafði ég engan annan til að taka myndir af og því er bannað að gera grín af sjálfsmyndunum mínum. Átti engra kosta völ! ;)
Lag dagsins var: ?When stars go blue? með Ryan Adams.
Eftir seinni ferðina mína til Póllands fékk ég að koma heima í smá stund og hafði reyndar litla hugmynd um hvað yrði næst á dagskrá þar sem hún breytist nær daglega og ég fæ að vita allt síðust.. Ég sinnti því bara öðrum hlutum í lífi mínu og einu og öðru sem féll til.
Ég fékk ekki mikinn fyrirvara fyrir næstu ferð, það var email tveim dögum áður en ég átti að leggja af stað og ferðinni var heitið alla leið til Sanya í Kína.
Aftur!! Ég fékk hálfgert sjokk þar sem ég hélt að ég mundi fá lengri tíma til að jafna mig á því landi. En nei nei.. Til Kína skildi ég fara og þaðan beint til Bandríkjanna. Allt í allt þriggja vikna ferð og sú lengsta til þessa.
Þegar ég var búin að fara niðrí kínverska sendiráð og brosa mínu blíðasta til að fá visa samdægurs lagði ég af stað til London með tvær fullar ferðatöskur og ferðatölvuna. Held að ég hati ekkert meira en að ferðast með mikið með mér en þó sérstaklega handfarangur.
Það var smá seinkun á vélinni hérna heima og ég var komin seint og síðar meir upp á hótel í London. Þá tók við sama rútína og venjulega sem ég reyni að fylgja eins oft og ég get á kvöldin þegar ég ferðast. Kveiki á 2-3 sprittkertum, helli út í þau lavender olíu og skelli mér í sjóðandi heitt, slakandi bað og þaðan beint upp í rúm. Best í heimi!! :)
Það vill reyndar þannig til að það er ekki baðkar heima hjá mér og held ég að það sé ástæðan fyrir því að ég tek ástfóstri við baðkörin á hótelunum sem ég dvel á .
Ég fékk reyndar símtal rétt fyrir svefninn þetta kvöld frá þar sem mér var greint frá því að si svona að ég mundi þurfa að fljúga ein til Kína morguninn eftir, þar sem fólkið sem átti að hitta mig væri fast í Bandaríkjunum. Var ekkert allt of hrifin fyrst en sjálfstæðið og þrjóskan í mér tók völdin og þessi tveggja daga ferð mín til Sanya gekk bara eins og í sögu, eftir á að hyggja. Ferðin tók 37 klukkutíma allt í allt en ég þurfti að millilenda tvisvar. Fyrst í París og svo Guangshou, Kína.
Þegar ég kom til Sanya gekk ég inn í algjört flashback! Gleymi því aldrei þegar ég kom þarna fyrst í nóvember, með hjartað á fullu og enga hugmynd um hvaða ævintýri biðu mín.
Núna var ég sótt á flugvöllinn og skutlað beint upp á hótel sem var sem betur fer Hilton en ekki Sheraton eins og síðast, hefði verið einum of furðulegt.
En það sem VAR furðulegt var það, að það fyrsta sem ég sá þegar ég gekk út úr flugstöðinni var RISA stórt skilti með meðal annars andlitinu á sjálfum mér. Og ég komst seinna meir að því að þetta skilti var á fleiri en einum og fleiri en tveimur stöðum í Kína. Allstaðar sem við keyrðum blasti þetta við mér.! Merkilegt nokk...
Hótelið var æði. Eitt það flottasta sem ég hef séð. Glæsileg, framandi herbergi og risastórt baðkar. Algjör lúxus! ;)
Ég steinrotaðist þegar ég kom upp á herbergi og vaknaði ekki fyrr en daginn eftir. Enda tímamismunurinn 8 tímar og líkamsklukkan komin í rugl eftir ferðalagið. Ég vaknaði við að síminn hringdi og ég fékk að vita að fólkið var komið að hitta mig en yrði á fundum allan daginn og að þau þyrftu mig ekkert fyrr en í dinner seinna um kvöldið.
Ef ég fæ frítíma í þessum ferðum mínum sem er mjög sjaldgæft er venjan að ég sé bara inn á herbergi, öryggisins vegna. Og þetta hefur alltaf verið þannig að ég má ekki fara neitt eða gera neitt án þess að spyrja um leyfi og þá þarf alltaf einhver að koma með mér, alveg eins og það var í keppninni sjálfri.
