Færsluflokkur: Kína
22.9.2006 | 21:14
..Ólund..
"Lunch / Museum" alveg það sama..!
Já ég fór sem sagt ekki í neinn lunch eins mér hafði verið sagt og er mig farið að gruna ískyggilega að þessi dagskrá sem ég er með í höndunum fyrir næstu daga eigi ekki eftir að standast fyrir fimmaur..
En við fórum í staðinn með borgarstjóranum í heimsókn á mynjasafn hér í Varsjá í morgun. Ég, Americas og stelpurnar frá Afríku. Þetta safn snérist um seinni heimstyrjöldina, helförina og sögu Póllands og fannst mér hún taka virkilega á. Þessar tvær heimsálfur sem fóru með mér voru kannski ekki alveg þær réttu til að fara þarna enda þekktu þær takmarkað sögu Póllands fyrir. Hefði kannski verið meira við hæfi að fara með Suður og Norður Evrópu stelpurnar, en þó ekki, af ýmsum ástæðum..
Ég fékk svo seinnipartinn frían og skellti mér í göngutúr sem var á gráu svæði hjá öryggisvörðunum. Ætluðu ekki alveg að hleypa mér út enn ég var ansi ákveðin og slapp í gegn.. Það er einmitt búin að vera einhverskonar ólund í í mér í dag og ég held að mams viti nákvæmlega hvað ég meina þegar ég nota orðið ólund Gerði meira að segja í því að snúa mér undan blaðaljósmyndurunum á safninu í morgun og þóttist ekki sjá fólkið sem vildi fá eiginhandaráritanir.. Ég veit.. skamm skamm.. Var bara illa upplögð..
Í kvöld fór ég svo sem fulltrú MW á opnunartónleika tónlistarhátíðar sem var að fara í gang hérna í Varsjá.. Hljómaði ekkert alltof illa og fór ég því með opnum huga. En ji minn einn og einasti.. Þetta voru stórtónleikar sinfoníu sem spilaði "modern contemporary" tónlist.. En hún hljómaði nákvæmlega eins og soundtrack úr hryllingsmynd og hvert lag var minnsta lagi 25min. Mjög spes, segi ekki meir.. En eiginlega smá fyndið þannig að þetta var ekki alslæmt
Þið megið samt alls ekki miskilja mig, því að ég er þvílíkur aðdáandi klassískrar tónlistar og hef alltaf verið. Þegar ég var 10/11 ára var ég meira að segja áskrifandi og meðlimur í klúbbi þar sem ég fékk sendan heim geisladisk í hverjum mánuði með klassískum verkum eftir þessu helstu tónskáld. Þar mátti m.a finna verk eftir Sebastian Bach, Friedrich Handel, F.J. Haydn, Mozart og Beethoven og þetta hlustaði ég á heima í stofu.. (Í guðanna bænum, afhverju er ég að segja frá þessu.. )
Held reyndar að það sem útskýri þetta best sé það að ég var í klassískum ballett og dansaði því við þessa tónlist, plús það að ég spilaði á hljóðfæri og því stutt að sækja þennan klassíska fíling..
En ég er farin að dotta hérna við skjáinn.. Ætla að skríða yfir í rúm enda langur dagur á morgun..
-7 dagar eftir-
-Uns
22.9.2006 | 08:34
..Gamla "jákvæða"..
Hehe.. Já, gamla góða "jákvæða" í stuði í gær..
En svona er þetta stundum.. Dagurinn í dag byrjaði vel. Fór í morgunmat og fékk að vita mína dagskrá fyrir næstu ÞRJÁ daga, sem er met! Stelpurnar verða á æfingum daginn út og daginn inn og verð ég þar til að aðstoða eftir betu getu. Hins vegar hefur pólsku aðilunum sem vinna með okkur hérna úti og skipuleggja alla viðburðina, verið sagt að ég sé eina manneskjan sem þeir mega draga út af æfingum til að nota í eitthvað annað, því þeir mega alls ekki taka stelpurnar frá danshöfundinum. Þannig að ef ég þekki þá rétt, verð ég vægast sagt busy..
Átti furðulegt kvöld í gær.. Ætlaði eins og áður sagði að fara snemma að sofa en allt kom fyrir ekki og ég var ekki komi í rúmið fyrr en eitt í nótt. Sat aðeins niðrí lobbyi eftir kvöldmat og spjallaði við fólkið en þegar ég kom upp á herbergi datt ég inn á það að fara að skrifa email sem ég er búin að vera á leiðinni að skrifa í marga marga mánuði. Á nokkur svoleiðis email ennþá eftir og stefni á að skrifa þau í dag, enda undarlegur léttir sem kom yfir mann þegar búið var á ýta á "send"..