En þarna gat ég ekki annað en hugsað mér gott til glóðarinnar.. Var stödd í paradís, 30 stiga hita og glampandi sól, hélt nú ekki að ég ætlaði að fara að hanga inni á herbergi! Þannig að það var bara farið í bikíníið, sólgleraugun sett á nefið og svo spretturinn niðrá strönd. Vakti samt ábyggilega meiri athygli hlaupandi í gengnum sundlaugargarðinn heldur en ella, þannig þetta var kannski ekki besta ?múvið? en satt segja var ég að æsa yfir mig af spenningi en það þarf oft lítið til að gleðja mann á svona ferðalögum.
Fékk algjört víðáttubrjálæði þegar ég kom niðrá strönd, sérstaklega þar sem ég var að gera eitthvað sem ég mátti ekki gera. Ströndin var æði, útsýnið geggjað og ég gat ekki verið hamingjusamari. ( eða jú kannski, ef einhver hefði getað notið þessa með mér, var svoldill Palli einn í heiminum.. hehe..) Ég byrjaði á göngutúr með strandlengjunni með Ipodinn í eyrunum, buslaði aðeins í sjónum, náði mér svo í bekk og lá eins og skata í tvo tíma. Ljúft, vægast sagt..! :)
En þar sem ég var ein, hafði ég engan annan til að taka myndir af og því er bannað að gera grín af sjálfsmyndunum mínum. Átti engra kosta völ! ;)
Lag dagsins var: ?When stars go blue? með Ryan Adams.





2.3.2006 | 00:06
..Rise and shine..
Ég fékk að vera heima í rúmlega 10 daga en var þá kölluð aftur út til London. Það verður þannig allt árið að ég flýg til London fyrst og þaðan þangað sem ferðinni er heitið.
Í þetta skiptið dvaldi ég í London í tæpa viku á mjög fínu ensku hóteli við Hyde Park, sem ég verð líklega alltaf á. Ég þurfti að sinna ýmsum erindum eins og heimsækja kjólaverksmiðju, máta kjóla og versla mér föt sem hæfa þessu starfi mínu. Á þau ekki beint til heima og þætti gaman að sjá svipinn á fólkinu ef ég mætti í rifnu gallabuxunum mínum, stuttermabol , hettupeysu og converse skóm í einhverja ferðina! ;)
Eitt kvöldið í London fór ég út að borða með vinum. Við fórum á e-n klúbb sem þeir voru meðlimir að og ég get ekki annað sagt en þessi klúbbur var ansi sérstakur. Utan frá séð var þar bara stór svört hurð og kortalesari eins og í hraðbönkum. Þeir voru þá sem sagt með aðgangskort sem hleypti okkur inn á þennan einstaklega "exclusive club". Þetta var nú kannski einum of fansý fyrir minn smekk en samt ansi hipp og kúl staður og gaman að fá að sjá að svona staðir eru til í alvörunni, en ekki bara bíómyndunum.
Frá London var förinni aftur heitið til Póllands og var sú ferð eiginlega andstæða fyrri ferðarinnar, því miður fyrir mig.
Á Heathrow eldsnemma morguns hitti ég svo fólkið sem ég vara að fara að ferðast með..
Við tékkuðum okkur öll inn saman og ferðin byrjaði vel þar sem allir voru kátir og hressir og svona.. Við vorum í einhverri tilraunastarfsemi og ákváðum að prufa að fljúga með pólsku flugfélagi en þau eru vön að nota BA hvert sem þau fara.
En það áttu svo sannarlega eftir að verða stór mistök því fljótlega kom í ljós að fluginu okkar varð frestað um 12 tíma!!
Þau ákváðu að við skildum bíða á flugvellinum og við fengum að sitja inn í BA
Lounge-inu og slaka á. Dagurinn leið tiltölulega hratt en það var aðallega vinur minn Harry Potter sem stytti mér stundir í þetta skiptið. Reyndar horfði ég líka í fyrsta skipti á ævinni á heilan leik í amerískum fótbalta og viðurkenni fúslega að ég skildi sama og ekki neitt út á hvað reglurnar gengu.
Loksins 12 tímum seinna vorum við komin út í vél sem skrölti af stað út eftir flugbrautinni. Við vorum á leiðinni í þriggja tíma flug sem endaði reyndar með 5 tíma viðveru í þessari flugvél, því hún kaus að fara ekki í loftið fyrr en hún var búin að standa út á flugbraut í tvo klukkutíma. Ég hef ekki grænan grun um hvers vegna og kæri mig ekki um að vita það að svo stöddu.
Þarna hélt maður kannski að þetta gæti ekki orðið mikið verra. Búin að hanga á Heathrow í milljón klukkutíma í háhæluðum skóm og pilsi, reyna að halda sér vel til hafðri. Dúsa svo í súrefnislausri vélinni í 500 stiga hita þar sem ég held, eftir á að hyggja að ég hafi hreinlega misst meðvitund á tímabili en ekki dottað. Og svo þegar kom til Póllands fékk ég ekki töskurnar mínar, en það er það versta sem getur komið fyrir manneskju í mínu starfi.
Ég gat ekki einu sinni sýnt viðbrögð við þessum aðstæðum, þar sem ég var orðin alltof ,alltof þreytt.. Man bara eftir mér ganga í gegnum tollinn á flugvellinum í Varsjá og mæta fólki með risastóra blómvendi og fullt af myndavélum. Klukkan var held ég 2 um nóttina og ég get engan veginn skilið hvernig fólk nennti að mæta þarna.. Ábyggilega líka einstaklega skemmtilegar myndir af mér þar sem ég var eins og draugur þegar ég kom þarna í gegn ;)
Þrátt fyrir að hafa komið svona seint var það ekkert annað en ?rise and shine? kl. 8 morguninn eftir og beint í myndatöku fyrir eitthvað pólskt tímarit. Sem betur fer útveguðu þau fötin sem ég átti að vera í sem og hár og förðun þannig að töskuleysið var ekki enn byrjað að hafa áhrif út á við, en var að gera mig geðveika inná við.
Eftir tökuna fór ég í 3 sjónvarpsviðtöl og neyddist auðvitað til að vera í fötunum sem ég kom í kvöldið áður. Um 4 leytið var ég orðin ansi stressuð yfir töskunni þar sem ég átti að vera tilbúin fyrir stærsta blaðamannafund ársins kl.6. og kjóllinn og allt sem ég þurfti að nota í tuðrunni.
Ég fékk töskuna kl. 5 en þá var ég líka farin að hoppa í rúminu mínu af pirringi yfir þessu veseni. Náði sem betur fer að gera mig tiltölulega tilbúna og var mætt á réttum tíma á fundinn sem var live í sjónvarpinu í fleiri en einu löndum. Ég gerði mér hins vegar engan veginn grein fyrir því hversu stór blaðamannafundur þetta var. Hef gert þetta nokkrum sinnum en þá hafa alltaf bara verið um 20-30 blaðamenn en þarna voru yfir 200 blaðamenn og ljósmyndarar og ég hef aldrei séð jafn mikið af myndavélum á ævinni. Um leið og ég kom var mér hent upp á svið og þar stóð ég í rúmlega korter og reyndi að brosa að minnstakosti einu sinni í allar myndavélarnar sem tókst auðvitað engan veginn. Ég hélt í alvörunni á tímabili að ég væri að verða blind af öllum þessum flössum og sá allt í móðu í hálftíma á eftir.
Þegar fundinum var lokið fórum við í kokteilboð annars staðar í húsinu með völdum blaðamönnum og öðru samstarfsfólki en á leiðinni þangað var ég kynnt fyrir tveim íturvöxnum lífvörðum sem munu fylgja mér hvert fótmál í Póllandi héðan af. Mér fannst þetta einstaklega fyndið fyrst en gat ekki skilið hvers vegna það var þörf á þessu, en svo rann það upp fyrir mér og ég get ekki neitað því að það skaut mér skelk í bringu að fólkið þarna úti telur þetta nauðsynlegt...
Snemma næsta morgun þurfti ég svo að fara í Web-chat sem er án efa eitt það leiðinlegasta sem þú gerir. Þá koma spurningarnar inn online og ég svara þeim til baka á ensku í vefmyndavélina. Það sem ég sagði var svo þýtt yfir á pólsku og pikkað inn um leið.. Þetta tók endalausan tima og ég sat stundum þarna og leið eins og algjörum kjána, starandi inn í vefmyndavél í beinni útsendingu, bíðandi eftir að svarið mitt yrði þýtt.
Eftir það brunuðum við svo upp á flugvöll og vorum komin til London innan skamms. Ég átti svo far heim til Íslands seinna um kvöldið og sá fram á leiðinlega og einmannalega bið á Heathrow. Það varð reyndar svo sannarlega ekki raunin og ég hitti góða menn sem björguðu alveg deginum fyrir mér.
Ég náði svo að þakka fyrir mig með að kippa einum þeirra með mér frammí í vélina þar sem við létum fara vel um okkur með stálhnífapörunum..
Þegar heim var komið held ég að ég hafi sofið í 2 daga þar sem ég svaf í mesta lagi 3-4 tíma hvora nóttina í Póllandi.
En svona er þetta bara, eins og lífið sjálft. Skiptast á skin og skúrir og þá verður bara að taka því sem fyrir höndum ber..