En ég verð víst að hlaupa, er að fara að hitta borgarstjóra Varsjá í hádegismat..
Meira seinna í dag!
-UB
21.9.2006 | 19:01
..Sumu fólki er illt..
Það var N-Írland sem kom, sá og sigraði í hæfileikakeppninni í gærkvöldi. Hún söng fyrir okkur gamalt írskt lag og ég og örugglega helmingur fólksins í salnum var með gæsahúð allan tímann. Hún átti þetta svo sannarlega skilið og skemmtileg tilviljun að N-Írland sé komið í undanúrslit annað árið í röð.
Annars erum við komin til Varsjá og búin að koma okkur fyrir á hótelinu sem við verðum á það sem eftir er mánaðarins. Frekar þægilegt að geta tekið upp úr töskunum í fyrsta skipti og hengt upp fötin sín sem eru búin að vera í krumpustykki í þrjár vikur.
Flugum hingað í morgun, guði sé lof. Hefði ekki höndlað vel enn eina 7 tíma rútuferðina. Er samt búin að vera óendanlega þreytt og dösuð í allan dag. Skil ekki hvað er að mér.. Kannski að maður ætti að fara í rúmið fyrir 10 í kvöld. Dagskráin byrjar alveg 8 í fyrramálið með morgunmat á hótelinu og svo æfingum fyrir final-ið. Donna sem er danshöfundur sýningarinnar er búin að biðja mig um að hjálpa sér að kenna stelpunum rútínuna og halda utan um þetta allt saman og ætti ég að geta það þar sem ég hef nú tekið eitt eða tvö dansspor á ævinni. Er reyndar bara mjög ánægð með að fá að hjálpa til, gott að vera með verkefni í höndunum..
Veit ekki hvort það skín í gegn en ég er dálítið pirruð þessa stundina. Sumt fólk ekki alveg að gera góða hluti hérna og það bitnar á mér.. En ég ætla bara að einbeita mér að mínu, eina í stöðunni
Farin að klára að hengja upp föt og koma mér fyrir..
Night night..
-Uns
20.9.2006 | 14:09
..To be alone with you..
Ég veit að ég skrifaði ekki í gær.. Og ég hef enga afsökun..!
Var að læra í allan gærdag og netkortið sem ég keypti hérna dýrum dómum virkaði ekki fyrr en seint í gærkvöldi og þá bara nennti ég ekki að fara að babla hérna..
En hvað um það, áfram með smjörið..
Gleymdi alveg að segja ykkur frá einu, en þetta kvöld í Saltnámunni þegar flottasti kjólinn var valinn, klæddist ég sjálf æðislegum kjól sem ég fékk lánaðan hjá henni Petrúnellu sem var með mér í Ungfrú Ísland um árið. Hann sló alveg í gegn og fékk ég meira að segja að heyra það frá hinum dómurunum að hann hefði pottþétt verið í topp 5 ef hann hefði verið að keppa þetta kvöld!
Þannig að takk fyrir mig Petrún, "you made my day"! ;)
Á því miður ekki til betri mynd, ljósmyndarinn aðeins skjálfhentur, en hérna kemur hún..
Næstu tveir dagar fóru í hina ýmsu viðburði og uppákomur, misáhugaverðar þó en ég var einnig í upptökum fyrir einn af aukaþáttum MW, Beach Beauty þáttinn. Tókum upp alla "linkana" í skröltandi hestvagni í Kraká en því miður komumst við að því nokkrum dögum síðar að þeir væru ónothæfir þar sem myndavélin var á stöðugri hreyfingu og það heyrðist alltof mikið í hófataki hestanna. Sem sagt smá tímaeyðsla þar, en svoleiðis er það víst bara stundum..
Laugardagskvöldið var svo eitt það skemmtilegasta sem við höfum átt hérna. Fórum í dinner í boði Kraká borgar, þar sem boðið var upp á góðan mat og frábær skemmtiatriði. Eftir það var keyrt með okkur allar sem eina, í opnum bílum niður að ánni þar sem fram fór stórkostleg flugeldasýning með ljósasýningu og tónlist undir og yfir ánni svifu uppblásinir drekar. Snilldar endir á góðu kvöldi.. Morguninn eftir tók svo við næsta rútuferðalag en áfangastaðurinn var borgin Wroclaw þar sem ég er stödd núna. Hérna hef ég lítið verið að hafa mig frammi, fékk í rauninni bara nokkra daga pásu frá öllu amstrinu til að sinna náminu en ég þurfti bæði að skila verkefni yfir netið sem og vinna upp lesefni síðustu vikna.