Í þetta skiptið dvaldi ég í London í tæpa viku á mjög fínu ensku hóteli við Hyde Park, sem ég verð líklega alltaf á. Ég þurfti að sinna ýmsum erindum eins og heimsækja kjólaverksmiðju, máta kjóla og versla mér föt sem hæfa þessu starfi mínu. Á þau ekki beint til heima og þætti gaman að sjá svipinn á fólkinu ef ég mætti í rifnu gallabuxunum mínum, stuttermabol , hettupeysu og converse skóm í einhverja ferðina! ;)
Eitt kvöldið í London fór ég út að borða með vinum. Við fórum á e-n klúbb sem þeir voru meðlimir að og ég get ekki annað sagt en þessi klúbbur var ansi sérstakur. Utan frá séð var þar bara stór svört hurð og kortalesari eins og í hraðbönkum. Þeir voru þá sem sagt með aðgangskort sem hleypti okkur inn á þennan einstaklega "exclusive club". Þetta var nú kannski einum of fansý fyrir minn smekk en samt ansi hipp og kúl staður og gaman að fá að sjá að svona staðir eru til í alvörunni, en ekki bara bíómyndunum.
Frá London var förinni aftur heitið til Póllands og var sú ferð eiginlega andstæða fyrri ferðarinnar, því miður fyrir mig.
Á Heathrow eldsnemma morguns hitti ég svo fólkið sem ég vara að fara að ferðast með..
Við tékkuðum okkur öll inn saman og ferðin byrjaði vel þar sem allir voru kátir og hressir og svona.. Við vorum í einhverri tilraunastarfsemi og ákváðum að prufa að fljúga með pólsku flugfélagi en þau eru vön að nota BA hvert sem þau fara.
En það áttu svo sannarlega eftir að verða stór mistök því fljótlega kom í ljós að fluginu okkar varð frestað um 12 tíma!!
Þau ákváðu að við skildum bíða á flugvellinum og við fengum að sitja inn í BA
Lounge-inu og slaka á. Dagurinn leið tiltölulega hratt en það var aðallega vinur minn Harry Potter sem stytti mér stundir í þetta skiptið. Reyndar horfði ég líka í fyrsta skipti á ævinni á heilan leik í amerískum fótbalta og viðurkenni fúslega að ég skildi sama og ekki neitt út á hvað reglurnar gengu.
Loksins 12 tímum seinna vorum við komin út í vél sem skrölti af stað út eftir flugbrautinni. Við vorum á leiðinni í þriggja tíma flug sem endaði reyndar með 5 tíma viðveru í þessari flugvél, því hún kaus að fara ekki í loftið fyrr en hún var búin að standa út á flugbraut í tvo klukkutíma. Ég hef ekki grænan grun um hvers vegna og kæri mig ekki um að vita það að svo stöddu.
Þarna hélt maður kannski að þetta gæti ekki orðið mikið verra. Búin að hanga á Heathrow í milljón klukkutíma í háhæluðum skóm og pilsi, reyna að halda sér vel til hafðri. Dúsa svo í súrefnislausri vélinni í 500 stiga hita þar sem ég held, eftir á að hyggja að ég hafi hreinlega misst meðvitund á tímabili en ekki dottað. Og svo þegar kom til Póllands fékk ég ekki töskurnar mínar, en það er það versta sem getur komið fyrir manneskju í mínu starfi.
Ég gat ekki einu sinni sýnt viðbrögð við þessum aðstæðum, þar sem ég var orðin alltof ,alltof þreytt.. Man bara eftir mér ganga í gegnum tollinn á flugvellinum í Varsjá og mæta fólki með risastóra blómvendi og fullt af myndavélum. Klukkan var held ég 2 um nóttina og ég get engan veginn skilið hvernig fólk nennti að mæta þarna.. Ábyggilega líka einstaklega skemmtilegar myndir af mér þar sem ég var eins og draugur þegar ég kom þarna í gegn ;)
Þrátt fyrir að hafa komið svona seint var það ekkert annað en ?rise and shine? kl. 8 morguninn eftir og beint í myndatöku fyrir eitthvað pólskt tímarit. Sem betur fer útveguðu þau fötin sem ég átti að vera í sem og hár og förðun þannig að töskuleysið var ekki enn byrjað að hafa áhrif út á við, en var að gera mig geðveika inná við.
Eftir tökuna fór ég í 3 sjónvarpsviðtöl og neyddist auðvitað til að vera í fötunum sem ég kom í kvöldið áður. Um 4 leytið var ég orðin ansi stressuð yfir töskunni þar sem ég átti að vera tilbúin fyrir stærsta blaðamannafund ársins kl.6. og kjóllinn og allt sem ég þurfti að nota í tuðrunni.