Í kvöld fer hér fram hæfileikakeppnin sem er "fast track" keppni en stelpurnar eru búnar að vera á þrotlausum æfingum fyrir hana. Ætla nú að kíkja á þær sýna listir sínar en mig grunar einnig að ég verði plötuð til að sitja í dómnefnd. Á morgun fljúgum við svo til Varsjá þar sem við verðum út mánuðinn og þá getur maður loksins tekið upp úr töskunum og komið sér almennilega fyrir, sem verður sko munur!
Annars er ég bara nokkuð góð þessa dagana, sem er skref í rétta átt því mér leið alls ekkert vel þegar ég kom hingað út í byrjun mánaðarins. Eins mikil klysja og þetta orð er þá er mikið 'soulsearching' búið að fara fram og ég hef það á tilfinningunni að ég komi ný og betri manneskja heim.. Fyrst var ég ekki viss um að svona mikil einvera eins og ég er búin að vera að upplifa hér væri neinum holl, en nú er ég alveg á því að hún hafi gert mér gott þrátt fyrir að vera erfið á köflum. Búin að vera að taka mig í gegn andlega og líkamlega, skref frá skrefi: Nú liggur leiðin bara upp á við og vinnan mun halda áfram um ókomna tíð. Held að það sé öllum holt að taka sig svona í gegn..Sumir þurfa meira á því að halda en aðrir en mín leið er að gera þetta frá grunni og gera þetta almennilega í eitt skipti fyrir öll.
Það sem er búið að hjálpa mér mest er hugleiðslan. Fer ég varla almennilega í gegnum daginn núna án þess að fá þennan hálftíma útaf fyrir mig. Kveikja á kerti og anda.. Eftir að hafa hreinsað hugann er gott að setjast niður og skrifa í bókina góðu, allt sem kemur upp í hugann og reyna að koma því frá sér. Því stundum hugsar maður of mikið og kemst því aldrei að niðurstöðu um hvað maður vill og hvað ekki.. Og þetta hjálpar mikið..
Enn.. Nóg komið af djúpspeki..
20 dagar liðnir og 10 eftir.. Hlakka svo til að koma heim og hitta fjölskylduna og dýrin mín. Og tala nú ekki um vinkonurnar og vinina. Því það er allavega eitt sem mér hefur tekist vel í lífinu, að velja mér vini. Traustari og yndislegri vinahóp get ég ekki ímyndað mér..
Farin í lunch, með Sufjan Stevens í eyrunum..
..I'll swim across lake Michigan, I'd sell my shoes.
I'll give my body to be back again, in the rest of the room..
-To be alone with you-
-Uns
19.9.2006 | 00:26
..Til hamingju með daginn..
Í dag (18.sept) hefði Amma Gull orðið 77 ára gömul. En eins og margir vita er hún ástæðan fyrir því hvar ég er í dag.. Hennar uppáhalds, uppáhaldslitur var alla tíð bleikur og er því svoldið fyndið að segja frá því að þegar ég vaknaði í morgun fór ég í bleika peysu og setti á mig bleikt hárband (?) án þess að gera mér nokkra grein fyrir dagsetningunni.. Tilviljun eða hvað..! Það er naumast að gamla er með puttana í ferðatöskunni minni
Er að mana mig í að halda áfram með ferðasöguna, en það er bara alls ekki eins gaman að skrifa svona langt aftur í tíman. Best að ljúka því af samt..
Frá Gizycko til Kraká tókum við lest.. Sú lestarferð var hvorki meira né minna en 9 klukkutímar og hélt ég að hún yrði algjör dauði. Svo var reyndar ekki en ég gat nánast búið til rúm úr stólnum mínum og svaf því alveg helminginn af tímanum. Restinni eyddi ég svo í lærdóm þangað til tölvan varð batteríslaus, hlustaði á Ipodinn og spjallaði við fólkið. Alls ekki svo slæmt!