Ég fékk töskuna kl. 5 en þá var ég líka farin að hoppa í rúminu mínu af pirringi yfir þessu veseni. Náði sem betur fer að gera mig tiltölulega tilbúna og var mætt á réttum tíma á fundinn sem var live í sjónvarpinu í fleiri en einu löndum. Ég gerði mér hins vegar engan veginn grein fyrir því hversu stór blaðamannafundur þetta var. Hef gert þetta nokkrum sinnum en þá hafa alltaf bara verið um 20-30 blaðamenn en þarna voru yfir 200 blaðamenn og ljósmyndarar og ég hef aldrei séð jafn mikið af myndavélum á ævinni. Um leið og ég kom var mér hent upp á svið og þar stóð ég í rúmlega korter og reyndi að brosa að minnstakosti einu sinni í allar myndavélarnar sem tókst auðvitað engan veginn. Ég hélt í alvörunni á tímabili að ég væri að verða blind af öllum þessum flössum og sá allt í móðu í hálftíma á eftir.
Þegar fundinum var lokið fórum við í kokteilboð annars staðar í húsinu með völdum blaðamönnum og öðru samstarfsfólki en á leiðinni þangað var ég kynnt fyrir tveim íturvöxnum lífvörðum sem munu fylgja mér hvert fótmál í Póllandi héðan af. Mér fannst þetta einstaklega fyndið fyrst en gat ekki skilið hvers vegna það var þörf á þessu, en svo rann það upp fyrir mér og ég get ekki neitað því að það skaut mér skelk í bringu að fólkið þarna úti telur þetta nauðsynlegt...
Snemma næsta morgun þurfti ég svo að fara í Web-chat sem er án efa eitt það leiðinlegasta sem þú gerir. Þá koma spurningarnar inn online og ég svara þeim til baka á ensku í vefmyndavélina. Það sem ég sagði var svo þýtt yfir á pólsku og pikkað inn um leið.. Þetta tók endalausan tima og ég sat stundum þarna og leið eins og algjörum kjána, starandi inn í vefmyndavél í beinni útsendingu, bíðandi eftir að svarið mitt yrði þýtt.
Eftir það brunuðum við svo upp á flugvöll og vorum komin til London innan skamms. Ég átti svo far heim til Íslands seinna um kvöldið og sá fram á leiðinlega og einmannalega bið á Heathrow. Það varð reyndar svo sannarlega ekki raunin og ég hitti góða menn sem björguðu alveg deginum fyrir mér.
Ég náði svo að þakka fyrir mig með að kippa einum þeirra með mér frammí í vélina þar sem við létum fara vel um okkur með stálhnífapörunum..
Þegar heim var komið held ég að ég hafi sofið í 2 daga þar sem ég svaf í mesta lagi 3-4 tíma hvora nóttina í Póllandi.
En svona er þetta bara, eins og lífið sjálft. Skiptast á skin og skúrir og þá verður bara að taka því sem fyrir höndum ber..

26.2.2006 | 15:38
..Kuldi og brúnn matur..
Hello og fyrsta ferðin.
Jæja.. Ég skulda ykkur sko aldeilis færslu ef ekki færslur þar sem ég hef því miður ekkert getað skrifað síðustu daga! Veit að það eru nokkrir þarna heima ansi ósáttir með þessa frammistöðu mina í skriftunum, en ég kippi því í liðinn ;)
Úff það er svo margt sem ég á eftir að segja ykkur.. Veit varla hvar ég á að byrja! En það hefur reynst vel að byrja á byrjuninni hingað til þannig að sú verður raunin..
Eftir að hafa eytt jólunum og áramótunum í faðmi fjölskyldu og vina bankaði raunveruleikinn fljótlega upp á kallaði mig til starfa í nýju vinnunni minni.
Fyrsta verkefnið mitt var myndataka heima á Íslandi fyrir tímaritið Hello en hún tók eina helgi og til íslands komu ljósmyndari og fylgdarfólk til að vinna að verkefninu. Þetta var engin smá taka og að sjálfsögðu sú stærsta sem ég hef tekið þátt í, enda alþjóðlegt blað sem kemur út í mörgum mörgum löndum. Við áttum LANGA vinnudaga og ég held að sá lengsti hafi verið 17 tímar og þá var ég líka alveg gjörsamlega búin á því.
Við tókum myndir bæði úti og inni. Útimyndirnar voru teknar hjá Gullfoss og Geysi og á þingvöllum en innimyndirnar á hótel Nordica.
Þetta var virkilega skemmtilegt en það sem stendur upp úr var að fá að vinna með og kynnast Dorrit. Hún er algjör gullmoli og svona manneskju hittir maður ekki oft á lífsleiðinni.