Hótelið sem við gistum á fyrstu næturnar var ekki í Kraká sjálfri heldur borginni Katowice klukkutíma frá Kraká. Eða öllu heldur tveimur tímum frá Kraká. Það er nefnilega þannig með pólverjana að þegar þeir gefa upp tíma sem það tekur að komast frá einum stað til annars þá er öruggast að tvöfalda hann og er láta það svo koma sér á óvart ef það tekur styttri tíma en það. Alveg magnað..
Hótelið sjálft var ofsalega fínt og naut ég þess lúmskt að vera komin í lúxusinn aftur. Annars er ég búin að taka "note to self" eftir öll þessi ferðalög og ný og ný hótel, að framvegis ferðast ég með mins eigins kodda. Sumir koddar sem ég hef lent í eyðileggja fyrir manni heilu næturnar þeir eru svo erfiðir, svo margir alltof mjúkir og alltof stórir fyrir minn smekk.
Enn áfram nú..! Fyrsta daginn keyrðum við til Kraká og gengum um á markaðstorginu í skrúðgöngu fyrir heimafólk og túrista. Þaðan fórum við inn í frægustu kirkju borgarinnar og mjög sérstakt, mörg hundruð ára gamalt altar var opnað fyrir okkur. Frekar flott mundi ég segja og gaman að sjá
Eftir lunch fórum við svo aftur upp í rúturnar góðu og lögðum af stað með yfirdrifnu lögreglufylgdinni okkar en reglan er sú að ég verð alltaf að ferðast fremst í fyrstu rútunni og sé því öll ósköpin
Allt að gerast!!
Leiðin lá á óvenjulegan stað, en við vorum að fara að eyða restinni af deginum í 135 metra dýpi niðrí jörðinni í saltnámu sem er rétt fyrir utan Kraká. Stórkostlegt fyrirbæri!
Fórum þarna niður í endalaust hraðskreiðri lyftu sem var nánast í frjálsu falli og frekar creepy.. Ríghélt í einn af PR strákunum því þetta var eins og að vera í tívolí tæki nema þarna vorum við fjögur eða fimm í litlu búri og urðum að halda okkur í rimlana. Þegar niður kom tók við hvert undrið á fætur öðru. Þvílíkir salir og kapellur og ég veit ekki hvað og hvað og allt grafið inn í saltsteininn.
Þarna eyddum við svo deginum og kvöldinu en keppnin um flottasta kjólinn fór fram á sviði þarna niðri seinna um kvöldið. Ég var einn af dómurunum sem var mjög gaman en það var Króatía sem bar sigur úr bítum í geðveikum kjól sem ég setti strax í fyrsta sætið.. Holland var í öðru og Indland í því þriðja en hún er algjört yndi sú stelpa og á líka flottustu föt sem ég hef á ævi minni séð enda dýrka ég indversk föt
Ekki meira í bili, kominn háttatími á mig..
-Uns
18.9.2006 | 10:52
..Hamingjan..
Alfred D. Souza sagði eitt sinn:
Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál eða tími sem þurfti að eyða í eitthvað. Síðan myndi lífið byrja.. Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft.
Þetta hjálpar manni að skilja að það er engin ein leið að hamingjunni. Njóta skal hverrar stundar sem við eigum til hins ýtrasta og enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með einhverjum sérstökum..
Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð(ur).
18.9.2006 | 08:08
..Forever young..
Við eyddum tveimur næstu dögum einnig í Gizycko. Fyrri dagurinn fór í heimsóknir í skóla og á heimili fyrir fatlaða sem voru í þriggja tíma fjarlægð, þannig að sá dagur leið hægt í enn einni rútuferðinni. Guði sé lof fyrir Ipod og góðan félagsskap en fólkið sem er að vinna með mér hérna við upptökur, PR og á skrifstofunni er æði. Fullt af ungu fólki sem ég get spjallað við um daginn og veginn enda stelpurnar/keppendurnir alveg fastar í keppninni sjálfri og tala því skiljanlega um lítið annað en hluti sem tengjast henni. Man alveg hvernig ég var á þessum tíma. Þetta tók nánast yfir líf manns á vissu tímabili.
Seinni dagurinn fór hins vegar allur í íþróttakeppnina sem í ár var "fast track" viðburður og stóð Canada uppi sem sigurvegari. Stelpurnar sem komust áfram inn í íþróttakeppnina sjálfa þurftu að hlaupa, hjóla, róa og gera hinar ýmsu styrktaræfingar og var það víst mjög sanngjarnt að Canada skildi vinna enda verið í íþróttum alla sína ævi. Það þýðir samt sem áður að tvær stelpur frá sömu heimsálfu eru nú þegar komnar í úrslit í gegnum " fast track", en eins og ég sagði ykkur þá var það Venezuela sem bar sigur úr bítum í Beach Beauty.