Sama dag og við kláruðum tökuna þurfti ég að fljúga til London. Og fékk sama og engan fyrirvara eða tíma til að pakka eða undirbúa mig og var því ábyggilega skrautlegt að fylgjast með mér í stresskasti heima að fleygja hlutum ofan í tösku og pirra mig yfir hinu og þessu.. ;)
Ég var í London í nokkra daga, fór á fundi og hitti fólk sem ég er að fara að vinna með næsta árið og í nokkrar myndatökur, viðtöl og spjallþætti í sjónvarpi og útvarpi. Allt svona frekar óraunverulegt en ég bara spilaði með og var keyrt allt sem ég þurfti að fara af einkabílstjóra á voða fínum bíl.
En svo var komið að því að fara í fyrstu ferðina sem reyndist vera óopinber ferð til Varsjá í Póllandi. Þangað fór ég með öllum verðandi samstarfsmönnum og að sjálfsögðu "shapperoninum" mínum og blaðamannafulltrúa, sem sumir kjósa að kalla lífvörð ;)
Við vorum mætt þarna til Póllands til að skoða aðstæður og fara á nokkra fundi þar sem möguleiki var fyrir að næsta Miss World keppni yrði haldin þar.
Þetta var í sjálfu sér mjög auðveld ferð fyrir mig þannig séð. Fór í nokkrar myndatökur og viðtöl og fékk að skoða mig um í borginni í leiðinni. Það var reyndar eitt sem ég gerði sem var langt frá því að vera auðvelt en ég fór og heimsótti barnaspítala fyrir krabbameinssjúk börn. Ég var í algjörum prinsessukjól og með kórónuna á höfðinu en við notum hana aðeins við sérstök tilefni, fyrir börnin og þegar við erum að vinna að góðgerðarmálum. Það er engin leið að lýsa því hvernig tilfinning var að sjá svipinn á börnunum þegar ég gekk inn í sjúkrastofurnar þeirra.. Þau gjörsamlega ljómuðu og brostu út að eyrum og mér var sagt að mörg þeirra væru búin að bíða eftir mér í marga daga. Ég sat fyrir á mynd með þeim öllum og skrifaði eiginhandaráritanir fyrir þau sem vildu en það versta fannst mér hins vegar að geta ekki talað við þau, því þau skildu enga ensku og ekki tala ég pólsku. Enn ég er staðráðin í því að heimsækja þau aftur og vera þá búin að læra nokkur orð í pólskunni.
Þessi heimsókn var hápunktur ferðarinnar og þessi börn snertu mig djúpt. En aftur á móti tók hún líka ótrúlega mikið á og þegar ég kom út í bíl eftir heimsóknina kom ég ekki upp orði. Ég hafði gefið þeim allt sem ég átti, allure minn styrkur og orka fór til þeirra. Ég var svo þreytt andlega að ef ég hefði leyft mér að loka augunum þá hefði ég sofnað.
Í þessari Póllandsferð eignaðist ég líka vinkonu. Hún heitir Kazha og var Miss Polland 2004 og í 6 stúlkna úrslitum í Miss World 2004. Hún var eiginlega með mér allan tíman í ferðinni og við fórum saman í myndatöku einn daginn á fallegustu stöðum borgarinnar. Við náðum rosalega vel saman og skemmtum okkur vel í tökunni þrátt fyrir nístingskulda, en það voru um -16 stig þennan dag.
Okkur var reyndar svo kalt á einum tímapunkti að við urðum að komast inn og fá eitthvað heitt að drekka. Við settumst inn á lítið sætt pólskt kaffihús og fengum okkur heitt súkkulaði. Virkilega kósý og við sátum bara þarna, hlustuðum á ljúfa tónlist og nutum augnabliksins. Ég heyrði óljóst út frá mér byrjunina á lagi sem ég þekkti vel og ekkert annað lag hefði getað fangað stemmninguna eins fullkomlega. Og hvað haldiði að lagið hafi verið ? Annað en, "My way" með Frank Sinatra.
Gamla aðeins að láta vita af sér enda nákvæmlega ár síðan, upp á dag, frá því að hún fór frá okkur.
Fyrir utan myndatökurnar og heimsóknina þurfti ég að vera viðstödd tvo kvöldverði. Einn óformlegan á pólskum veitingastað þar sem ég smakkaði pólskann mat í fyrsta skipti. Hann er frekar þungur í maga og það sem lýsir honum best er að hann er allur einstaklega brúnn..
En hinn kvöldverðurinn var formlegur sem þýðir síðkjóll og kóróna og var hann á alþjóðlegum veitingastað.
Eftir Pólland fékk ég að koma heim til Íslands en það munði bókstaflega tveim mínútum að ég missti af vélinni heim. Við þurftum taka sprettinn úr terminali 1 yfír í terminal 2 á Heathrow og rétt náðum að tékka mig inn.
Allaf gott að koma heim og hlaða batteríin þó svo að það sé nóg að gera hjá mér heima í ýmsum verkefnum sem eru í bígerð :)
Jæja.. Ég skulda ykkur sko aldeilis færslu ef ekki færslur þar sem ég hef því miður ekkert getað skrifað síðustu daga! Veit að það eru nokkrir þarna heima ansi ósáttir með þessa frammistöðu mina í skriftunum, en ég kippi því í liðinn ;)
Úff það er svo margt sem ég á eftir að segja ykkur.. Veit varla hvar ég á að byrja! En það hefur reynst vel að byrja á byrjuninni hingað til þannig að sú verður raunin..
Eftir að hafa eytt jólunum og áramótunum í faðmi fjölskyldu og vina bankaði raunveruleikinn fljótlega upp á kallaði mig til starfa í nýju vinnunni minni.
Fyrsta verkefnið mitt var myndataka heima á Íslandi fyrir tímaritið Hello en hún tók eina helgi og til íslands komu ljósmyndari og fylgdarfólk til að vinna að verkefninu. Þetta var engin smá taka og að sjálfsögðu sú stærsta sem ég hef tekið þátt í, enda alþjóðlegt blað sem kemur út í mörgum mörgum löndum. Við áttum LANGA vinnudaga og ég held að sá lengsti hafi verið 17 tímar og þá var ég líka alveg gjörsamlega búin á því.
Við tókum myndir bæði úti og inni. Útimyndirnar voru teknar hjá Gullfoss og Geysi og á þingvöllum en innimyndirnar á hótel Nordica.
Þetta var virkilega skemmtilegt en það sem stendur upp úr var að fá að vinna með og kynnast Dorrit. Hún er algjör gullmoli og svona manneskju hittir maður ekki oft á lífsleiðinni.
Sama dag og við kláruðum tökuna þurfti ég að fljúga til London. Og fékk sama og engan fyrirvara eða tíma til að pakka eða undirbúa mig og var því ábyggilega skrautlegt að fylgjast með mér í stresskasti heima að fleygja hlutum ofan í tösku og pirra mig yfir hinu og þessu.. ;)
Ég var í London í nokkra daga, fór á fundi og hitti fólk sem ég er að fara að vinna með næsta árið og í nokkrar myndatökur, viðtöl og spjallþætti í sjónvarpi og útvarpi. Allt svona frekar óraunverulegt en ég bara spilaði með og var keyrt allt sem ég þurfti að fara af einkabílstjóra á voða fínum bíl.
En svo var komið að því að fara í fyrstu ferðina sem reyndist vera óopinber ferð til Varsjá í Póllandi. Þangað fór ég með öllum verðandi samstarfsmönnum og að sjálfsögðu "shapperoninum" mínum og blaðamannafulltrúa, sem sumir kjósa að kalla lífvörð ;)
Við vorum mætt þarna til Póllands til að skoða aðstæður og fara á nokkra fundi þar sem möguleiki var fyrir að næsta Miss World keppni yrði haldin þar.
Þetta var í sjálfu sér mjög auðveld ferð fyrir mig þannig séð. Fór í nokkrar myndatökur og viðtöl og fékk að skoða mig um í borginni í leiðinni. Það var reyndar eitt sem ég gerði sem var langt frá því að vera auðvelt en ég fór og heimsótti barnaspítala fyrir krabbameinssjúk börn. Ég var í algjörum prinsessukjól og með kórónuna á höfðinu en við notum hana aðeins við sérstök tilefni, fyrir börnin og þegar við erum að vinna að góðgerðarmálum. Það er engin leið að lýsa því hvernig tilfinning var að sjá svipinn á börnunum þegar ég gekk inn í sjúkrastofurnar þeirra.. Þau gjörsamlega ljómuðu og brostu út að eyrum og mér var sagt að mörg þeirra væru búin að bíða eftir mér í marga daga. Ég sat fyrir á mynd með þeim öllum og skrifaði eiginhandaráritanir fyrir þau sem vildu en það versta fannst mér hins vegar að geta ekki talað við þau, því þau skildu enga ensku og ekki tala ég pólsku. Enn ég er staðráðin í því að heimsækja þau aftur og vera þá búin að læra nokkur orð í pólskunni.
Þessi heimsókn var hápunktur ferðarinnar og þessi börn snertu mig djúpt. En aftur á móti tók hún líka ótrúlega mikið á og þegar ég kom út í bíl eftir heimsóknina kom ég ekki upp orði. Ég hafði gefið þeim allt sem ég átti, allure minn styrkur og orka fór til þeirra. Ég var svo þreytt andlega að ef ég hefði leyft mér að loka augunum þá hefði ég sofnað.