Ég hins vegar náði ekkert að fylgjast með íþróttakeppninni sjálfri. Eyddi deginum út á báti að taka upp "linka" fyrir Vote for me þættina en það var mjög heitt þennan dag og því erfitt að vinna úti. Það hófst þó á endanum og allir sáttir með útkomuna!
Um kvöldið fékk ég svo val, þurfti ekki að koma í dinner enda búin að standa undir berum himni í marga klukkutíma að þylja upp texta sem ég fékk örfáar mínotur til að læra utanbókar. Ég kíkti hins vegar aðeins á sýningu, sem var sett upp fyrir stelpurnar, en þetta var víkingasýning og það er eitthvað sem minnir mann alltaf pínulítið á Ísland. Hún var mjög flott, með hestum, flottri tónlist, dönsurum og söngvurum en hún fór fram utandyra við vatnið þar sem sviðsmyndin var sólarlagið sem var engu líkt. Sá sko ekki eftir tíma mínum þar, en um leið og sýningin var búin skreið ég beint upp í rúm
Þannig var nú dögum okkar í Gizycko varið..
Nú erum við búin að heimsækja Kraká og komin til borgarinnar Wroclaw, en ég reyni eftir bestu getu að "up date-a" þessa síðu mína í dag og á morgun. Er búin einmitt búin að fá frí í dag til að læra en svo óheppilega vill til að ég þarf að skila raunhæfu verkefni í kröfurétti í kvöld sem ég hef haft hræðilega lítinn tíma til að vinna í. Verð því að setja í fluggírinn..
Lag síðustu daga hefur verið Forever Young með Youth group í mjög sérstakri útgáfu. Alveg dolfallin yfir því..
..Lets dance in style, lets dance for a while
Heaven can wait were only watching the sky
Hoping for the best but expecting the worst
Are you going to drop the bomb or not..?
..Let us die young or let us live forever
Dont have the power but we never say never
Sitting in a sandpit, life is a short trip
The music's for the sad men..
16.9.2006 | 07:55
Góðar fréttir!
Nú veit ég ekki hvort að fréttatilkynningin hefur skilað sér til Íslands, en mér skildist að hún ætti að fara af stað í gær eða dag.. Annars svindla ég bara aðeins
Ég sem sagt fékk "jobbið" sem ég fór í áheyrnarprufu fyrir, fyrr í vikunni en það er nú orðið klárt að í fyrsta sinn í sögu Miss World er það sú sem ber titilinn sem verður kynnir í öllum Miss World þáttunum sem eru seldir með sjónvarpsréttinum á keppninni sjálfri. Ég er búin að vera á haus í upptökum alla vikuna og nú er búið að taka upp þessa 6, "vote for me" þætti og einn sérstakan þátt sem snýst um Beach Beauty keppnina.
Þetta er einstakt tækifæri sem ég er að fá enda þættirnir sýndir í yfir 200 löndum svo að ég get ekki annað en brosað
Reyni að skrifa meiri ferðasögu seinna í dag...
-Uns
16.9.2006 | 07:43
Gdynia-Gizycko
Jæja.. Hvað skulda ég ykkur nú margar færslur!! Alveg komin úr gírnum, það er svo langt síðan ég skrifaði hérna inná..
En það var sem sagt augljóslega ekkert net á þessum blessaða stað sem við vorum á, ENDA "in the middle of nowhere" og síðan við komum aftur í siðmenninguna hefur verið svo mikil keyrsla að talvan var ekki einu sinni tekin upp úr töskunni.
Þessi staður sem við vorum á í byrjun vikunnar heitir Gizycko en þar gistum við í gömlum bjálkahúsum, 18 manns í hverju húsi sem stóðu við ofboðslega fallegt vatn umvafið grænum skógi svo langt sem augað eygði. Herbergin voru reyndar hlægilega lítil, þurfti að opna töskuna mína frammi á gangi til að komast ofan í hana, því gólfplássið ekkert. Inni í þeim komust fyrir einbreitt rúm, stóll og náttborð, og í einu skoti herbergisins var svo sturta og salerni afgirt með burðarvegg..