Í þessari Póllandsferð eignaðist ég líka vinkonu. Hún heitir Kazha og var Miss Polland 2004 og í 6 stúlkna úrslitum í Miss World 2004. Hún var eiginlega með mér allan tíman í ferðinni og við fórum saman í myndatöku einn daginn á fallegustu stöðum borgarinnar. Við náðum rosalega vel saman og skemmtum okkur vel í tökunni þrátt fyrir nístingskulda, en það voru um -16 stig þennan dag.
Okkur var reyndar svo kalt á einum tímapunkti að við urðum að komast inn og fá eitthvað heitt að drekka. Við settumst inn á lítið sætt pólskt kaffihús og fengum okkur heitt súkkulaði. Virkilega kósý og við sátum bara þarna, hlustuðum á ljúfa tónlist og nutum augnabliksins. Ég heyrði óljóst út frá mér byrjunina á lagi sem ég þekkti vel og ekkert annað lag hefði getað fangað stemmninguna eins fullkomlega. Og hvað haldiði að lagið hafi verið ? Annað en, "My way" með Frank Sinatra.
Gamla aðeins að láta vita af sér enda nákvæmlega ár síðan, upp á dag, frá því að hún fór frá okkur.
Fyrir utan myndatökurnar og heimsóknina þurfti ég að vera viðstödd tvo kvöldverði. Einn óformlegan á pólskum veitingastað þar sem ég smakkaði pólskann mat í fyrsta skipti. Hann er frekar þungur í maga og það sem lýsir honum best er að hann er allur einstaklega brúnn..
En hinn kvöldverðurinn var formlegur sem þýðir síðkjóll og kóróna og var hann á alþjóðlegum veitingastað.
Eftir Pólland fékk ég að koma heim til Íslands en það munði bókstaflega tveim mínútum að ég missti af vélinni heim. Við þurftum taka sprettinn úr terminali 1 yfír í terminal 2 á Heathrow og rétt náðum að tékka mig inn.
Allaf gott að koma heim og hlaða batteríin þó svo að það sé nóg að gera hjá mér heima í ýmsum verkefnum sem eru í bígerð :)
14.2.2006 | 03:13
Jæja, við hittumst aftur..
Það vekur upp sterkar minningar að setjast niður með tölvuna í fanginu og skrifa inn á þessa síðu sem var búin til fyrir mig áður en ég fór til Kína.
Hef ekkert skrifað síðan ég var úti og sat þá yfirleitt út á svölum, í hótelsloppnum og inniskónum, með Bubba í eyrunum og leyfði huganum að reika heim í sveitina.
Nú er ég stödd heima (eins og er) búin að komast í sveitina og á hestbak og gera allt sem ég þráði svo mikið að gera þegar ég var stödd hinum megin á hnettinum.
En það er líka margt annað sem mig óraði ekki fyrir að ég mundi vera að gera á þessari stundu.. Eins og til dæmis það, að ferðast um heiminn í heilt ár, með kórónu á höfðinu.. ;)
Svona getur lífið verið óútreiknanlegt og oft á tíðum komið manni skemmtilega á óvart.
Þessi dagbókarfærsla verður í styttri kantinum í þetta skiptið, en á næstu dögum mun ég segja ykkur frá fyrstu verkefnum mínum sem "Miss World" og þeim ferðum sem ég hef farið í nú þegar, og hafa verið ansi fróðlegar skal ég segja ykkur..
Endilega fylgist með! :)
Bestu kveðjur,
Unnur Birna.
Hef ekkert skrifað síðan ég var úti og sat þá yfirleitt út á svölum, í hótelsloppnum og inniskónum, með Bubba í eyrunum og leyfði huganum að reika heim í sveitina.
Nú er ég stödd heima (eins og er) búin að komast í sveitina og á hestbak og gera allt sem ég þráði svo mikið að gera þegar ég var stödd hinum megin á hnettinum.
En það er líka margt annað sem mig óraði ekki fyrir að ég mundi vera að gera á þessari stundu.. Eins og til dæmis það, að ferðast um heiminn í heilt ár, með kórónu á höfðinu.. ;)
Svona getur lífið verið óútreiknanlegt og oft á tíðum komið manni skemmtilega á óvart.
Þessi dagbókarfærsla verður í styttri kantinum í þetta skiptið, en á næstu dögum mun ég segja ykkur frá fyrstu verkefnum mínum sem "Miss World" og þeim ferðum sem ég hef farið í nú þegar, og hafa verið ansi fróðlegar skal ég segja ykkur..
Endilega fylgist með! :)
Bestu kveðjur,
Unnur Birna.