Ekki eins slæmt og það hljómar og hefði verið meira að segja verið kósý EF það hefði verið loftkæling. Það var nefnilega óbærilegur hiti í öllum húsunum og ekki nokkrum manni þorandi að opna glugga, þar sem á þessum stað var ein stærsta skordýraflóra sem ég hef upplifað á ævinni. Ef ég vissi ekki betur mundi ég fullyrða að þarna væri að finna uppsprettu og miðstöð allra skordýra í heiminum og voru vinkonur mínar moskítóflugurnar sko ekki undanskildar.. Skelfilegt! Ég var svo "paranoid" að ég var orðin pirrandi en með hinum ýmsu leiðum slapp ég við tugi bita. Fékk þó nokkur og þar á meðal eitt undir ylina, takk fyrir góðan daginn..
En ef við byrjum á byrjuninni það tók það okkur yfir 6 klukkutíma í rútu að komast á þennan stað en svoleiðis ferðir eru ekki alveg það skemmtilegasta sem maður gerir. Um leið og við komum fórum við strax í bátsiglingu niður stóra á, en meðfram henni hafði allur bærinn safnast saman til að fagna komu okkar. Báturinn sigldi svo með okkur í land við aðalhöfnina þar sem búið var að koma upp móttökusviði og voru stelpurnar kynntar í heimsálfum sínum fyrir framan tugi þúsunda aðdáenda og fór ég á svið í lokin með N-Evrópu. Við vorum svo kvaddar með flugeldasýningu og fórum til baka í bjálkahúsin á bátnum okkar, ansi þreyttar eftir langan dag..
Já við vorum svoldið þreyttar ;)
-UB
9.9.2006 | 21:08
..Merkisdagur..
Í dag varð ég, ásamt hinum keppendunum, þess heiðurs aðnjótandi að hitta hinn merka mann og frelsishetju, Lech Walesa, sem meðal annars hefur hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín í þágu fólksins. Við vorum viðstaddar hátíðlega athöfn á frægu torgi hér í Gdansk " The Solitarity square" þar sem staðsettur er himinhár minnisvarði til heiðurs fórnarlömbum er létu lífið í uppreisn gegn kommúnisma í desember 1970.
Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er hr. Walesa nokkurskonar "Nelson Mandela" Evrópu og hefur í gegnum tíðina margoft skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Það var því mikill heiður að eyða með honum dagstund og sitja með honum til borðs á þessu magnþrungna torgi þar sem m.a áttu sér stað atburðir er mörkuðu upphaf seinni heimstyrjaldarinnar.
En dagurinn var þétt skipulagður og sátum við síður en svo auðum höndum. Snemma í morgun fór ég ásamt "Asia Pacific" hópnum í heimsókn á barnaspítala hér í nágrenninu. Þar var mikið af mjög ungum börnum sem alltaf er erfitt að upplifa en ég fékk í fangið þrjú ef ekki fjögur kornabörn sem þrátt fyrir veikindi sín bræddu mig alveg niður í tær. Foreldrar þeirra voru einnig á staðnum og var gott að geta spjallað við þau ásamt því að sýna börnunum hlýju.
Stalst aftur út í kvöld, var of auðvelt í gær þannig að ég stóðst ekki mátið og fór í göngutúr niður á strönd. Öryggisverðirnir þora lítið að segja þegar ég geng fram hjá þeim þar sem þeir vita í rauninni ekki nákvæmlega hvaða reglum á að fylgja í sambandi við mig. Ef hins vegar einhver af keppendunum mundi láta sjá sig niðrí lobbýi án "shapperons" yrði þeim örugglega hent öfugum inn í herbergi aftur Þetta var nú líka síðasta kvöldið okkar hér þannig að mér fannst um að gera að nota tækifærið til að svipast um, þó að í skjóli nætur væri..
Erum víst að fara til enn meiri smábæjar í fyrramálið, sem ég legg ekki alveg í að reyna að stafa nafnið á. Þar er þó mjög fallegt, vötn og skógar og er planið að halda íþróttakeppnina þar á komandi dögum. Annars er ýmislegt í gangi og hlakka ég til morgundagsins, en þá er ég að fara í áheyrnarprufu í tengslum við stórt verkefni nú í septembermánuði. Ef þetta nær í gegn hjá mér er ég í góðum málum þannig ég er harðákveðin í að gera mitt besta!
Held það sé komin tími á að ég halli mér..
-UB
Ps. "Bare with me" ef það er ekki net á nýja staðnum, en þá kemur næsta færsla inn á þri/mið...